Leita í fréttum mbl.is

Öreigar allra landa-sameinist

Sólveig Anna Jónsdóttir Múla Árnasonar sver sig í gömlu byltingarćttina.

Hún segir í rćđu hjá VG:

" Viđ búum inní fáránlegri veröld, veröld pólitískrar stöđnunar ţar sem múrar hafa veriđ reistir utan um hugmyndaheiminn og honum lokađ af, ekkert er í bođi annađ en meira af ţví sama jafnvel ţótt fólki um víđa veröld bjóđi viđ og hafni alfariđ nýfrjálshyggjunni og ţeirri mannkynssögulegu risalygi sem hún er grundvölluđ á; ađ öllum sé best borgiđ međ ţví ađ leyfa fámennum hópi ađ ákvarđa efnahagslega stefnu en af ţví ađ viđ búum inní heimi nýfrjálshyggjunnar sem hefur í kjarnsýrunum sínum uppnám og óstöđugleika erum viđ undirseld einhverskonar félagslegri and-stöđnun, ţar sem gólfiđ sem viđ stöndum á er á sífelldri hreyfingu, ţar sem viđ verđum ađ hlaupa ć hrađar til ţess eins ađ standa í stađ, ţar sem góđćri og niđursveiflur spilast út til skiptis međ ć geigvćnlegri auđsöfnun alţjóđlegrar yfirstéttar, ţar sem fjármálavćddur alţjóđakapítalismi rekur af stađ risavaxna hópa vinnuafls á milli landa til ađ leita sér ađ afkomu sem dugir til ađ komast af á, ţar sem velferđarkerfin eru rekin á vinnu láglaunakvenna, ţar sem óstöđugleikinn er raunveruleikinn, ţar sem draumar eru ekki lengur í bođi fyrir vinnuafliđ og ţeim tekiđ af móđursýki og vanstillingu fólks sem getur ekki séđ fyrir sér efnahagslegt réttlćti en á í engum erfiđleikum međ ađ lifa í veröld arđráns og kúgunnar.

Viđ stöndum frammi fyrir allskonar vandamálum, tilkomnum vegna ţess ađ hagsmunir ađeins eins hóps hafa veriđ látnir ráđa för í veröldinni. Viđ stöndum frammi fyrir afleiđingum ţess ađ í stađ ţess ađ ţeim sem leiddu efnahagslegar hörmungar yfir evrópska alţýđu vćri refsađ, kapítalistunum, var alţýđan látin finna fyrir refsivendinum, međ öllu ţví samfélagslega uppnámi sem ţví fylgir ţegar stórir hópar eru látnir bera ómanneskjulegar byrđar, og viđ stöndum frammi fyrir ţví ađ umhverfisváin er einfaldlega ekki leysanleg ef viđ getum ekki leyst ţađ verkefni ađ sjá til ţess ađ gćđunum sé rétt skipt í samfélaginu. Ađeins samfélag sem gćtir ađ efnahagslegu réttlćti er fćrt um ađ takast á viđ ţetta risavaxna verkefni sem viđ verđum ađ takast á viđ.

Ţađ er augljóst ađ ţađ er ekki lengur hćgt ađ leyfa hinum auđugu sem koma innan úr hliđarveruleika fjármagnseigenda ađ halda áfram ađ leggja hinar efnahagslegu línur. Viđ erum stödd í grafalvarlegum stéttaátökum ţar sem yfirstéttin gerir ekkert til ađ draga úr óróa og reiđi fólks yfir öllu ţví óréttlćti sem ţađ er látiđ lifa viđ, heldur sýnir ţvert á móti í auknum mćli forherđingu gagnvart vinnuaflinu."

Ţá hafa menn sáttatóninn sem á ađ fylgja okkur inn í kjaraviđrćđur eftir áramót. Skyldu launţegar landsins vera tilbúnir ađ lúta forystu ţessarar konu sem kosin var formađur í einu stćrsta verkalýđsfélagi landsins međ tíunda hluta atkvćđa félagsmanna? Fara til orrustu undir herblístrum nýkommúnistans Gunnars Smára Egilssonar?

Öreigar allar landa sameinist.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annađ

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband