Leita í fréttum mbl.is

FIWOW

léttir áhyggjum af landsmönnum. Margir höfðu kvíboga af því að íslensk flugstarfsemi myndi verða fyrir lítt bætanlegum áföllum ef ekki yrði gripið í taumana.

Það var aldrei nein þörf á WOW Air og starfsemi þess hefur aðeins orðið til samanlagðs tjóns. Samkeppnisþátturinn var alltaf aukaatriði og stofnun félagsins byggðist á einhverri óútskýrðri bjartsýni. Eiginlega byggð á módeli Jóns Ásgeirs sem var að komast fyrst yfir banka og síðan flugfélag.

Alveg burtséð frá því að Warren Buffet sagðist yfirleitt ekki fjárfesta í flugrekstri, þá mætti WOW velvild landsmanna undir yfirskini verðlækkana á flugfargjöldum. Það virtist auðvelt að fá nýjar flugvélar lánaðar og um tíma virtist dæmið ganga upp með að félagið virtist eiga fyrir breytilegum kostnaði án þess að allt sé vitað um skuldasúpuna.  En það þarf meira til og við andbyrinn hrundi auðvitað allt.

Nú er vonandi að þetta svonefnda Samkeppniseftirlit fari ekki að skipta sér af þessum kaupum. Enda er þetta ein af þeim ríkisstofnunum sem er til einskis gagns fyrir Íslendinga og hefur aldrei gert þeim neitt nema ógagn. Aldrei orðið til neins gagnlegs eins og nú stefnir í með Persónuvernd sem er sambærileg fánýtisstofnun sem nú blæs út eins og púki á fjósbita.

Þessar stofnanir má báðar leggja niður án þess að það breytti nokkru fyrir íslenska neytendur. Frjáls markaður er nefnilega fullfær um að sjá fyrir nauðsynlegri samkeppni í athöfnum. Persónuvernd einstaklinga er  sjálfgefin fyrir þá sem þurfa á slíku að halda en auðvitað á hver að passa sig sjálfur og vera verndaður af lögum landsins gegn persónunjósnum.  Þess í stað er verið að blása út opinbert skrímsli sem er til einskis gagns nema að brenna peningum og berjast við vindmyllur.

FIWOW er góð byrjun á leiðinni til hagskvæms íslensks flugrekstrar í alþjóðlegu samkeppnisumhverfi sem er nógu erfitt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband