Leita í fréttum mbl.is

Tryggvi Gíslason

skólameistari á Akureyri er með snöggtum geðslegri tillögu en Steingrímur J. Sigfússon talaði fyrir í sjónvarpinu í fyrradag.

Tryggvi segir;

" Fjölga á aðstoðarmönnum þingflokka á Alþingi um sautján til þess að auka virðingu þingsins, að því er Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, sagði í fréttum í gær. 

Virðing Alþingis hefur aldrei verið minni, þannig að sannarlega er þörf á að auka virðingu þess.  Endurheimt virðingar Alþingis felst hins vegar ekki í því að fjölga aðstoðarmönnum þingflokkanna heldur í því að bæta störf,hegðan og framkomu alþingismanna.

 

Íslendingar eru fámenn þjóð og vafamál hvort við höfum hæfan mannafla og fjármuni til þess að halda uppi svo fjölmennu þingi með 63 alþingismönnum.  

Sé borinn saman fjöldi þingfulltrúa í Danmörku, Noregi og Svíþjóð ættu alþingismenn á Íslandi að vera 10 talsins miðað við fólksfjölda og sé litið til Bretlands og breska fulltrúaþingsins ættu alþingismenn á Íslandi að vera sjö.

Með því að fækka alþingismönnum um helming og hækka laun þeirra um helming mætti fá hæfara fólk til þessara mikilvægu starfa. Þannig væri einnig unnt að spara ríkissjóði yfir tvo milljarða króna í rekstrarútgjöldum á ári.  

Með fækkun alþingismanna væri einnig unnt að hætta við fyrirhugaða skrifstofubyggingu fyrir Alþingi, sem er í burðarliðnum, en í frumathugun Framkvæmdasýslu ríkisins er mælt með því að ráðast í skrifstofubyggingu á Alþingisreitnum.  Samkvæmt þarfagreiningu og húsrýmisáætlun er þörf fyrir um 5.000 m² nýbyggingu ásamt um 750 m² bílakjallara – bílakjallara!

Byggingarkostnaður er áætlaður 2.588 milljónir króna, en þá er ekki tekið tillit til verðbóta og kostnaður vegna skrifstofu- og tækjabúnaðar.  Þarna væri því unnt að spara um þrjá milljarða í byggingarkostaði og um einn milljarð á ári í rekstrarkostnaði. Alls nemur árlegur rekstrarkostnaður, sem spara mætti með þessum hætti, um þremur milljörðum króna."

Hversvegna þarf Entrophian í stjórnsýslunni  bara að vaxa? Af hverju er ekki hægt að fara leið Tryggva? 

Ég vildi að málsmetandi maður eins og til dæmis Óli Björn sem einn fárra vill minnka kostnað myndi tjá sig um þetta mál. Það er óþarfi að búast við undirtektum frá kerfismönnum af vinstri kantinum. Þeir geta aldrei hugsað sér að minnka opinberan kostnað né hugsað sér að þeir sjálfir gætu misst sig. 

Tryggvi Gíslason hefur lagt til vitræna tillögu og rökstutt hana kostnaðarlega.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Málum, sem þarfnast mikillar yfirlegu, reglugerða og hafa víðtækar afleiðingar, fækkar ekki í hlutfalli við íbúafjölda. 

Ef beita á höfðatölureglunni verður útkoman sú, að miðað við fjölda þingmanna í Bandaríkjunum þurfi bara einn þingmann í hálfu starfi á Íslandi, því að Bandaríkjamenn eru þúsund sinnum fleiri en Íslendingar.

Slík línuleg tengsl eru augljóslega fráleit. 

Það hefur verið kannað vísindalega hvert hlutfallið á milli íbúafjölda og kjörinna fulltrúa sé eðlilegt, og fundin út formúla, og þá kom í ljós að þingmannafjöldinn á Íslandi er eðlilegur.  

Ómar Ragnarsson, 13.11.2018 kl. 20:01

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Það væri alveg nóg að hafa mig einan. Þú gætir kannski sótt um aðstoðarmannsstöðu.

Halldór Jónsson, 13.11.2018 kl. 21:17

3 identicon

Ég sting upp á þriggja manna öldungaráði til þess að stjórna Íslandi: Halldór Jónsson, Jón Baldvin og Ómar Ragnarsson.laughing

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 13.11.2018 kl. 21:52

4 Smámynd: Halldór Jónsson

já ég gæti sosum umborið þá ef þeir væru stilltir og hlýddu mér þegar ég þarf þess þjóðarinnar vegna-eða þannig

Halldór Jónsson, 13.11.2018 kl. 22:19

5 identicon

Æ, ég gleymdi "heilagri Jóhönnu".cry

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 13.11.2018 kl. 22:51

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Í alvöru má fækka þingmönnum og aðstoðarmönnum á tímum Google. Það er allstaðar verið að gera meiri kröfur til allra um vubbu framlag, Af hverju sífellt minni til kjörinna fulltrúa?  

Halldór Jónsson, 15.11.2018 kl. 10:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband