Leita í fréttum mbl.is

Að trúa á stokka og steina

sæbrautfremur en mislæg gatnamót er það sem fram fer í höfðum Borgarstjórnarmeirihlutans í Reykjavík.

Maður horfir á grjótgarðana sem hann reisir meðfram Miklubrautinni og hugsar svo um hugmyndir hans um að byggja neðanjarðarmannvirki fyrir brautina með neyðaraðkomum  slökkviliðs og sjúkrabíla,og líklega mathalla líka, auk vélrænnar loftræsingar,  í stað þess að leysa umferðarmálin við Kringluna á svona einfalda máta sem á myndinni sést, þá undrast maður hugmyndaflugið. Það er ótrúlega mikið af fjármunum og hugviti sem menn geta beitt til að komast að óhagkvæmustu lausninni fyrir allan almenning.

Það er skelfilegt til þess að vita að þessi meirihluti er að reyna sitt ýtrasta til að framkvæma óafturkræf skref í umferðarmálum höfuðborgarsvæðisins með  því að gefa einkaaðilum ótakmarkað veiðileyfi á skuldsettan Borgarsjóð við Kringluna. Hann reynir að láta vatnið renna upp í móti með því að berjast fyrir hundraðmilljarða Borgarlínu sem er fyrirfram dauðadæmd því að fólkið vill hafa einkabílinn sem sitt farartæki. Það er ljóst öllum öðrum en fólkinu sem er í meirihlutanum.

Hann trúir á stokka og steina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 10
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 63
  • Frá upphafi: 3418388

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 59
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband