Leita í fréttum mbl.is

Gengur sameiningin eftir?

sem hvatt var til á þessari síðu 15.ágúst s.l.

Þá var sagt hér:

"WOW

 

vill fá 12 milljarða svo að félagið geti haldið áfram á sömu braut. Þessir milljarðar eru nóg til næstu tveggja ára svo við getum haldið áfram að kaupa ódýra farseðla.

Warren Buffet er víst ekki líklegur að kaupa í flugfélagi eins og WOW eða Icelandair. Af hverju skyldi honum þykja svona vænt um peninga? Það er nú eitthvað annað með íslenska lífeyrissjóðapeninga. Sagði ekki einhver að þeir væru stundum án hirðis?

Af hverju voru Flugleiðir stofnaðar á sínum tíma? Hafa Íslendingar ráð á tveimur forstjórum í sitt hvorum sandkassanum eða verðum við ekki að hugsa um stóru myndina: Samgöngur við landið  eða ekki samgöngur?

VOFF VOFF!" 

Nú er verið að reyna að tryggja íslenskar flugsamgöngur til og frá landinu. Vonandi tekst það. En er ástæða til að vera að burðast með þetta WOW? Er þetta einhver nauðsynlegur minnisvarði um skuldasöfnun og niðurboð  Skúla Mogensen?

Þurfum við nema eitt merki og  eina tegund flugvéla? 

Gangi sameiningin eftir verður ekki skynsemin að ráða?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú spyrð: "Af hverju skyldi honum þykja svona vænt um peninga?"

Það er yfirleitt hægt að þekkja þá úr á því hvort þeir hafa þurft að hafa fyrir því að eignast peningana eða fengið þá fyrirhafnarlaust. Oft er það þriðji ættliður þess sem þurfti að hafa fyrir því að afla peningana sem sólundar þeim. Ástæðan er einfaldlega sú að þá sem fá allt án fyrirhafnar skortir allt raunveruleikaskyn. Þeir sem stjórna lífeyrissjóðunum þykir td. ekkert vænt um peninga, þ.e. sjóðsfélaganna, en þeim mun meira um sína eigin.Ég held samt að þetta eigi ekki endilega við um stofnanda WOW, hann átti bara of stóra drauma.

Var það ekki einmitt Warren Buffet sem sagði að skjótvirkasta leiðin fyrir milljarðamæring til að verða milljóner væri að kaupa flugfélag?

Það er ekki nokkur ástæða til að halda lífinu í WOW til þess eins að flugmiðar verði áfram undir kostnaðarverði meðan öllum blæðir út.

Örn Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 24.11.2018 kl. 10:41

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Það er lóðið Örn

Halldór Jónsson, 24.11.2018 kl. 13:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 3418233

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband