Leita í fréttum mbl.is

Staðfastur formaður

Sjálfstæðisflokksins í fullveldismálum er Bjarni Benediktsson.

Allskyns skrifarar eru að væna formanninn um óheilindi gagnvart Evrópumálunum og að hann jafnvel sé í liði með fullveldissölunum í Samfylkingarflokkunum. Ekkert er fjarri lagi. 

30.01.2013 sagði Bjarni á Alþingi:

"Það verður ekki annað séð en að meiri­hluti nefnd­ar­inn­ar sé að opna fyr­ir það að þingið geti án þess að það verði borið und­ir þjóðina tekið ákvörðun um að fram­selja rík­is­vald til alþjóðastofn­ana sem við Íslend­ing­ar eig­um ekki aðild að,“ sagði Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, á Alþingi í dag í ann­arri umræðu um frum­varp til nýrr­ar stjórn­ar­skrár.

Vísaði Bjarni þar til meiri­hluta stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar þings­ins og ákvæða frum­varps­ins um ut­an­rík­is­mál. Benti hann á að í grein­ar­gerð með frum­varp­inu segði að þetta væri hugsað til þess að greiða fyr­ir eðli­legri þróun sam­starfs­ins um Evr­ópska efna­hags­svæðis­ins.

„Það er mín skoðun að hér sé ekk­ert annað á ferðinni held­ur en full­kom­in eft­ir­gjöf gagn­vart óþolandi kröf­um Evr­ópu­sam­bands­ins um að við fram­selj­um til stofn­ana, sem við eig­um enga aðild að og starfa á grund­velli ESB-sátt­mála, rík­is­vald og þannig verði horfið frá tveggja stoða kerf­inu sem EES-sam­starfið hef­ur ávallt byggst á,“ sagði hann.

Bjarni beindi orðum sín­um til Val­gerðar Bjarna­dótt­ur, þing­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og for­manns stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar, og spurði hvers vegna í ósköp­un­um nefnd­in væri að leggja til að ekki yrði áfram starfað á grund­velli tveggja stoða kerf­is­ins.

Skír­skotaði hann þar til þess fyr­ir­komu­lags að Ísland og önn­ur aðild­ar­ríki EES sem standa utan Evr­ópu­sam­bands­ins heyra ekki und­ir vald fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins og dóm­stóls þess held­ur sér Eft­ir­lits­stofn­un EFTA (ESA) og EFTA-dóm­stóll­inn um eft­ir­lit með fram­kvæmd EES-samn­ings­ins gagn­vart þeim.

Val­gerður svaraði því til að upp kæmu at­vik þar sem ekki næðist sam­komu­lag um að byggja á tveggja stoða kerf­inu. Þar hefði Alþingi verið að leika sér á gráu svæði með til­liti til stjórn­ar­skrár­inn­ar. Bjarni vísaði þess­um um­mæl­um á bug og sagði skýrt að framsal valds til stofn­ana sem Ísland ætti ekki aðild að væri brot á stjórn­ar­skránni.

„Þetta er ekk­ert annað en und­ir­gefni við óþolandi kröf­ur Evr­ópu­sam­bands­ins sem menn eiga að mæta af hörku eins og ávallt hef­ur verið gert fram til þessa, á til dæm­is við um banka­til­skip­un­ina sem núna er í far­vatn­inu, og það er ekk­ert hægt að tala svona um það að við höf­um verið að leika okk­ur á ein­hverju gráu svæði,“ sagði Bjarni enn­frem­ur."

Fólk ætti að hafa meiri áhyggjur af öðrum stjórnmálamönnum en Bjarna Benediktssyni þegar kemur að varðveislu fullveldis Íslands á 100 ára afmæli þess.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband