Leita í fréttum mbl.is

Fullskapaður fullveldissali

er Benedikt Jóhannesson Viðreisnarforkólfur. Hann skrifar í Mogga:

"Einu sinni ætlaði lítil þjóð að leggja heiminn að fótum sér. Á örfáum árum var hún orðin slíkt stórveldi í viðskiptum að leigubílstjórar austan hafs og vestan töldu víst að hér væri rekin umsvifamikil þvottastöð fyrir rússneska peninga. Forseti Íslands taldi útrásina rökrétta niðurstöðu af Íslandssögunni og skýrði velgengni hennar í löngu máli hjá Sagnfræðingafélaginu í upphafi árs 2006. Hann hafnaði því að hún væri byggð á sandi:

„Útrásin er þó staðfesting á einstæðum árangri Íslendinga, fyrirheit um kröftugra sóknarskeið en þjóðin hefur áður kynnst, ekki aðeins í viðskiptum og fjármálalífi heldur einnig í vísindum, listum, greinum þar sem hugsun og menning, arfleifð og nýsköpun eru forsendur framfara.“

Fáir vildu þó hjálpa þessari einstæðu þjóð þegar ríkisstjórnin leitaði aðstoðar í aðdraganda Hrunsins. Bandaríkjamenn höfðu verið helstu bandamenn Íslendinga um árabil, en þeir vísuðu ráðamönnum á dyr. AGS kom okkur loks til hjálpar eftir að ósköpin dundu yfir.

Þessir atburðir hefðu átt að verða til þess að þjóðin hugsaði vel hver staðan yrði í framtíðinni þegar hún yrði næst hjálparþurfi. Tilburðir í þá átt hafa verið fálmkenndir eins og Baldur Þórhallsson prófessor rekur í merkilegri nýrri bók sinni um stöðu smáríkja.

Baldur skrifar um mikilvægi þess að lítil ríki hafi efnahagslegt, pólitískt og félagslegt skjól. Fram að þessu hafa Íslendingar fyrst og fremst hugsað um pólitískt og hernaðarlegt skjól. Hrunið sýndi glöggt að það er ekki nóg.

Á sínum tíma hikuðu Íslendingar ekki við að ganga til margvíslegs samstarfs við nágrannalönd og önnur ríki. Hagur Íslands af þátttökunni hefur oft verið vanmetinn. Norðurlandasamvinna er enn þann dag í dag mikilvæg stoð, því að þangað sækja Íslendingar bæði menntun og menningu. Baldur telur félagslegt skjól af þátttöku í Evrópusamvinnu líka vera mun umfangsmeira en gert var ráð fyrir í upphafi.

Bjarni Benediktsson eldri var varfærinn en víðsýnn stjórnmálamaður. Hann sagði í ræðu á tímum kalda stríðsins: „Okkar gamla vernd – fjarlægðin – er úr sögunni.“ Hann hélt áfram: „Athafnaleysið, blint og skilningssljótt á atburði umheimsins, er vísasti vegurinn til að leiða [hörmungar] yfir okkur. Íslendingar munu leitast við að tryggja öryggi sitt á þann veg, að á landi hér geti lifað um alla framtíð frjáls og farsæl íslensk þjóð.“

Bjarni talaði um hernaðaröryggi, en nú höfum við lært að efnahagslegt og félagslegt öryggi er ekki minna virði. Við þurfum að velja okkur stað sem best veitir slíkt öryggi.

Því er eðlilegt að við stígum skrefið til fulls og fáum sæti við borðið í Brussel þar sem ákvarðanir eru teknar, en látum okkur ekki nægja að vera þiggjendur í þeirri samvinnu."

 

Þá hafa menn virðingu Benedikts og Viðreisnarflokkssins  fyrir Fullveldinu á 100 ára afmælinu.

Fullskapaður framsalsvilji fullveldisins.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Benni lætur sér ekki segjast, enda sækir hann sína speki fyrst og fremst til eins mesta ESB aðdáanda landsins, Baldurs Þórhallssonar.

Það var þó fyrst og fremst fyrir tilstilli EES samningsins, fyrsta skrefinu inn í ESB, sem hrunið gat átt sér stað, á þeim skala sem það varð. Vegna EES samningsins var okkur uppálagt að taka hér frjálst flæði fjármagns til og frá ríkjum ESB. Einnig var okkur uppálagt að bankakerfið skildi einkavætt.

Þegar síðan misindismenn höfðu náð taki á bankakerfinu, var eftirleikurinn einfaldur. Með frjálsu flæði fjármagns, gátu þessir menn flutt fé bankanna milli landa án þess að nokkrar hömlur væri þeim settar. Þá gátu þeir í nafni íslenskra banka stofnað banka erlendis og jafnvel innlánsreikninga eins og ICESAVE. Reyndar er með öllu óskiljanlegt hvernig fólk erlendis gat látið blekkjast af þeim reikning, en það er önnur saga.

Það var því, eins og áður segir, fyrir tilstuðlan EES samningsins sem bankahrunið gat átt sér stað. Sem betur fer var einungis búið að stíga þetta eina skref til ógæfunnar, og við því enn ekki alveg fastbundin ESB. Það varð okkur til happs.

Ef næsta skref hefði verið komið og við orðin aðildarríki ESB, haustið 2008, værum við  Íslendingar enn að sleikja dauðann úr skel. Svo einfalt er þetta nú, Halldór minn.

Nú eru hins vegar blikur á lofti. Í mogganum í dag er sagt frá því að lagning sæstrengs til Bretlands sé komin lengra á veg en áður hefur verið haldið fram og ekki lýgur mogginn. Þetta skýrir þann ákafa sem sumir ráðherra flokksins, fyrst og fremst þó Þórdís Gylfadóttir, hafa sett í þetta mál og hvernig hún velur að hundsa allar ráðleggingar þeirra sem benda á skelfingu af slíkum streng. Hún hengir sig á álit eins lögfræðings, sem hann tók einungis tvo daga til að semja, en lætur orða allra annarra sem vind um eyru þjóta.

Náist henni takmark sitt og Alþingi samþykkir 3. orkupakka ESB, þurfum við vart að kemba hærurnar. Þá þarf ekki heldur að sækja um inngöngu í ESB, einungis að senda einn til tvo ráðherra til að skrifa undir afsalið fyrir Ísland. Þetta er huggulegt á eitthundrað ára afmæli sjálfstæðis okkar.

Kveðja

Gunnar Heiðarsson, 10.11.2018 kl. 19:50

2 identicon

Heyr, heyr Gunnar Heiðarsson.  Athugasemd þín er beint í mark. 

Það er hins vegar óþarfi hjá Halldóri að láta sem hann hafi aldrei vitað um eineittan ESB vilja Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata.  Við höfum alltaf vitað um einbeittan brotavilja þeirra hvað fullveldisafsalið varðar.

En við spyrjum á hvaða vegferð ESB orkumálapakka ráðherrar Sjálfstæðisflokksins eiginlega eru?  Bjarni og litlu mýsnar hans, sem læðast. Og hvað er Gulli að gera, ræða við Breta um IceLink.  Launráðin eru nú helst brugguð hjá ráðherrum Sjálfstæðisflokksins ... og það veit Halldór mæta vel, en þegir nú um það.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 10.11.2018 kl. 20:06

3 identicon

Og nú skal minnt á hið fornkveðna:

- Margt er líkt með skyldum -

Og gildir það enn í dag og vert að minnast þess nú hvað þá Benedikt, Björn og Bjarna varðar.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 10.11.2018 kl. 20:21

4 identicon

Og þar sem Gunnar minnist á EES samning Viðeyjar stjórnar Davíðs og Jóns Baldvins, þá skal á það bent að þeir báðir vara nú mjög við 3. orkumálapakkanum og Jón Baldvin hefur beilínis sagt að okkur beri engin skylda til að innleiða hann, enda erum við ekki tengd við evrópska orkumarkaðinn. 

En á sama tíma brugga ráðherrar Sjálfstæðisflokksins launráðin og undirbúa lagningu sæstrengs ... nei, ekki lýgur mogginn.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 10.11.2018 kl. 21:04

5 identicon

Þær eru verstar, mýsnar sem læðast, og stinga gamla flokksmenn rýtingsstungum í bakið.

Ég get líka orðað það svona Halldór minn:

Fremur vil ég glíma við alvöru djöfla, heldur en við skinhelga og lævísa púka forystunnar.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 10.11.2018 kl. 21:20

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Já en glíman er við þessa alvöru Símon Pétur, sem virkja forsendulausa mikilmennsku þeirra sem girnast sæti við háborð ESB.  Treysti eldheitum ´Ættjarðarsinnum. 

Helga Kristjánsdóttir, 11.11.2018 kl. 01:13

7 identicon

Já, Helga, við munum hafa sigur ef við tökum slaginn strax, hraða, harða og vægðarlausa sókn gegn þeim sem eru með einbeittan brotavilja til að stinga þjóðina rýtingsstungu í bakið.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 11.11.2018 kl. 01:39

8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Einmitt strax!

Helga Kristjánsdóttir, 11.11.2018 kl. 01:51

9 identicon

Við eldheitir ættjarðarsinnar munum berjast og við verðum að bera gæfu til að hamra bara á þessu máli, allt þar til sú mikla orusta vinnst, fyrir sjsjálfstæði og fullveldi lands og þjóðar.  Halldór og Styrmir og miklu fleiri munu finna sig knúna til að berjast með okkur, gegn margupplýstum og afhjúpuðum laun- og svikráðum forystusveitar Sjálfstæðisflokksins, deep state svikseminnar.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 11.11.2018 kl. 02:55

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Tek hér undir með þér, Símon Pétur, öllu þínu máli, og ekki er Gunnar Heiðarsson síðri í sinni greiningu vandans. Heill ykkur öllum, fullveldissinnum, á þessum síðustu metrum fyrir okkar fullveldis-hátíðardag, sem rennur upp eftir aðeins 20 daga.

Betra væri þá forystumanni Sjálfstæðisflokksins að dúsa í Flórída heldur en að mæta óheill til leiks á Austurvelli 1. desember!

Jón Valur Jensson, 11.11.2018 kl. 03:29

11 identicon

Hina fullkomnu fullveldisafsalssinna er að finna í forystusveit Sjálfstæðisflokksins.  Þetta veit Halldór, þetta veit Styrmir, þetts veit Davíð.  Ég bið þá um að þegja ekki um það.  Ég bið þá um að hamra á landsfundarályktun flokksins og að kjörnum fulltrúum flokksins beri að fara að vilja landsfundar, einnig lævísum formanni og ráðherrum flokksins.  Því, ef ekki, sé Sjálfstæðisflokkurinn endanlega hruninn og fullveldi og sjálfstæði þjóðarinnar einnig hrunið. 

Eftir standi Ísland sem hjálenda erlends valds, framkvæmt af leppum og hirðstjórum úr hópi núverandi ráðherra hins svokallaða Sjálfstæðisflokks, hinna fullkomnu og djöfullega slægu fullveldisafsalssinna?  Og horfið til þess sem hér ríkti um aldir, þegar hluti þjóðarinnar drapst í harðindum, var nauðgað, drekkt í hyljum, brennd á báli og þeim sem lifðu af voru flestar bjargir bannaðar, undir hæl innlendra leppa erlends valds. 

Er það virkilega það sem stuðningsmenn og félagar í Sjálfstæðisflokknum vilja?  Ætla þeir bara að þegja, og röfla bara um einhverjs vitleysinga á sokkaleistunum?  Taka undir fíflapólitíkina og verða þar með mestu fíflin sjálfir, meðan forysta þeirra eigin flokks afsalar fullveldi lands og þjóðar????

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 11.11.2018 kl. 12:46

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

Öflugur ertu, Símon Pétur, og orð þín ekki innantóm!

En hvers virði er eitt kjörtímabil landsölumönnum, þegar þeir mega vita, að þeir fá ekki að njóta annarra slíkra til valda og áhrifa? Því að þjóðin skilur fyrr en skellur í tönnum.            

Jón Valur Jensson, 11.11.2018 kl. 16:17

13 identicon

Takk sömuleiðis Jón.  Þú berst af góðum krafti.

Og já, þjóðin skilur fyrr en skellur í tönnum.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 11.11.2018 kl. 17:23

14 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Komment sem ég birti á síðu Gunnars Heiðarssonar...

"Sæll Gunnar og þakka þér fyrir góðan pistil og

svo óhugnalega sannan.

Því miður er það svo, að á þing hefur sópast inn

allskonar lið, sem enga virðinug hefur fyrir landi og þjóð.

Það heldur að þingmannaeiðurinn sé eitthvað sem þarf

að samþykkja til að komast á spenann/laun.

Því miður Sigurður Bjarklin, þá er þetta forseta efni

okkar sneytt öllu því sem að ÓRG hafði.

Hann mun skrifa undir allt, sem frá þingi kemur,

enda ESB/EU maður fram í fingurgóma.

Þetta vita þeir og stóla á, sem vilja Íslandi illt.

Gleymum ekki hans skrifum eftir hrun, hvernig hann

reyndi að réttlæta ICESAFE á þjóðina.

Enda fékk hann, sem Símon Pétur frá Hákoti orðaði

snilldarlega "ritdrullu"

Svo einfallt og sorglegt er það."

Ennþá sorglegra er það, að það virðist sem forystusveit

Sjálfstæðiflokksins ætli sér að koma þessu í geng.!

Er ekki bar næst að leggja niður landsfund, því greinilegt

er, að þar sem þar er samþykkt skiptir ekki máli...???

Sigurður Kristján Hjaltested, 11.11.2018 kl. 17:49

15 identicon

Heill og sæll og vel mælt Sigurður Kr. Hjaltested.

En mig langar bara að leiðrétta eitt orð, þar sem þú vitnar í mig.  Ég er svo penn og kurteis maður að ég myndi aldrei segja einhvern hafa verið með ritdrullu, en ritræpu Guðna Thorlaciusar nefndi ég.  Mér finnst blæbrigðamunur á þessum tveimur orðum, enda þótt merkingin sé í grunnatriðum sú sama, líkt og flestum er kunnugt um :-)

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 11.11.2018 kl. 18:00

16 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Fyrirgefður Símon, en "drulla" og "ræpa"

fyrir mér er það næstum því sama...coolcoollaughinglaughing

M.b.kv.

Sigurður Kristján Hjaltested, 11.11.2018 kl. 18:23

17 identicon

Ekkert mál Sigurður minn.

Annars vekur það nú meiri undrun mína að sjá þá Björn Bjarnason og Guðna Thorlacius keppast sem mest um að mæra arftaka Merkel, keisara Macron.  Slefan slitnar ekki á milli þeirra í froðufellandi aðdáuninni á næsta keisara ESB, Emanuelle Macron.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 12.11.2018 kl. 11:33

18 identicon

Það er og full ástæða til að vitna hér og til orða Jóhannesar Laxdal, orða sem hann ritaði sem athugsemd við pistil hjá Palla Vill. 

Og ég spyr, er Halldór Jónsson virkilega sáttur við Bjarna Ben og Óla Björn undir handarjaðri Þistilfirðingsins Steingríms J., lepps AGS á tíma helferðarstjórnarinnar þegar Magma ævintýrið reis hæst varðandi HS Orku? 

Geta þessir ræflar ekkert nema með aðstoð Þistilfjarðarviðrinisins, skattheimtu græna júrókommans, er það flokkurinn þinn Halldór Jónsson?:

Útlendingar utan ESB hafa nú þegar tryggt sér aðganga að virkjunum hér á landi í gegnum HS Orku.  Þegar blautur draumur Óla Björns og Bjarna Ben um einkavæðingu Landsvirkjunar og Landsnets, rætist þá mun ekkert stoppa þessi áform um sæstrenginn.

Varðandi virkjanir þá er öruggt að allt verður virkjað sem ekki er nú þegar í verndunarflokki.  Og því miður þá er alls ekki búið að tryggja verndun þeirra svæða sem þó á að vernda samanber hálendið sunnan Drangajökuls sem á að sökkva undir Hvalárvirkjanirnar sem HS Orka er að undirbúa.  

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 10.11.2018 kl. 23:44

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 12.11.2018 kl. 12:21

19 identicon

Tilvitnunin í Jóhannes kemur hér:

Útlendingar utan ESB hafa nú þegar tryggt sér aðganga að virkjunum hér á landi í gegnum HS Orku.  Þegar blautur draumur Óla Björns og Bjarna Ben um einkavæðingu Landsvirkjunar og Landsnets, rætist þá mun ekkert stoppa þessi áform um sæstrenginn.

Varðandi virkjanir þá er öruggt að allt verður virkjað sem ekki er nú þegar í verndunarflokki.  Og því miður þá er alls ekki búið að tryggja verndun þeirra svæða sem þó á að vernda samanber hálendið sunnan Drangajökuls sem á að sökkva undir Hvalárvirkjanirnar sem HS Orka er að undirbúa. 

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 12.11.2018 kl. 12:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 3419716

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband