Leita í fréttum mbl.is

Ég styð Pírata

eindregið í því að hætt verði að ávarpa þá sem "hæstvirta" þingmenn. Menn sem labba með flakandi í hálsinn á sokkaleistunum upp í ræðustól Alþingis þurfa ekki neinar svoleiðis nafnbætur.

Jón langafi minn Ólafsson kom þessum sið á á Alþingi fyrir meira en öld síðan til þess að reyna að koma einhverjum menningarbrag á samkunduna þar sem orðbragðið var farið að ganga fram af sæmilega uppdregnu fólki.  Þingmenn lögðu slíkar nafnbætur hver á annan úr ræðustól að Jóni ofbauð. Hann fékk þingmenn til að taka upp þennan hátt við að ávarpa hvorn annan í ræðustól að dugað hefur síðan. En ekki lengur víst.

Það er vel til fundið finnst mér að hætta þessari lýsingarorðanotkun á þingmenn Pírata og jafnvel Samfylkingar líka. Ég kem ekki auga á nein þau hávelborinheit þessara þingmanna sem þarf til að ávarpa þá með þessum hætti. Ég myndi ekki sakna þeirra á þingi þó ég hvorki sæi þá né heyrði framar.

Ég styð Pírata með það að ávarpa þessa þingmenn ekki framar að hætti Jóns Ólafssonar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Enda í greinagerð með tillögunni tekið fram að stundum sé verið að nota þetta ávarp í háði á háttvirta þingmenn sem líta út einsog rónar og það gengur ekki að hæðast að þingmönnum

Grímur (IP-tala skráð) 10.11.2018 kl. 02:59

2 identicon

Ég styð enga sem eru tilbúnir til að afsala fullveldi þjóðar og lands.  Og alls ekki ráðherra sem eru búnir, eða tilbúnir, til að samþykkja IceLink sæstrengsugu innlendrar orku í óseðjandi græðgishít hirðarinnar í London/Brussel. Þeir eru landráðamenn.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 10.11.2018 kl. 12:30

3 identicon

Ég neita að trúa því að Halldór styðji landráðamenn, bara af því þeir eru í jakkafötum með bindi og í blankskóm yfir sokkaleistana?

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 10.11.2018 kl. 12:40

4 identicon

Það er fróðlegt að lesa tengil sem fylgir pisti á frjálstland hér á blog.is.  Þar kemur fram að almannatengslafyrirtækið KOM sjái um áróðurinn fyrir lagningi sæstrengsins.  Mundu Halldór, og tengdu saman í höfði þínu, að helsti pr maður Bjarna Benediktssonar, og jafnframt Guðna Thorlaciusar, var Friðjón Friðjónsson hjá ... hverjum heldurðu?  KOM.  Þetta er svo rotið inn að beini, að öllu heiðarlegu fólki blöskrar.  Það er markvisst unnið að því af ráðherrum Sjálfstæðisflokksins að gera land og þjóð að hjálendu Nómenklatúru ESB, og það í stíl gamla sovétsins.  Þetta eru landráðamenn!

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 10.11.2018 kl. 13:01

5 identicon

Guðni Thorlacius situr í umboði nokkurra kjósenda ... ESB og KOM.  Tryggðu sér hann strax.

Bjarni hefur alla tíð stefnt að því að gera Ísland að hjálendu ESB.  

Bjarni valdi bimbógógó stelpusnoppurnar v.þ.a. þær gera allt sem Bjarni og ESB segir.

Gamlir karlar halda að þeir geti rætt þetta við þau á heiðarlegan hátt í Valhöll og reynt að hafa þar áhrif til hins betra.  Það er blekking.  Það er sjálfsblekking hinna gömlu.  Eftir stendur að hinir gömlu geri alvöru uppreisn og sprengi flokkinn í loft upp.  Það er eina vonin fyrir okkur fullveldis- og sjálfstæðissinna.  Úrslita ögurstundin nálgast.  Ég vil trúa því að hinir vísari og eldri sjálfstæðismenn sjái nú hversu nærri því við erum að glata fullveldi og sjálfstæði lands og þjóðar.  Eins og Styrmir sagði, beint og óbeint, nú tökum við þá einu orustu sem öllu máli skiptir:  Gegn orkumálapakka ESB.  Berjumst þar saman og bara þar:  Á heimastorð.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 10.11.2018 kl. 13:30

6 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Íhaldssemi á að gilda í sambandi við framkomu, framgöngu og klæðaburð á Alþingi.  Þeir þingmenn sem ekki geta sætt sig við það að sýna okkur Íslendingum þá virðingu að ganga sómasamlega um í okkar húsum sem og annarstaðar þar sem þeir koma fram sem launaðir fulltrúar okkar, ætu ekki að vera á launaskrá hjá okkur.

 

 

Hrólfur Þ Hraundal, 10.11.2018 kl. 14:23

7 identicon

Að rífast um sokkaleista keisarans er einmitt það sem ég er að benda á,

að það er berjast við vindmyllur og sundra kröftunum.

Berjumst saman fyrir fullveldi og sjálfstæði lands og þjóðar, það eitt skiptir nú máli og sköpum.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 10.11.2018 kl. 14:56

8 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Icsave hefði reynst okkur þungt, dýrt og mannskemmandi ef því fólki sem þar gekk harðast fram, skrækjandi, organdi og lúmskt þeygandi að síðustu metrum, hefði tekist að koma okkur í þann icsave gapastokk.

Það er ekki víst að við værum nú 300,000 hefði þeim hrakförum ekki verið bægt frá með aðstoð Ólafs Ragnars. En nú er búið að opna annan gapastokk, Orkugapastokkinn, sem sjálfsagt allir icsave unnendur styðja svo sem sannir ESB unnendur.    

Hrólfur Þ Hraundal, 10.11.2018 kl. 15:18

9 identicon

Rétt athugað Hrólfur.  Ivesave, taka tvö er hafin á nýjan leik, með Orkugapastokknum.  Við munum berjast af sama eldmóðnum gegn honum og Icesave gapastokknuþ.  Við brutum þar þingið á bak.  Við gerum það aftur, leikandi létt, en bara ef við erum einbeittir í dirfsku okkar, fyrir sjálfstæði lands og þjóðar.  Tökum þá einu orustu sem nú skiptir sjálfstæði þjóðarinnar öllu máli.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 10.11.2018 kl. 15:37

10 identicon

Og munum, að frá Guðna Thorlaciusi er enga liðveislu að fá.  Hann er, og var, í liði andstæðinga okkar.  Því þarf einbeitta leiftursókn næstu daga og fram að þinglegri meðferð í febrúar.  Sókn, leiftursókn, er besta vörnin.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 10.11.2018 kl. 15:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 3418264

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband