Leita í fréttum mbl.is

"Bláa lónið

, eitt stærsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins, er verðmetið á um það bil 50 milljarða króna í því samkomulagi sem eignarhaldsfélagið Kólfur, sem er í meirihlutaeigu Gríms Sæmundsen, forstjóra Bláa lónsins, gerði nýlega við framtakssjóðinn Horn II um kaup á 49,45 prósenta hlut sjóðsins í Hvatningu, samkvæmt heimildum Markaðarins. Hvatning heldur á 39,1 prósents hlut í Bláa lóninu og er því óbeinn eignarhlutur sjóðsins rúmlega 19,3 prósent.

Hermann Þórisson, framkvæmdastjóri Horns II, sem er í rekstri Landsbréfa, sagðist í samtali við Markaðinn ekkert geta tjáð sig um kaupverðið og vísaði til trúnaðar.

Með kauptilboðinu í hlut Horns II í Bláa lóninu verðmetur Kólfur ferðaþjónustufyrirtækið talsvert hærra en sjóður í stýringu bandaríska fjárfestingafélagsins Blackstone sem hugðist kaupa 30 prósenta hlut í Bláa lóninu af HS Orku sumarið 2017. Tilboð Blackstone hljóðaði þá upp á 95 milljónir evra, jafnvirði 13,3 milljarða króna á núverandi gengi, sem jafngildir því að markaðsvirði Bláa lónsins sé rúmlega 44 milljarðar króna. Ekkert varð hins vegar af sölunni eftir að stjórn Jarðvarma, samlagshlutafélags í eigu íslenskra lífeyrissjóða sem fer með þriðjungshlut í HS Orku, ákvað að beita neitunarvaldi sínu, á grundvelli hluthafasamkomulags um minnihlutavernd, og hafna tilboði Blackstone.

Tilkynnt var um samkomulagið milli Kólfs og Horns II þann 20. nóvem­ber síðastliðinn en samkvæmt því er hluthöfum framtakssjóðsins veittur kaupréttur á sama viðskiptagengi til loka janúar næstkomandi á þeim hlutum sem undir voru í viðskiptunum. Tilurð viðskiptanna má rekja til þess að líftími Horns II, sem var komið á fót vorið 2013, mun renna sitt skeið á næsta ári."

Grímur Sæmundsen rakar að sér þessum fjárhæðum. Hefur hann ekki ráðist gegn hagsmunum almennings með því að krefjast gengisfalls krónunnar til hagsbóta fyrir ferðaþjónustuiðnaðinn? 

Hvar er það sem hann leggur til samfélagsins? Hvað borgar hann fyrir auðlindina sem almenningur leggur honum til?  Hvað er Bláa Lónið annað en afrennsli orkulindar almennings í Svartsengi? Er hún eitthvað öðruvísi en fiskveiðiauðlindin? Hvað ef eigandinn  veitir afrennslinu út í sjó á morgun en ekki í Bláa Lónið?

Þurfa ekki einkabraskarar í Bláa Lóninu  að greiða auðlindagjald til Samfélagsins á Suðurnesjum? 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 3419716

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband