10.11.2018 | 17:18
Alvarleg hugleiðing í Mogga:
en hæfilega hátíðleg er í Reykjavíkurbréfi Davíðs:
"Ósköp er notalegt
að fá enn eina staðfestinguna á því að ástandið í þjóðfélaginu gefi ekkert tilefni til alvarlegrar og málefnalegrar umræðu á þjóðþinginu.
Háttvirtu hæstvirtan fyrir sér
Átakalínurnar snúast helst um það í augnablikinu hvort eigi að kalla ráðherra hæstvirta og þingmenn háttvirta eins og hefðin býður.
Umræða um þetta er þekkt.
Síðustu áratugi hefur hún oftast farið fram í upphafi kjörtímabils þegar lærlingum í þingstörfum þótti þetta skrítið og fóru hjá sér þegar þingforseti ávítti þá fyrir brot á reglunni.
Var engu líkara en að nýliðarnir hefðu aldrei fylgst með fréttum eða útsendingum frá Alþingi áður en þeim skolaði inn, fullgildir þingmenn. Sérstaklega gat þessi þáttur flækst fyrir sumum þeirra sem lentu í stjórnarandstöðu og þótti erfitt að koma út úr sér orðinu hæstvirtur um ráðherra sem þeir höfðu í kosningum fáum vikum fyrr talið helsta skaðvald og þjóðar óvin.
Kannski hefur einhver þeirra óttast að grasrótin myndi telja að lítið legðist fyrir kappa sem lyppaðist niður fyrir valdsmönnum.
Þegar menn þroskuðust, sem var stundum hægfara ferli, sáu þeir að þessi ávörp voru hluti af tilhlýðilegri þinglegri virðingu sem eðlileg er talin í flestum lýðræðisríkjum. Hún minnir þá sem um stundarsakir eru kallaðir hæstvirtir eða háttvirtir á skyldur og ábyrgð sem starfanum fylgir fremur en að þeir belgist út í þeirri trú að persóna þeirra sjálfra hafi upphafist og það jafnvel með varanlegum hætti.
Ráðherra sem skömmu síðar verður á ný almennur þingmaður veit að nú er hann, venju samkvæmt, háttvirtur og á ekki í neinum bögglingi með að ávarpa þann sem situr í stólnum núna sem hæstvirtan.
Það er sem sagt verið að fjalla um starfann, skylduna og ábyrgðina en ekki manninn.
Efnt til illinda þegar samstaða var málið
Fall íslensku bankanna þriggja var mikið. En þeir áttu í þeim efnum samleið með hundruðum og jafnvel þúsundum annarra banka víða um heim og þá ekki síst á Vesturlöndum þar sem kerfi einkabanka er ráðandi. Þá var mikilvægast alls að þjappa þjóðinni saman. Það var viðbótarólán að ósvífnir pólitískir lukkuriddarar komust að í skjóli múgsóeirða og reyndu að nota það skipbrot, til að ná pólitískum markmiðum sem höfðu ekkert með áfallið að gera.
Engar aðrar þjóðir fóru þá leið. Engu ríki datt í hug að kollvarpa bæri stjórnarskrá landsins síns af slíkum ástæðum. Ekkert benti til þess að ákvæði hennar hefðu stuðlað að þessu bankalega óláni.
Bankakerfi á barnsskóm
Það vill gleymast að einkarekið bankakerfi hafði aðeins verið til sem meginregla á Íslandi í rúman hálfan áratug.
Það virtist í fyrstu vera yfirgengileg hundaheppni að það væri að taka sín fyrstu skref í átt að því sem annars staðar tíðkaðist nákvæmlega á þeim tíma þegar alþjóðvæðingin var að breyta öllum leikreglum og framboð fjár var meira en lengi hafði sést.
Einhverjir lásu þetta vitlaust og töldu að séríslensk gen og einstök snilld sem varðveist hefði nyrst í ísköldum sjó hefði eitthvað með þetta að gera.
Staðan á lánsfjármörkuðum var þannig þá að það hefði þurft stórbrotna staðfestu til að sækja sér ekki hvern hnefann á fætur öðrum og lána það áfram án mikillar varfærni. Þannig mátti margfalda stærð banka á örfáum árum.
Og nú vita menn, sem endurskoðendur bankakerfisins segjast ekki hafa vitað þá, að algjörlega ástæðulaust þótti að sýna hefðbundna gát um útlán. Og þegar við þetta óvenjulega ástand bættist að áhættufíklar höfðu komið sér í þá stöðu að ábyrgðarmenn bankanna gátu ekki sagt nei við þá, varð staðan smám saman ósjálfbær. Sá þáttur kom ekki í ljós fyrr en allt of seint.
Sakbendingar
Atburðarásin sú laut sama lögmáli og lýsir sér í mörgum fréttum af starfi slökkviliða. Þegar slökkviliðið kom að var allt alelda. Slökkvistarfið gekk vel en þegar því lauk var allt brunnið sem brunnið gat. Leyndur eldur sem blossar upp í óviðráðanlegri mynd er ógnvaldur allra slökkviliða. Almennt er slökkviliðinu aldrei kennt um brunana, enda þarf mikla ósvífni til þess. En það var reynt og þeir sem síst skyldi kostuðu það.
Stjórnarskráin líka
Og svo komu enn furðulegri tilþrif. Í mekkinum eftir hrun, þegar enginn sá út úr augum, var ákveðið að kenna stjórnarskránni um það líka að þrír bankar risu ekki undir sjálfum sér. Hin raunverulega ástæða þess að sótt var að alsaklausri lýðveldisstjórnarskránni kom ekki í ljós strax. Í uppnáminu voru þeir auðvitað til sem lögðu trúnað á spuna loddaranna sem bankafallið og skipulögð múgæsing skolaði í ráðherrastóla. En smám saman varð flestum ljóst að þetta var angi af öðru máli.
Það átti að nota áfallið sem þjóðin var í til að troða henni inn í ESB og leggja helsi evrunnar á hana. Eftir það fengi hún aldrei brotið sig lausa. En vandinn var að stjórnarskráin leyfir ekki aðild. Því varð að gera breytingar á henni hvað sem það kostaði. Það hefði þjóðin aldrei samþykkt ef hin raunverulega ástæða væri gefin upp. Þess vegna var sett á svið leikrit, mikið og ómerkilegt.
Kynt var undir kröfu þjóðarinnar um nýja stjórnarskrá vegna hrunsins. Slembiúrtak þjóðarinnar var sent í dagpart í Laugardalshöll og þar fór fram ótrúlegt skrípó. Engar raunverulegar umræður. En við hvert borð sat tugur manna saman með umræðustjóra sem skrifuðu stikkorð á blað! Og öll borðin án þess að nokkur almenn umræða færi fram komu upp með sömu stikkorðin, sem ekki var undarlegt. En það var tekið eins og mikilvæg skilaboð í andaglasi. Þetta hefði eins getað verið í leikskóla eins og undirbúningur á breytingum á stjórnarskrá landsins.
Engum var sagt að allt sem þetta leikrit snerist um var að ná því fram að breyta stjórnarskránni, svo hægt væri að þrýsta þjóðinni inn í ESB á meðan hún væri enn í sjokkinu eftir hrun.
Loftið hreinsast
Eftir því sem umræðan verður jarðbundnari treysta sífellt færri sér til að neita því að forsenda bjargræðis eftir hrun var sú að Ísland hefði ekki verið bundið á klafa evru eins og Grikkir, en hefði eigin mynt og nægilegt fullveldi enn þá til að taka sjálfstæðar ákvarðanir fyrstu vikurnar eftir að bankarnir féllu og það gegn áköfum mótmælum Seðlabanka evrunnar og því miður Breta undir forystu Gordons Brown. Slíkar ákvarðanir hefðu ella verið óhugsandi.
Þær hefðu með sama hætti verið óhugsandi og óframkvæmanlegar ef ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hefði verið komin að á þeim tíma. Eftir það hefðu Íslendingar verið klossfastir í gildrunni og engu mátt bjarga.
Hrun kallar á druslur
Sjálfsagt eru einhverjir búnir að gleyma því að ein brýnasta tiltektin eftir hrun var að drusluvæða þingsalinn. Einhverjir bitu það í sig að lágmarkssnyrtimennska í þingsalnum hefði eitthvað haft með það að gera að það varð hér hrun. Nauðsynlegt væri því að karlmenn gengju um með gapandi í hálsinn, en það hlálega er að bindisleysið var einmitt einkennisklæðnaður sem útrásarvíkingar tileinkuðu sér fyrir hrun.
Margir þingmenn hafa svarað kalli um drusluvæðingu þingsalarins vel, en þó ekki allir. Enn sem komið er hefur virðing þingsins þó ekki aukist svo mælanlegt sé, þvert á móti. Í nær öllum þingsölum lýðræðisþinga eru menn óralangt frá því að taka upp klæðaburð útrásarvíkinga í þingsalnum. Danir einir eru skrefinu á undan okkur. Þar sjást þingmenn iðulega á bolnum í ræðustól og í samræmi við góða umhverfismeðvitund hafa sumir ekki verið þvegnir lengi til að spýta ekki sápu í úthöfin.
En jafnvel þetta skref Dana hefur ekki aukið virðingu þingsins þar enn þá svo séð verði. Spurning er þá sjálfsagt sú hvort þeir taki ekki stóra stökkið þar og þingmenn mæti á brókinni og að minnsta kosti einhverja daga í viku með öl og sígarettu í salinn til að endurspegla afslappað andrúmsloftið utan húss. Það gæti gert kraftaverk um trúverðugleikann.
Annað mikilvægt skref
Og hér gætu menn hætt þessu hæstvirtu og háttvirtu sem gæti rétt eins og stjórnarskráin hafa gert útslagið með hrunið. Eftir að því væri sleppt fellur ráðherra og þingmaður sjálfkrafa úr ávarpinu. Þá væri aðeins talað um Kristján, þegar átt væri við sjávarútvegsráðherrann, og ef það dygði ekki til að forða nýju hruni, þá bara Stjáni og væru fleiri en einn Stjáni í salnum þá Stjáni blái (sjálfstæðismaður) til aðgreiningar frá öðrum.
Sjálfgert væri þá að hætta að upphefja þingforseta og hann er alþýðlegur og tæki því vel, þótt það þróaðist fljótt í það að Grímsi gæfi Stjána bláa orðið. Þegar svo væri komið þá ættu líkur á nýju hruni að vera hverfandi.
Hví heggur sá....
En auðvitað væri öruggast að breyta stjórnarskránni svo hún felli ekki fleiri banka. Meira að segja Sjálfstæðisflokkurinn virðist trúa því prakkarastriki upp á stjórnarskrána, því ella væri hann ekki svona þýður í taumi Viðreisnar og Samfylkingar. Viðreisn var í hetjulegri baráttu í þriðja stórmáli þingsins, styrjöldinni miklu gegn mjólkurfernunum, sem flokkurinn telur að ögri Jean Claude Juncker, sem hafi aðrar drykkjuvenjur en mjólkurþambarar.
Í aðdraganda þess að gera enn eina atlögu að stjórnarskránni ætla þessir þrír flokkar að brjóta hana kirfilega áður með því að færa ESB vald sem óheimilt er, ofan á þau stjórnarskrárbrot sem þegar hafa verið framkvæmd í endalausum smáskrefum, eins og bent var á nýlega. Vissulega er ástæðulaust að ætla að forsetinn sem nú situr, þótt mun veikari sé fyrir ESB en fyrirrennarar hans, muni bregðast sjálfum sér og þjóðinni í þessum efnum. Og þjóðinni má treysta verði lagt í Icesave, töku II.
Bjössi og Ásmundur aka eins og ljón
Eitt af þessum þremur stórmálum þingsins síðustu tvo mánuði snýst um akstur Ásmundar Friðrikssonar alþingismanns. Píratar hafa átt erfitt með að sætta sig við að Ásmundur fari ekki hjólandi um Suðurkjördæmi eins og þeir fara um sitt, 101 Reykjavík.
Þeir blása á skýringar Ásmundar um að hann telji sér skylt að vera á ferðinni og ræða málin við sína kjósendur. Píratar benda á að þetta fái ekki staðist því að kosningar séu leynilegar á Íslandi og Ásmundur viti því alls ekki hverjir kusu hann og eigi því enga möguleika á að ræða við sína kjósendur.
Eltast við einelti
Þetta fyrirkomulag hafi einnig leitt til þess að Píratar hafi ekki getað lagt sína eigin kjósendur í einelti og hafi því ekki átt annan kost en að leggja hver annan í einelti, en samkvæmt reglum Pírata sé það mismunun ef eingöngu kjörnir fulltrúar njóti eineltis en ekki allir þeir sem trúnaðarmenn Pírata gætu náð til, væru kosningar ekki leynilegar.
Nú verður því ekki á móti mælt, sem Píratar benda á, að bæði kílómetramælir bifreiðar Ásmundar og þeir reikningar sem þingið greiðir samkvæmt þeim, sýna að þingmaðurinn er á fleygiferð um kjördæmi sitt. En þá vaknar enn ein spurning í þessu stórmáli og hún er þessi: Hvernig fær það staðist þegar kílómetramælir Ásmundar sýnir mun meiri akstur en hjá samviskusömum leigubílstjóra og ávísanahefti þingsins staðfestir mælinguna, að þjóðin sé eftir sem áður algjörlega sannfærð um það, að Píratar séu miklu frekar úti að aka en Ásmundur? En í þessu sambandi kom ábending frá Flokki fólksins, eða Flokki mannsins eða Flokki bílsins, um að þetta vandamál yrði úr sögunni eftir að sjálfkeyrandi bílar kæmust í almenna notkun. Þá gæti Ásmundur sent sinn sjálfkeyrandi bíl fram og til baka til Hornafjarðar til að eiga samráð við hugsanlega kjósendur sína og setið á meðan í matsal þingsins, þar sem Píratar gætu lagt hann í einelti og með þeim hætti hvílt þá sem verið hafa lengst í innanflokkseineltinu hjá þeim.
Og þarna gæti allur hópurinn setið ógreiddur, óþveginn, bindislaus á brókinni á meðan Viðreisn leitaði að mjólkurfernum frá morgni til kvölds og þá þyrfti ekki að gera frekari ráðstafanir til að koma í veg fyrir nýtt hrun.
Þetta gæti því allt farið betur en á horfðist."
Þetta er söguleg yfirferð um langa vegferð. Hún segir sannleikann óþveginn um það kratiska samsæri sem reynt var að framkvæma eftir hrunið.
Það er ekki ólíklegt að einhvern svíði undan eins og þegar menn heyra sárreiðir sannleikann allan í alvarlegri hugleiðingu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 43
- Frá upphafi: 3419716
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 37
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Sannleikann allan í alvarlegri hugleiðingu.
það segir vinur minn Halldór Jónsson verkfr.. Ritari Reykjavíkurbréfs setur fram einn veg sannleikans í sunnudagsmogga. En vegir sannleikans velja sér ýmsa vegi.
Hvar liggur vegur hins eina sannleika?
Af reynslu veit undirritaður að sannleikanum getur verið margvíslegur . T.d má nefna tvo sjálfstæðismenn sem spurðir eru um afstöðu varðandi orkupakka 3. Báðir sjálfstæðismennirnir eru með hinn eina og rétta sannleika, annar vill sannfæra um að hans sannleikur sé hinn eini sanni og rétti, og samþykkja beri orkupakka 3.
Hinn sjálfstæðismaðurinn er einnig með allan sannleikann og segir, að tafarlaust beri að hafna orkupakka 3.
Eftir situr hlustandi sem setið hafði með lokuð augu og galopin eyru. Hann hrekkur upp og spyr sjálfan sig.
Hvar er sannleikurinn??
Eðvarð L. Árnason (IP-tala skráð) 10.11.2018 kl. 20:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.