Leita í fréttum mbl.is

Silfur Egils

var athyglisvert ađ ţessu sinni.

Ţađ fyrsta var ađ Egill puntađi sig upp og leit nú út eins og mađur međ slifsi í stađ ţess ađ vera eins og útburđur til fara. Meira ađ segja blái liturinn á jakkanum og slifsinu gćti bent til ţess ađ hann hefđi sveigst örlítiđ til hćgri í skođunum sem mér eiginlega fannst á honum ţegar hann talađi viđ Jón Baldvin.

Ţađ viđtal var mjög ađ mínu skapi og skođanir Jóns fara um margt ađ mínum hvađ varđar íslensku krónuna og Evrópusambandiđ.

Svo skilur á milli okkar ţegar Jón talar um Evrópuhugsjónina sem eitthvađ sérlega góđa.  Hann gleymir ţví ađ Evrópuhugsjónin,( byrjađi hún ekki sem eitthvađ Kola-og Stálbandalag međ kallinum Schumann og svo Rómarklúbbur ? Ég man ţetta ekki svo vel),  var fyrst og fremst sett á til ađ reyna ađ tryggja friđinn milli Frakka og Ţjóđverja sem voru stórveldin sem skiptu máli og voru reglulega ađ berjast. 

Útvíkkun ţess í 27 ţjóđir međ sameiginlega mynt var náttúrlega tómt bull og Jón sýndi fram á ađ ţađ verđur ađ vera gengisađlögunarmöguleiki fyrir allar ţjóđir til ţess ađ geta mćtt erfiđleikum. Bretar héldu sínu pundi alla tíđ og ţađ bjargađi ţeim í mörgum tilvikum. 

Evrubjálfarnir okkar íslensku sem skrifa reglulega í Mogga skilja ţetta atriđi ekki og fimbulfamba um nauđsyn ţess ađ Íslendingar taki upp Evru og gangi í ESB á sama tíma og Bretar eru ađ fara út.

Ćtla Bretar ađ ganga í EES? Jón Baldvin ráđlagđi ţeim ađ ganga í Bandaríkin í heilu lagi ef ţeir ţá ekki klofni í 4 parta sem nú hanga saman ađallega á konungdćminu einu.

Jón gat náttúrlega ekki nema fariđ međ trúarjátninguna hvađ varđar heilagleika EES samningsins sem hann sagđi ađ vćri í stöđugri endurskođun rétt eins og ţađ vćri gagnkvćmt. Er ekki endurskođunin meira ţannig ađ okkur eru réttir nýir pakkar til ađ samţykkja en viđ fáum  ekkert ađ leggja til málanna? Hvernig er međ 3. orkupakkann til dćmis? Finnst Jóni ađ hann sé í einhverri endurskođun hjá okkur? Og Jón fór rćkilega yfir hversvegna hann er svona til umrćđu hjá okkur. Gróđaöflin sjá sér leik á borđi ađ grćđa á sćstreng og einkavćđingu orkumarkađarins á Íslandi. Ţúsund milljarđar eru bara pínöts fyrir ţá kalla.

Ţá segja okkar Evrópubullarar ađ ţađ sé á okkur hallađ  af ţví ađ viđ höfum ekki sćti viđ borđiđ. Sjá menn áhrifin af ţví ađ sitja ţar međ  Ţýskalandi? Sem Jón segir réttilega ađ öllu ráđi í ESB og hafi notađ völd fjármagnsins til ađ pína alla alţýđu manna í Evrópu, eyđileggja Grikkland sem dćmi og skilji ţađ eftir í rúst, gjaldţrota, atvinnulaust og eignalaust. Grímulaus kúgun allrar alţýđu í Evrópu fyrir hagsmuni elítunnar miđevrópsku. 

Á međan sé stćrsta hagkerfi heims hiđ alţjóđlega skattsvikakerfi ţýsks fjármagns sem Juncker passi uppá í Luxemburg. EES sé grundvöllur allra framfara á Íslandi segir Jón svo og tryggi okkur ađgang ađ innri markađi Evrópu. Er ekki kallinn kominn í mótsögn viđ sjálfan sig? Fyrst segir hann ađ viđ höfum rétt fyrst viđ af ţeim sem verst fóru út úr hruninu. Og síđan skulum viđ áfram hlýđa EES í einu og öllu en ekki taka upp Evru eđa ganga í ESB?

Ţessi sífelldi EES lofsöngur er auđvitađ endemis bull. Evrópusambandiđ er bara tollabandalag gegn heiminum sem er miklu stćrri en Evrópa sem viđ höfum ekkert ađ gera međ ađ öđru leyti ţar sem viđ erum ekki nein sérstök Evrópuţjóđ heldur 100 ára fullvalda ţjóđ sem getur verslađ viđ hvern sem er og vill kaupa af okkur.

Svo ţessi lofsöngur um ţennan EES samning er bara klisja sem ţarf ađ fara ađ rćđa í alvöru. Hverjir eru kostirnir og hverjir eru gallarnir? Má engu breyta? Má ekki einu sinni rćđa ţetta án ţess ađ ţingmenn rjúki upp međ hallelúja söng og húrrahróp? 

Bretar eru ađ fara úr ţessum dýrđarmarkađi vegna ţess ađ ţeir vilja ekki ţessa frjálsu för vinnuafls og fjármagns, eyđingu fiskimiđa sinna af ósvífnum ryksugum Spánverja og ţeirra frćnda og hömlulauss innflutnings allskyns flóttafólks og hćlisleitenda.

Sama er uppi á skilningsteningi EES hjá venjulegum íslenskum íslenskum stjórnmálamönnunum. Sem sýnishorn voru ţćr ţingkonur flestar sem voru hjá Agli í fyrrihluta ţáttarins.

Ţar ţuldi Ţorgerđur Katrín rulluna sína um frelsi í fiskveiđum, markađslausnir í sjávarútvegi  og nauđsyn meiri skattlagningar á sjávarútveginn viđ undirspil Ólínu Kérúlf. Lilja Rafney kom mér á óvart međ skeleggum málflutningi sínum ţar sem hún rassskellti ţćr báđar ţannig ađ ţćr voru rökţrota og muldrandi  eftir.

Hildur Sverrisdóttir stóđ sig vel međ prúđmannlegum málflutningi sínum og rökföstum. Var hún bara ekki sú eina sem ekki lofsöng EES samninginn án ţess ađ ţćr ţrjár fćrđu nein rök fyrir lofsöng sínum um ađ sá samningur sé ađ fćra okkur Íslendingum nokkuđ nema vandamál ţegar allt er skođađ núna.

Ţetta er  orđiđ eins og trúarjátning kirkjunnar, órökstudd ţula sem enginn hefur neitt handfast um nema utanađbókartexta sem enginn veit lengur hver samdi eđa hver sé sífellt ađ bćta í refsiákvćđum sem Alţingi samţykkir án skilnings.

Silfur Egils var bara gott í dag.

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Blautir draumar og gólfmottur voru orđin sem Ţorgerđi Katrínu voru hugleiknust.  Ţessa fyrrum varaformanns Sjálfstćđisflokksins.  Skyldi ţađ eiga jafn vel viđ núverandi varaformann flokksins?

Jón Baldvin bar af í ţessum ţćtti.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráđ) 25.11.2018 kl. 13:23

2 identicon

Áhugaverđar pćlingar sem koma hér koma fram, og einnig hjá jóni Baldvin. En fyrir áhugamenn sem fylgjast međ  er erfitt ađ taka afstöđu ţegar menn tala alltaf ţannig ađ ţeirra skođun sé rétt en annara vitlaus. Og talandi um gengiđ ţá finnst ungu fólki, hér leita ég ađstođar hjá syni mínum 25 ára, fáránlegt ađ horfa upp á ţađ fara upp og niđur eins og jójó. Verđiđ á ţvottvélinni sem viđ ćtluđum ađ kaupa í gćr er 20% hćrra á morgun vegna gengisins. 

Ég er innilega sammála síđuhöfundi ađ ţađ vantar vitrćna umrćđu ţar sem kostir og gallar eru teknir fram. 

thin (IP-tala skráđ) 25.11.2018 kl. 14:00

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 3419710

Annađ

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband