Leita í fréttum mbl.is

Örvænting í Evrópu

birtist í grein Guy Verholstadt fyrrum forsætisráðherra Belgíu.

Upplausnin sem blasir við í Evrópusambandinu speglast í viðhorfum hans til þess að berja sambandsríkin til hlýðni við aukið miðstýringarvald. Hann talar um að skrifræðið hafi tekið völdin í ESB og allt hafi mistekist með lýðræðið innan þess. Svarið sé að berja ríkin til hlýðni og afnema allt sjálfstæði þeirra.

En undir hvað? Hvernig á að velja 12 manna forystuna er hann fáorðari um.

Sameiginlegur her á að vera andsvar við Bandaríkjunum og tryggja sjálfstæði ESB gagnvart þeim og verjast yfirgangi Rússnesku Tröllanna sem standi að baki Brexit og múslímahatri í Evrópu.Gulu vestin eru óþjóðalýður sem dragi dám af fylgjendum Trump sem mikil ógæfa stafi af og hafi sett Bandaríkin í stjórnlausan spuna. Og gert þorpararíkjum eins og Ungverjalandi kleyft að spilla öllum gangi mála í sambandinu.

Af mynd að dæma virðist þessi maður á miðjum aldri. Næsta óskiljanlegt er hvernig hann kemst að sínum afturhaldssömu niðurstöðum.  Hann segir til dæmis, þegar hann er væntanlega búinn að stofna Evrópuherinn: "Með evrópskri landamæravörslu og strandgæslu myndi Evrópa verða minna upp á Tyrkland, Rússland og önnur lönd komin til að stjórna flæði fólksflutninganna."  

Hann skilur alls ekki að grundvallarmunurinn á Bandaríkjunum og Evrópusambandinu er að Bandaríkin eru ein þjóð sem talar eitt opinbert tungumál að mestu. Þjóð sem barist hefur undir einum fána í mörgum styrjöldum eftir borgarstríðið. Ein þjóð undir Guði eins og þeir segja. 

ESB er langan veg frá því að líta á sig sem eina þjóð og verða aldrei ein þjóð samanber ummæli hans um Ungverjaland.  Það er munurinn sem þessi maður skilur ekki.

Greinin hans er hér:

https://www.project-syndicate.org/commentary/yellow-vests-and-eu-reform-by-guy-verhofstadt-2018-12

Þeir Íslendingar sem vilja koma landinu inn í þetta samband hafa aldrei viljað ræða það hvers vegna þeir velji ESB fremur en Bandaríkin til að fórna fullveldi Íslands til. Fullveldi sem þeir treysta löndum sínum ekki fyrir vegna þeirra mikla vanþroska miðað við þeirra eigin þroska. Óli Bieltved alþjóðafjárfestir er einn þeirra sem skrifar reglulega um þetta grundarvallaratriði og draumsýn sína sem gerir aðild að ESB svo nauðsynlega.

Grein Guy Verholstadt er athyglisverð afturhalds-og örvæntingargrein frá Evrópusambandinu sem er hollt að lesa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband