Leita í fréttum mbl.is

Rúmenar búa flestir

allra i eigin íbúðum eða 96 % allra landsmanna í þessu fyrrum kommúnistaríki. 1990 átti kommúnistaríkið 70 % af öllum íbúðum.

Á móti bjuggu aðeins 78% Íslendinga í eigin  húsnæði árið 2016  eftir að ríkið svipti 3600 fjölskyldur íbúðum sínum vegna ræfildóms stjórnmálamanna okkar.Þeir settu hag braskara og banka ofar hagsmunum fólksins.

Nú berst kerfið um á hæl og hnakka til þess að leyna því hverjum þessar íbúðir voru seldar og á  hvaða kjörum. Einhver furðuleg árátta virðist hrjá kerfið okkar til að berjast  gegn yfirlýstri gegnsæisást þeirra á borði framar orði.

Fyrir aldarþriðjungi var lóðarverð meðalíbúðar um 10 % af byggingakostnaði. Nú er það víst um fjórðungur. Þáttur sveitarfélaga blasir við þegar Mosfellsbær úthlutar fleiri lóðum á ári en Reykjavík. 

Það er talað um  það sem innlegg í væntanlega kjarasamninga að húsnæðisvandinn verði leystur. VR stofnar óhagnaðardrifið byggingafélag. Samt er það svo að lítil íbúð hefur verið ítrekað auglýst til leigu án þess að leiguverð hafi verið nefnt án þess að ein einasta fyrirspurn hafi borist.

Hvað er það þá sem vantar á þennan húsnæðismarkað? Vextir hafa farið lækkandi.Nóg fjármagn er fyrir hendi.  Vantar aðeins niðurgreiðslur og ókeypis fjármagn? Eða vill fólk ekki lengur skulda í húsnæði?

Getum við eitthvað lært af Rúmenum sem búa flestir í eigin húsnæði? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað kemur í veg fyrir að nýir verkamannabústaðir eða nýtt Breiðholt verði reist?

Svarið er Dagur og hin heilaga Borgarlínan sem leitin að verður æ líkari leit Monthy Python að the Holy Grail

Grímur (IP-tala skráð) 26.12.2018 kl. 14:06

2 identicon

Góður og þarfur pistill Halldór.

Já, hér vantar lóðir á viðráðanlegum verðum og í stíl við það sem það var í kringum 1980.  Fram hjá þvi verður ekki litið, að með nýfrjálshyggjunni og auknum jötukratisma og einkavæðingu bankanna seig flest á verri hliðina fyrir allan almenning okkar lands.  Nýja byggingarreglugerðin ók svo enn á flækjustigið fyrir Jón og Gunnu að byggja sjálf.  Slíkt er vart gerlegt í dag.  

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 26.12.2018 kl. 14:55

3 Smámynd: Starbuck

Sammála þessum pistli og athugasemd Símonar.

Starbuck, 26.12.2018 kl. 17:30

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Hörmungarslóð kratismans í húsnæðismálum borgarbúa er orðin æri löng. Fíflagangur og algert sinnuleysi þessara krataóberma hefur gert það að verkum, að varla nokkur sála getur byggt sér eigið húsnæði, eftir efnum og aðstæðum. Það er furðuleg andskotans þversögn, að kratar, kommar og stjórnleysingjar skuli hafa mokað svotil öllu fjármagninu í gírug gin verktakanna og skilið almenna borgara eftir í sárum og án húsnæðis á skikkanlegum kjörum.

 Þar sést best fjandans innihaldsleysið í "hugsjónum" þessara óráðsíupésa, sem víla ekki fyrir sér að sólunda hátt í hálfum milljarði í bragga, þar sem enn er ekki einu sinni hægt að fá að skíta, hvað þá kaupa veitingar. Þvílíkt og annað eins andskotans rugl og ófýrirleitni í meðförum almannafjár. Þetta lið skilur ekki hvað orðið skynsemi þýðir, enda vant því að valsa um og sólunda annara manna tekjum, eins og enginn sé morgundagurinn. Svo heimskt að það telur jafnvel að innganga í Evrópusambandið, opin landamæri og upptaka Evru reddi öllu! Ef þetta er ekki veruleikafirring, þá veit ég ekki hvað. Maður á hreinlega ekki orð, eins og einhver sagði, um heimsku annara, en hvað veit fáfróður tuðari suður í höfum?

 Lifðu heill nafni, góðar jólastundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 26.12.2018 kl. 18:32

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það segir sitt, að þriðja bylgja fjölgunar í fjölskyldu minni, þrjú nýfædd börn á þremur árum, skuli eiga sér stað í Reykjanesbæ, tvö börn, og efst í Mosfellsbæi, eitt barn. 

En upphafið verður að rekja til þess að um síðustu aldamót var ákveðið, að láta markaðinn einan um það að ráða því hvar og hvernig yrði byggt.  

Ómar Ragnarsson, 26.12.2018 kl. 18:58

6 identicon

Málið er einmitt það sem hefur gerst í kjölfar frjálsa flæðisins, og er alþjóðlegt vandamál, að stórverktakar fá helst lán hjá gjörspilltum bönkum og hafa jafnframt greiðasta leið að stjórnkerfi borgar sem og ríkis og íbúðarhúsnæði hefur verið gert að stórmarkaðsvöru, og allt verð sprengt upp í topp á fákeppnismarkaðnum sem kakkalakkar bankanna stýra,  í stað þess sem áður var, að lóðarhafar byggðu sjálfir og/eða leituðu til smiða, pípara og rafvirkja sem höfðu getið sér gott orð fyrir sanngirni og heiðarleika.  Svoleiðis þekkist ekki lengur.  Fagmennska hefur verið drepin niður, rétt eins og skipasmíðar hér forðum. 

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 26.12.2018 kl. 19:57

7 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk nafni minn að sunnan,heillog hamingja fylgi þér.

Já Ómar, þannig er nú ko,mo' fyrir tilverknað ykkar vinstri manna sem einkavinavæðið allt sem ið getið.+

Símon Pétur, það er ýmislegt til í þessu.

Já og Grímur, það er sífellt aukning á nefndum og ráðum og stjórnsýslu og úttektum sem yfirskyggir annað. Þannig fá verkin aldrei að tala. Dagur rannsakar allt sem hann mundi ekki eftir þegar það skeði og finnur allar orsakir sem voru öðrum að kenna.

Halldór Jónsson, 26.12.2018 kl. 20:24

8 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Franska byltingu, það er það sem þarf til núna og ekki þetta mjááá sem hefur verið undanfarið!

Eyjólfur Jónsson, 26.12.2018 kl. 21:58

9 identicon

Eyjólfur, það þarf alla vega byltingu í stíl The Founding Fathers, sér í lagi Thomas Jefferson. Hvað varðar fransarana veit ég ekji, nema þú hafir í huga gulu vestin?

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 26.12.2018 kl. 23:18

10 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Hvað áttu við Ómar þegar þú talar um að markaðurinn ráði því hvar og hvernig er byggt? Eru það ekki einmitt opinberir aðilar sem stýra því hvar byggingarlóðir eru fáanlegar og skipuleggja byggingarsvæðin? Ég hef í það minnsta ekki heyrt af því, að verktökum sé frjálst að byggja upp ný hverfi ef þeim dettur það í hug. Réði markaðurinn væri það þannig og væntanlega væri þá ekki um neinn íbúðaskort að ræða.

Þorsteinn Siglaugsson, 27.12.2018 kl. 11:13

11 Smámynd: Halldór Jónsson

Hverjir stjórna því að ekki er skipulagt í Geldinganesi og allir geti fengið lóðir þar rtil að byggja á? Er það Dagur B. sem hefur ekki tekið eftir þessu nesi og enginn sagt hnum að það væri hægt að byggja á því?

Hann hefur ekki skipað nienn starfshóp vinstri mann til að skoða hvort hægt sé að útvega byggingalóðir.

Kannski vill hann það heldur ekki því fólk sem færi að byggja á eigin vegum gæti kosið Sjálfstæðisflokkinn sem væri auðvitað stórslys í augum Pírata og meirihlutans.

Halldór Jónsson, 27.12.2018 kl. 14:17

12 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Það er alveg sama hvað þú byggir mikið, miðað við núverandi skipulag, kaupir milljarðurinn + allt sem er til sölu.

Ég talaði við Indverskan mann og konu í gær. 

Konan sagði mikið er þetta fallegt, mikið er þetta gott á Íslandi.

Er ekki margt gott á Indlandi, Himalajafjöllin, eða eitthvað? sagði ég?

Konan sagði, þetta er eins og í himnaríki. 

Ég gat ekki sagt orð. en fór að hugsa heitavatnið, kaldavatnið, vel hlýju húsin, TRÚIN, Kristnin, fyrirgefa og hjálpa náunganum.

Frí menntum, samfélags reknir spítalar, íþróttahús, sundlaugar, virkjum sjálf fossana, og greiðum niður virkjanir og dreifikerfi, og fáum rafmagnið á kostnaðarverði,

Byggjum sjálf hitaveitu, borgum stofnkostnaðinn og fáum hitann á kostnaðar verði, og svona má halda áfram..

Framhald.

Slóð

https://jonasg-egi.blog.is/blog/jonasg-egi/entry/2227950/

Egilsstaðir, 27.12.2018 Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 27.12.2018 kl. 14:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 3419710

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband