Leita í fréttum mbl.is

Villuljós Björns og Davíðs

Bjarnasonar og Þorlákssonar.

Þeir segja:

Fyrst Björn:

"Mikill munur er á því sem segir í föstum skoðanadálkum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins um 3. orkupakkann. Ég hallast á sveif með þeim skrifa í Fréttablaðið og vitna til marks um það í tvo þeirra.

Mikill munur er á því sem segir í föstum skoðanadálkum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins um 3. orkupakkann. Ég hallast á sveif með þeim skrifa í Fréttablaðið og vitna til marks um það í tvo þeirra." 

Björn er Evrópusinni og vill greinilega ganga þar inn.

Davíð segir:

" Davíð Þorláksson, lögfræðingur og fyrrv. formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, skrifar bakþanka í dag (21. nóvember) og segir:

„Eins drepleiðinlegt og það kann að hljóma þá kemst enginn upplýstur kjósandi hjá því að setja sig aðeins inn í þriðja orkupakka Evrópusambandsins sem Ísland þarf að innleiða vegna samningsins um Evrópska efnahagssvæðið. Til að einfalda þér lífið þá er þetta það sem þú þarft að vita: Þriðji orkupakkinn mun ekki hafa nein áhrif á almenning á Íslandi, felur ekki í sér framsal á forræði yfir auðlindum, felur ekki í sér framsal valds til ESB og skyldar okkur ekki til að leggja sæstreng. Samt er þessu öllu haldið fram í umræðunni.

Það var gæfuspor að ákveðið var að orkumál yrðu hluti af EES. Fyrsti og annar orkupakkinn hafa fært okkur grundvöll fyrir markað og samkeppni í framleiðslu og sölu á rafmagni. Enda ættu ekki önnur lögmál að gilda um rafmagn en aðrar neysluvörur. Samkeppni lækkar verð og bætir þjónustu. En af hverju er þá þessi hiti út af orkupakkanum? Sumir virðast nota hann sem tylliástæðu til þess að skapa umræðu um útgöngu Íslands úr EES án þess að segja það berum orðum. Og skyldi engan undra enda er vandséð að mikill stuðningur væri við það.

Innganga Íslands í EES er það besta sem hefur komið fyrir Ísland í mjög langan tíma. Útflutningsfyrirtækin, sem eru grundvöllur lífsgæða okkar allra, hafa í gegnum EES aðgang að innri markaði Evrópu. Það er því mikilvægt að ríkið innleiði orkupakkann og standi vörð um veru Íslands í EES en láti það ekki gerast að okkur verði laumað út bakdyramegin“.

Hörður Ægisson viðskiptaritstjóri  segir í leiðara föstudaginn 16. nóvember:

„EES-samningurinn, sem er vissulega ekki fullkominn, er mikilvægasti alþjóðasamningur Íslands. Sú skoðun hefur hingað til verið nokkuð óumdeild. Það er ábyrgðarhlutur, sérstaklega hjá þeim þingmönnum sem ættu að minnsta kosti að vita betur, að standa fyrir þeirri umræðu sem við höfum orðið vitni að, þar sem röngum upplýsingum hefur vísvitandi verið haldið að almenningi. Ef hinn raunverulegi tilgangur með þessu rugli er að setja af stað atburðarás sem felur í sér að Ísland segi sig að lokum frá EES-samningnum þá eiga menn bara að gangast við því. Það er kominn tími til að lyfta þessari umræðu á aðeins hærra plan.“

Þessir menn skauta fram hjá því að gerist Íslendingar aðilar að ACER þá ber þeim styðja ákvarðanir þess.

ACER vill sæstreng.

Ef ESB vill leggja sæstreng á eigin kostnað  þá getum við ekki staðið á móti því. Þar með erum við komnir á samkeppnismarkað Evrópu um Raforku.

Mótmæli þeir þessu ef þeir geta séu þetta villuljós.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Hvar hefur það komið fram að í þessum orkupakka sé að finna einhverja skyldu til þess að lagður verði sæstrengur héðan í trássi við vilja íslenskra stjórnvalda?

Og hvers vegna í ósköpunum ætti Evrópusambandið að fara að fjárfesta í sæstreng hingað? Ég veit ekki til þess að það standi yfir höfuð í slíkum fjárfestingum

Þorsteinn Siglaugsson, 21.11.2018 kl. 22:27

2 identicon

Hér er vert að vitna til góðra varúðarorða JBH á eyjunni.is:

Segist hann aðspurður um þá leið Framsóknar, að hafna innleiðingu og óska eftir undanþágu frá sameiginlegum orkumarkaði EES, að vandinn felist í því að ekki séu öll kurl komin til grafar:

 „Meðan ekki er sæstrengur, stöndum við einfaldlega fyrir utan orkumarkað Evrópu. Í núinu er þetta mál okkur því óviðkomandi. En handan við hornið eru fjárfestar, erlendir og innlendir samstarfsmenn þeirra, sem eygja mikla gróðamöguleika í gegnum sæstrenginn.“

Jón Baldvin segir að leikurinn gæti tapast, ef lagður verði sæstrengur, líkt og hugmyndir eru uppi um:

 „Með sæstrengnum tengjumst við orkumarkaði Evrópu og lútum hans regluverki og stjórnsýslu. Þá er hætt við, að eftirleikurinn sé tapaður. Þá snýst málið um orkufyrirtæki  í framleiðslu og dreifingu í ríkisrekstri með ráðandi markaðshlutdeild –  gegn kröfunni um einkavæðingu.“

Sjálfstæðisflokkurinn skrattinn holdi klæddur

Jóni Baldvin hrýs hugur við því að öfl innan Sjálfstæðisflokksins sjái gróðavon í sæstreng:

„Í einkavæðingunni felst gróðavon fjárfestanna. Það væri algerlega andstætt íslenskum þjóðarhagsmunum og hagsmunum almennings. Þar liggur hundurinn grafinn. Ég veit, að innan Sjálfstæðisflokksins eru sterk öfl, sem eygja mikil gróðatækifæri í þessari einkavæðingu — eins og venjulega með því að öðlast skylduáskrift að tekjum almennings. Enn sem komið er, eru þeir í felum. Þetta er þeirra aðal gróðavon: síminn, fjarskiptin, orkan, vatnið, fiskurinn og þannig mætti áfram telja. Takist þeim þetta, verður Ísland endanlega orðið að bananalýðveldi í Suður-amerískum stíl — verstöð í eigu nokkurra auðklíkna og undir þeirra stjórn. Það er of mikil  áhætta að rétta þeim litla fingurinn, með því að innleiða pakkann nú og sjá svo til með sæstrenginn seinna. Sá sem réttir Skrattanum litla fingurinn, missir venjulega höndina. Ríkisstjórnin er vafalaust undir ofurþrýstingi frá Norðmönnum um að spilla ekki norskum þjóðarhagsmunum í þessu máli. Þeir fara ekki saman við íslenska þjóðarhagsmuni.“

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 21.11.2018 kl. 23:42

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Skammastu þín, Þorsteinn!

Jón Valur Jensson, 22.11.2018 kl. 09:46

4 identicon

Sæll Halldór jafnan - sem og aðrir gestir, þínir !

Jón Valur !

Hvers lags vanstilling: er að plaga þig (sbr. orð þín, kl.09:46) ?

Vafalítið - ætlar Þorsteinn Siglaugsson ekki Evrópusambandinu þá hrekki og yfirgang, sem það tíðkar víða (í Grikklandi, á Ítalíu og við landamærin að Königsberg:: hvar ein Herstöðva Rússa er staðsett t.d.) en svona orðbragð á Þorsteinn ekki skilið, af hálfu nokkurrs manns, því vart getur kurteisari né prúðari manna hér á Mbl. vefnum, en Þorstein Siglaugsson, það er a.m.k. mín reynsla af samskiptum við hann þó svo oftsinnis hafi ég verið honum ósammála í þau liðlega 11 ár, sem ég hefi verið þátttakandi í umræðum, hér: á vefnum.

Vitaskuld: ber að sýna Fjórða ríkinu (ESB) ALLA þá tortryggni og varúð, sem samskipti margra við það vottfesta / ríkja og þjóða, þar innanborðs, sem og utan þess Jón Valur, en að rjúka svona upp gagnvart prúðmenni eins og Þorsteini, er gjörsamlega út í bláinn, fjölfræðingur knái.

Lumbraðu frekar: á íslenzku embættis- og stjórnmálamanna flórunni Jón Valur, sem vinnur leynt og ljóst að yfirtöku ESB hér á landi:: fólki, eins og : Bjarna Benediktssyni - Katrínu Jakobsdóttur (lesizt: Steingrími J. Sigfússyni) - Sigurði Inga Jóhannssyni og Gunnari Braga Sveinssyni t.d., hver ÖLL eru til sölu suður í Brussel, fái þau nógu háar mútugreiðzlur sér til handa, enda græðgi þeirra stjórnlaus, sem kunnugt er ! 

Á Þorsteinn Siglaugsson ekki inni - afsökunarbeiðni, af þinni hálfu, Jón Valur ?

Með beztu kveðjum - engu að síður, af Suðurlandi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 22.11.2018 kl. 13:02

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þorsteinn kunningi minn Siglaugsson er sí og æ að bera blak af 3. orkupakkanum víða á vefsíðum (í þægð við Björn Bjarnason eða hverja?), hvort sem þú hefur tekið eftir því eður ei, Óskar Helgi. Og hann ætti ekki að koma nálægt pólitík (né Valhöll), ef hann hefur ekki skráp til að þola svona einfalda ábendingu.

Að öðru leyti er ekki mitt að commentera á þetta stóryrta innlegg þitt. Ég treysti a.m.k. Sigurði Inga betur en ESB-genginu á Íslandi, þessu sem þarf að fara að kveða upp útlegðardóm yfir fyrr en seinna, rétt eins og hinum óforskammaða sendiherra-lögbrjóti, sbr. hér:  

Sendiherra ESB ber að víkja héðan eftir afskipti af innanlandsmálum okkar

Jón Valur Jensson, 22.11.2018 kl. 14:42

6 identicon

Sælir - á ný !

Jón Valur !

Má vera: að Þorsteinn eigi eftir að átta sig, á undirferli III. orkupakka fólks, en, .......... ég sver algjörlega af mér einhver stóryrði í garð Sigurðar Inga:: algjörlega, þar sem FULLKOMIN innistæða er, fyrir hverju 1asta orða minna.

Sigurður Ingi Jóhannsson - á fyrir hverri EINUSTU pílu minni honum til handa:: ónytjungur, sem hugsar EINUNGIS um sinn bakhluta / sem sinna.

Sjáum: vinnubrögð þessa fífls, gagnvart Húnvetningum t.d., hvað varðar ástand Vatnsness vegar / fyrir nú utan Miðalda troðningana, sem hann býður Vestfirðingum upp á, svo ekki sé talað um niðurgrafna vegslóðana á Norðaustur- horninu, m.a.

En - þegar hann (Sigurð Inga) þyrstir í spá- nýjan jeppa undir sig sjálfan, skulu vera Tuga Milljónir Króna í pússi hans í ráðuneytinu, til kaupa á slíkum búnaði.

Segir allt: sem segja þarf um þessa orða gjálfurs- og glamurs fígúru, Jón Valur.

Auðvitað - ætti svo kallaður sendiherra Evrópusambandsins, að vera LÖNGU HORFINN af landinu, en,, ......... færi Guðlaugur Þór Þórðarson vinur þinn (og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir o.fl.) ekki að brynna Músum, yrði þessum ESB liðléttingi stuggað, af landinu, Jón Valur ?

Mundu bara Jón minn: að halda uppá 1. Desember fagnaðinn, n.k., með hinum hræsnurunum, í þínum görótta vinahópi,Jón Valur !

Bessastða fígúran - Guðni Th. Jóhannesson, mun örugglega spranga um, með sínar blöðrur og skellibjöllur,daginn þann !

Með sömu kveðjum: sem seinustu, eftir sem áður / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 22.11.2018 kl. 16:49

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Guðlaugur Þór Þórðarson er enginn vinur minn, ekki frekar en Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, að þeim annars ólöstuðum, nema í þeim málum sem stór ágreiningur er um, eins og ESB-áhuga ÞGK og fósturdráps-stefnu GÞÞ; hitt á hann hrós skilið fyrir, að senda fyrir nokkrum dögum 100 millj. kr. til stuðnings bágstöddum í Jemen.

Ljótt er að sjá þig, Óskar, smyrja hræsnara-nafni á vinahóp minn eða einhverja í honum. Það á hvorki við um félaga mína í Íslensku þjóðfylkingunni né minn 21 félaga í Kristnum stjórnmálasamtökum, en bæði þau samtök eiga vefsíður hér á Moggabloggi og hafa ekki hingað til talið eftir sér að verja landsins gagn og nauðsynjar.

Jón Valur Jensson, 22.11.2018 kl. 20:29

8 identicon

Komið þið sælir - sem fyrr !

Jón Valur !

Jú: Jón Valur.

Á meðan - þið Þjóðfylkingarfólk fordæmið ekki afdráttarlaust fólk:: eins og Guðlaug Þór og Þorgerði Katrínu, sem og aðra velunnara Engeyjar Mafíunnar (Bjarna Benediktsson og Milljarða Króna þjófnaða fjölskyldu hans) og að kalla þau ólöstuð gefur eitt og sér til kynna þá hálf velgju, sem að baki býr þínum málflutningi, hingað til.

Engeyingarnir: ásamt fjölda fylgjenda þeirra (Vinstri grænna - Framsóknar- og Miðflokka, auk Samfylkingar og Viðreisnar liðsins) eru fremstu varðhundar Lífeyrissjóða Mafíunnar í landinu, auk Sýslumanna og annarra þeirra embættismanna, sem HIKA EKKI VIÐ að hirða fasteignir og lausafé af fólki, undir yfirskini alls lags lagaþvælu frá alþingi, sem kunnugt er, í nafni þessarra sjálftöku- sjóða, m.a.

Virtu svo fyrir þér Jón Valur - hvers vegna Umboðsmaður alþingis, sá ágæti drengur Tryggvi Gunnarsson, kinokar sér við, að fylgja eftir réttmætum kröfum mínum um endurgreiðzlur minna fjármuna úr þessum fyrirlitlegu sjóða nefnum sem og þeirra annarra, SEM ÞORUM að standa gegn þjófnaða bylgjum og fjárkúgunum Lífeyrissjóðanna.

Jú: alþingi, ásamt : Hæstarétti - Landsrétti svokölluðum (einka hentistefnu klúbbi Sigríðar Á. Andersen og vina hennar), svo og Héraðsdómstólunum starfa öll sem eitt, í þágu íslenzku undirheimanna:: þess liðs, sem er að klifra upp bök almennings í þessu landi, dags daglega.

Þarf vart - að útskýra frekar fyrir þér / né þeim öðrum, sem nennið á annað borð, að fylgjast með þróun mála í landinu, Jón Valur.

Jú - jú. Kristin stjórnmálasamtök, mættu alveg láta frekar að sér kveða en, ................ vitaskuld:: myndu þau uppskera reiði og harkalega mótspyrnu Mafíunnar, færu þau á kreik, gegn illþýðinu.

En: væri það ekki tilvinnandi Jón Valur, að þið Krists menn snerust á sveif með okkur, sem viljum steypa ofurvaldi hinnar viðurstyggilegu samsteypu alþingis og stjórnarráðs, sem brýn þörfin er á þessi misserin - eins: og dæmin sanna ?

Sömu kveðjur - sem seinustu /    

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 22.11.2018 kl. 21:18

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Æ, mig auman!

Jón Valur Jensson, 23.11.2018 kl. 01:57

10 identicon

Sælir - sem áður !

Jón Valur !

Með: þessu svari þínu (kl. 01:57), vísar þú til algjörs rökþrots af þinni hálfu / eða þá, að þú leggir í frekari atlögu, við að brjóta núverandi stjórnkerfi í landinu, sem jú full þörf er á, miðað við vinnubrögð ráðandi afla, í landinu.

Með kveðjum: eftir sem áður, þó hugsi sé, yfir sleni Jóns Vals, þetta sinnið / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.11.2018 kl. 11:46

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Rökþrot? Nei, ég nenni ekki þessu spjalli hér lengur, eins og það er líka komið út um holt og móa.

Jón Valur Jensson, 23.11.2018 kl. 11:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband