28.12.2018 | 10:42
Björn Bjarnason
einn helsti máttarstólpi Sjálfstæðisflokksins til margra ára. skrifar grein í Morgunblaðið í dag.
Greinina endar hann svo:
"EES-aðild í stjórnarskrá
Því má velta fyrir sér hvort 25 ára aðild að EES-samningnum hafi leitt til stjórnskipunarvenju.
Fræðimenn á sviði stjórnskipunarréttar deila um það en eru sammála um að tregða stjórnmálamanna til að breyta stjórnarskránni og leyfa framsal valdheimilda sé illskiljanleg.
Það sé hættulaust að viðurkenna fullum fetum í stjórnarskrá nauðsyn reglu um að gefa eftir valdheimildir á skýrt afmörkuðu sviði. Í því felist ekki annað en viðurkenning á þátttöku Íslendinga í alþjóðasamstarfi.
Betra sé að móta reglu sem setji þátttökunni mörk en að stofna til ágreinings sem umboðslausum fræðimönnum sé síðan ætlað að leiða til lykta með álitsgerðum.
Fræðimenn getur greint á um hvort EES-gerð sé þess eðlis að hún rúmist innan stjórnarskrárinnar.
Þeir eru hins vegar allir sammála um að laga beri stjórnarskrána að alþjóðasamstarfi.
Eftir þeim ráðum fara stjórnmálamenn þó ekki. Ótti stjórnmálamanna ræðst af andstöðu við aðild Íslands að ESB. Þar tengjast illu andarnir sem áður er getið.
Þá má kveða niður með því að festa aðildina að EES eina í stjórnarskrána."
Mér ofbýður þessi röksemdafærsla Björns. Að reyna að tengja 25 ára vist Íslands í EES samningnum við nauðsyn þess að framselja fullveldisrétt Íslands á grundvelli hefðar finnst mér skelfilegt.
Veran í EES er að mínum dómi og einhverra annarra er orðin þegar of löng og árangurinn alls ekki óumdeildur þó Björn sé á annarri skoðun.
Aðild að EES samningnum á sínum tíma var talin af mörgum óheimil á grundvelli Stjórnarskrárinnar og var Vigdís Forseti talin hafa verið í miklum efa þar um.
Ég tel mig ekki til illra anda í þjóðlífinu þó að ég hafi sterkar skoðanir á ósnertanleika fullveldis Íslands og telji allt sem miðar í aðrar áttir frá andstæðum öndum runnið.
Stjórnarskrá Íslands er ágæt og engin þörf á að vinstri mönnum né Birni Bjarnasyni verði falið að kukla við hana. Fullveldi Íslands er fyrir mér heilagt og vil verja það með mínum mætti.
Alþjóðasamstarf Íslendinga hefur gengið vandræðalaust fyrir sig án þess að það hafi kallað á stjórnarskrárbreytingar til þessa.
Sjálfstæði þjóðarinnar byggist hinsvegar á einstaklingsfrelsi og athafnafrelsi með hagsmuni allra stétta fyrir augum.
Stjórnarskrárbundið fullveldisframsal er ekki það sem þjóðina vantar.
Verslunarfrelsið sem Jón Sigurðsson sá fyrir sér sem þátt í fullveldi Íslands felur ekki í sér að framselja það til tollabandalaga sem stefnt er gegn öðrum þjóðum.
Heimurinn er talsvert stærri en Evrópa.
Mér er ekki ljúft að gera ágreining við Björn Bjarnason sem ég met mikils en sé mig til þess knúinn í dag.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:44 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.1.): 0
- Sl. sólarhring: 84
- Sl. viku: 127
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 77
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Þannig að þú Halldór myndir vilja segja EES-samningnum upp
ef að þvú fengir öllu ráðið?
Og reyna þá að semja upp á nýtt í anda Canada-samningsins við ESB?
Eða hvað?
Jón Þórhallsson, 28.12.2018 kl. 11:12
Það er ekki nokkur spurning að Íslendingar ættu að segja EES samningnum upp ekki seinna en núna strax. Núna í mars, þegar Bretar "yfirgefa" ESB verða vandamál ESB það mikil (hagvöxtur þeirra ríkja sem eftir verða í ESB minnkar mikið og var nú lítill fyrir og milliríkjaviðskipti innan ESB verða í skötulíki því Bretar stóðu fyrir 70% af milliríkjaviðskiptum innan ESB og margt fleira væri hægt að nefna. Hagur okkar af EES samningnum er enginn orðinn og er hann frekar orðinn til trafala en hitt. Hitt er svo annað mál að ekki treysti ég Birni Bjarnasyni fyrir horn í því að meta "gæði" EES samningsins fyrir Ísland og spurning hvort hann hefur ekki gert sig vanhæfan til þess með þessum skrifum sínum og ummælum sem hann hefur látið falla um þetta mál.
Jóhann Elíasson, 28.12.2018 kl. 11:51
Mér ofbýður líka Halldór. Enda er Sjálfstæðisflokkurinn að hverfa.
Það er aldrei nóg, er það?
Síðan þetta var skrifað haustrið 2016, þá er þetta hér komið til viðbótar.
Og síðan þetta er orðið hefur Sjálfstæðisflokkurinn gefið eftir á öllum sviðum, sérstaklega fyrir tilstilli þeirra sem vilja dæla stjórnarskránni áfram út til þeirra sem ekkert umboð hafa í neinum málum neins staðar. Ég er hræddur um að afstaða Björns Bjarnasonar væri önnur ef að ESB-fáninn væri í sínum réttu sovésku litum. Þá myndi hann taka við sér.
Það er ekki fræðimönnum að þakka að við urðum sjálfstæð þjóð. En það varð næstum því þeim að þakka að við misstum fullveldi Íslands.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 28.12.2018 kl. 11:54
Jón og Jóhann, Já ég vil að minnsta kosti reyna að breyta hoonum ef ekki þykir rétt að kasséra honum alfarið.
Gunnar, frábær athugun. allt þetta gerðist með okkar núverandi stjórnarskrá.
Halldór Jónsson, 28.12.2018 kl. 12:08
Heill og sæll Halldór
Mikið er ég þér sammála. Þó svo að Björn Bjarnason sé ekki í forystu flokksins í dag er hann mikill áhrifa maður þar inni samt sem áður.
Ég skil ekki á hvaða vegferð minn gamli flokkur er á, hann er að hverfa frá þeim gildum sem hann stóð fyrir lengst af og er það miður. Það er því ástæðan fyrir því að Sjálfstæðisflokkurinn er að hverfa, eins og Gunnar nefnir hér að framan.
Tómas Ibsen Halldórsson, 28.12.2018 kl. 12:45
Of margir Sjálfstæðismenn muldra í ófærð. Það sýnir sig best á ömurleika-fylgi flokksins núna. Þeir hafa muldrað það niður.
Engin þjóð hefur haft efnahagslegt gagn, sem máli skiptir, af hinum innra-markaði ESB. Engin þjóð! Það er staðfest. Og í sumum tilfellum er um neikvæðar afleiðingar að ræða, það er, tap í þjóðartekjum og velmegun.
Stærstur hluti hins innra-markaðar ESB liggur í rúst og er að rústast núna. Og það sem hefur rústað löndum hans er einmitt ESB og hinn-innri markaður þess.
Allt sem íslenskt atvinnulíf er að gera í Evrópu er vel mögulegt án EES. Það eina sem til þarf er óskert fullveldi Íslands.
Eftir 20 ár munu allir hlægja sig máttlausa yfir því að sumir menn skyldu á vissum tíma í sögunni hafa haldið að miðstýrð löggjöf um ljósaperur, beinar agúrkur og fólksflutninga væri nokkuð annað en ný sovésk lög vörðuð lygum um góðan ásetning. Enginn mun þá skilja fávísi núverandi embættismanna- og stjórnmálastéttar Íslendinga. Það fólk hefði sennilega barist meira gegn Jóni Sigurðssyni en með honum á sínum tíma.
Björn er fastur í ófærð Schengen, ófær um að bakka út fyrir eigin vélarafli. Þetta er alltaf sama gamla sagan. Hið alþjóðlega heimsveldi verður hús fjötranna. Ekkert er sagt verandi hægt, nema hert sé á fjötrunum.
Gunnar Rögnvaldsson, 28.12.2018 kl. 13:01
Þá er það skjalfest sem ég hef lengi haldið fram.
Sjálfstæðisflokkur Junior Bjarna og Engeyinga er helsti ESB flokkur landsins. Og hefur markvisst unnið að afsali fullveldis landsins. Ég segi sem ég hef margoft sagt áður að heiðarlegir þjóðlegir og sjálfstæðir íhaldsmenn eiga enga samleið með forystu flokksins sem vinnur að innleiðingu orkupakka 3 svo ræna megi orkuauðlindum lands og þjóðar.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 28.12.2018 kl. 13:23
Og menn skulu átta sig á því, að það var engin tilviljun að þjóðinni var markvisst haldið utan við fundinn á Þingvöllum í tilefni 100 ára fullveldisafmælisins í sumar sem leið. Og það er engin tilviljun að umsókn Samfylkingar og Vg að ESB hefur ekki verið dregin tilbaka í tíð stjórna þeirra sem Bjarni hefur síðan átt fulla aðkomu að. Nei, það er engin tilviljun að sú umsókn er enn í fullu gildi, rétt eins og Styrmir Gunnarsson hefur margoft bent á, og varað við. Það er kominn tími til að grasrót flokksins vakni og geri uppreisn gegn engeysku landráðamönnunum í forystu flokksins.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 28.12.2018 kl. 14:00
Ég hef aldrei verið svona hræddur á ævinni með hann Guðlaug þór út um allar trissur kvittandi undir hvað sem er. Þetta sýnir best hvernig er komið fyrir sjálfstæðisflokknum þegar helstu máttarstólpar hans eru farnir að tala svona eins og Björn. Þrælslund Björns er eins og kjaftshögg á gamlan sjálfstæðismann.
Kristinn Bjarnason (IP-tala skráð) 28.12.2018 kl. 14:15
Áður fyrr voru það náttúruhamfarir og alþjóðlegur kommúnismi sem tröllriðu Íslandi. Nú eru það hamfarir glóbalista hins útópíska og napóleonska Evrópusambands sem tröllriðið hafa Íslandi og mörgum löndum. Og brátt brýtur það í bága við yfirríkisleg lög og reglur þessara glóbalista að bera hönd að höfði, sjálfum sér og þjóð sinni til varnar. Sérhver sjálfshjálp er byrjuð að brjóta í bága við yfirríkislega reglusettið.
Útskipun fullveldis þjóðarinnar til umboðslausra yfirríkislegra stofnana er enn hægt að stöðva, með því að stöðva stjórnmálahreyfingu glóbalista áður en hún tortímir þjóðfrelsi og sjálfsákvörðunarrétti Vesturlanda.
Gunnar Rögnvaldsson, 28.12.2018 kl. 15:48
Hárrétt athugað hjá Gunnari, að stjórnmálahreyfingu glóbalista er enn hægt að stóðva. En það eru allra síðustu forvöð.
Hér á landi er það brýnast að stöðva forystu þess flokks sem mútað hefur eigin þingmönnum og þingmönnum allra annarra flokka, stjórnsýslunni og öllum æðstu embættismönnum með kjararáðshækkun návinar Bjarna, Jónasi Guðmundssyni, nú stjórnarformanni Landsvirkjunar, og stefnir nú hraðbyri að flytja orku íslenskra fallvatna stál og kolafabrikkum heimsvalda fasistanna í ESB.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 28.12.2018 kl. 16:31
Það hefur nýlega komið fram að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, vilji það helst í stjórnarskrármálum að þar verði endurskoðað framsalsákvæðið. Um þetta hefur verið fjallað í einhverjum fjölmiðlum og þar vísað til bókunar Bjarna 8. október 2018, í nefnd um stjórnarskrármál.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 28.12.2018 kl. 17:53
Þær breytingar sem ég sá helst að gerðar voru tillögur um voru að ennfrekar auka réttindi sérhagsmunahópa í þessari nýju stjórnarskrá? -leiðrétti mig með dæmum sá er veit betur.
En aðalverkefni stjórnmálmanna í dag er að hlaupa á eftir smáhagsmunahópum hér heima og með undirskriftum erlendis á alskyns pappír.
Stétt með stétt virðist í órafjarlægð og alli búnir að gleyna IceSave og yfirlýsingm forstjóra Landsvirkjunar um hversu hagkvæmur sæstrengur er fyrir ESB - íslensku fjárlögin blikna í samanburði við þær upphæðir sem menn sjá í þeim viðskiptum
Grímur (IP-tala skráð) 28.12.2018 kl. 18:22
Grímur, málið er að Bjarni og frændi hans Björn vinna nú að því með öllum illum ráðum að fullveldisframsals möguleikanum verði lætt inn í núverandi stjórnarskrá.
Ég tek undir orð Halldórs um að það er það síðasta sem þjóðina vantar.
Og það er hreint út sagt með ólíkindum, að Björn Bjarnason sem hélt úti Evrópuvaktinni ásamt Styrmi, skuli nú orðinn helsti ESB sinni landsins og það um leið og Gulli gaukaði að honum smá bitlingi, nefndarformennsku um endurskoðun EES samningsins. Lágt leggjast þessir vesalingar!
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 28.12.2018 kl. 19:58
Ekki gleyma Þjóðarsjóðnum hans Bjarna - Símon Pétur
Fjárfestingar erlendis í umsjá Kviku og greiðslurnar beint úr vasa skattgreiðenda annars geta landsmenn ekki kveikt á eldavél og farið í heitt bað
Grímur (IP-tala skráð) 28.12.2018 kl. 20:17
Hárrétt athugað Grímur.
Í mínum huga eru þessir menn, hreint út sagt, þjóðníðingar!
Það undarlegasta er að enn finnist einhverjir sem kjósi slíka.
En þeim fækkar og mun fækka enn meira, nú þegar allir sjá,
loksins, loksins, hvernig í pottinn er búið.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 28.12.2018 kl. 20:44
Maður er svona rétt búinn að ná óbragðinu úr munninum, eftir lestur greinar Björns Bjarnasonar. Að hann skuli síðan skipaður í nefnd um hagsmuni okkar innan EES er nánast á pari við setu borgarstjóraómyndarinnar í nefnd um eigin axarsköft, þó ekki sé alveg um sama hlut að ræða. Er nema pöpulinum flökri og sannir Sjálfstæðismenn gerist afhuga forystu Sjálfstæðisflokksins, þar sem kratisminn virðist hafa náð að innstu rótum og jafnvel aftur í tímann. Einhverjir gengnir foringjar flokksins hljóta að klóra í kistulokin þessa dagana.
Góðar atundir, með áramótakveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 28.12.2018 kl. 22:31
Fransk/þýski öxullinn, Macron/Merkel, talar nú mjög fyrir því að hvert og eitt þjóðríki skuli afsala sér endanlega fullveldinu.
Ég hélt að það gilti bara um ESB ríkin, en Björn Bjarnason, fyrrum þingmaður og ráðherra Sjálfstæðisflokksins, virðist taka gæsaganginn einu skrefi lengra en þau (fyrir þau?) þegar hann vill að Ísland, einungis vegna EES samningsins, afsali sér fullveldinu.
Hvað næst Björn Bjarnason?
Senda Íslendinga í ESB her Macron/Merkel?
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 28.12.2018 kl. 23:16
Skref fyrir skref horfum við uppá spádóma Biblíunnar um endatímana rætast fyrir augum okkar. Róðurinn mun verða þyngri eftir því sem á líður og yfirgangur þeirra sem ekki eru kosnir verða meir og meir áberandi. Til að átta sig á því þarf maður að hafa þekkingu á ritningunni og þeim fyrirboðum sem þar eru birtar.
Tómas Ibsen Halldórsson, 29.12.2018 kl. 00:05
Það var alveg kominn tími á að afskrifa Björn Bjarnason sem sjálfstæðismann.
Hann staðfestir það með þessum afkáralega öfugsnúnu skrifum.
Tek algerlega undir með greiningu þinni og ályktunum, Halldór, og hér eru fleiri fínir pennar, strax hann Jóhann Elíasson óvenju-skarpur, einnig Símon Pétur beinskeyttur og smellhittinn og Gunnar Rögnvaldsson með góða punkta, ásamt öðrum góðum.
ESB-sleikjulið flokksins á ekki neitt slíkt stórskotalið tiltækt, kvinnurnar á báðar hendur formanninum hljóma grátbroslegar með sínar billegu möntrur og kjánalegan áróður um "eintóman misskilning" andstæðinga Þriðja orkupakkans og hins svikræðislega SÞ-fólksflutningapakka!
Björn Bjarnason má muna fífil sinn fegri, og Guðlaugur Þór hefur sömuleiðis verið að glata sínum trúverðugleika. Maður heilsar jafnvel ekki manninum lengur; ég veit að maður á að heilsa óvinum sínum --- sbr. Matth.5.48 --- jafnvel elska þá (Matth.5.44, Lúk. 6.27,35) --- en ég veit ekki til, að það standi nokkurs staðar, að maður eigi að heilsa óvinum ófæddra barna og fullveldis þjóðarinnar. En biðja hlýt ég svo sannarlega fyrir þeim -- og að ógæfan berji hér ekki að dyrum á þessari öld, þegar allt hefði í raun átt að geta fleytt okkur áfram til meiri framfara og frelsis, í stað hins gagnstæða!
Guð blessi Ísland.
Jón Valur Jensson, 29.12.2018 kl. 01:27
Halldór Jónsson,þú mátt fagna að uppgötva tvöfeldni þíns mikils metna félaga tímanlega,þótt það taki þig sárt að steita görn við hann.Sú ákvörðun sýnir okkur heilindi þín gagnvart þjóð þinni.
já og ég óska þér og gestum þínum Gleðilegra Jóla og nýárs.
Mig hryllti við Valgerði systur Björns,þegar hún sagði í beinni;"við göngum í ESB.það er alveg klárt þótt það takist ekki akkurat núna",á þeim tíma var mótstaðan meiri og fáir vissu að skrattinn væri við það að eignast allan heiminn eins og sést á Sameinuðu þjóðunum í dag. Það standast ekki allir feystingar Lúsifers sem leiðtogi okkar kristinna manna Jésú frá Nasaret hafnaði. Guð blessi þjóð okkar Ísland.
Helga Kristjánsdóttir, 29.12.2018 kl. 03:43
Takk fyrir undirtektir öllsömul.
Ég verð hugsi yfir orðum þessa manns sem kannski enginn veit hver raunverulega er :
Ég segi sem ég hef margoft sagt áður að heiðarlegir þjóðlegir og sjálfstæðir íhaldsmenn eiga enga samleið með forystu flokksins sem vinnur að innleiðingu orkupakka 3 svo ræna megi orkuauðlindum lands og þjóðar.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 28.12.2018 kl. 13:23
Halldór Jónsson, 29.12.2018 kl. 06:52
Geir H. Haarde sagði svo á örlagastundu og hlaut auðvitað háð og spott kommanna og landsöluaflanna fyrir:
"Guð blessi Ísland"
En veitti nokkuð af þessum orðum?
Halldór Jónsson, 29.12.2018 kl. 06:55
Það virðast engir vera eftir sem standa upp fyrir þessari þjóð lengur. Að vilja selja sig undir kúgunarsamtök eins og ESB er alvarlegt mál. Þjóðaratkvæðagreiðslu um að fækka þessu fólki.
Kristinn Bjarnason (IP-tala skráð) 29.12.2018 kl. 09:47
Ég skil þessi orð Björns þannig að með því að festa í stjórnarskrá aðild að EES EINA, sé ekki lengur ástæða til að hafa áhyggjur af að einhver taki upp á að reyna að koma landinu í ESB því til þess þyrfti þá að breyta stjórnarskrá.
Mér finnst það skrítið ef menn misskilja þetta. En það er auðvitað allt hægt ef viljinn er fyrir hendi.
Þorsteinn Siglaugsson, 29.12.2018 kl. 11:03
Sæll Halldór.
Björn Bjarnason má til að skýra mál
sitt betur, þar duga engar getsakir.
Húsari. (IP-tala skráð) 29.12.2018 kl. 11:19
Húsari. (IP-tala skráð) 29.12.2018 kl. 11:40
Svo langt vill Björn Bjarnason ganga
svo innleiða megi þriðja orkupakka ESB/EES
vafningalaust, að hann vill, í umboði Junior Bjarna, Gulla litla og puntudúkkanna Þórdísar Reykás varaformanns og ritara Sigurbjörnsdóttur,
að sú innleiðing verði gerð lagalega möguleg
með vísan til framsalsheimildar þeirrar sem þetta landsöluhyski vill að verði stjórnarskrárbundið.
Það er algjörlega augljóst að það er tilgangurinn illi sem helgar meðalið.
Og því er rödd Þorsteins Sigurlaugssonar hér að framan, til varnar hyskinu, jafn hjáróma og fölsk og þegar Steingrímur J. Sigfússon sagði að það væri bara misskilningur illa þenkjandi fólks, að hann og Jóhanna Sigurðardóttir hefðu sent inn umsókn um aðild Íslands að ESB. Við vitum samt öll að þar laug auðvitað Steingrímur, sá hinn sami og nú er forseti þings Junior Bjarna.
Ég á mér draum um að Íslendingar vakni nú, og hrindi óværunum frá sér.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 29.12.2018 kl. 14:34
Heyr fyrir orðum þínum, Símon Pétur.
Jón Valur Jensson, 29.12.2018 kl. 15:49
Hver er þessi Símon Pétur Jón Valur?
Halldór Jónsson, 29.12.2018 kl. 17:56
Ekki veit ég það, en tveir detta mér í hug sem mögulegir.
Jón Valur Jensson, 29.12.2018 kl. 19:48
Það er sorglegt að horfa upp á það, en engu að síður staðreynd, að eina fyrirbærið sem gengst við ábyrgð á verkum sínum nú til dags, skuli vera hryðjuverkasamtök ýmiskonar. Það er illt til þess að hugsa að til þeirra þurfi að senda stjórnmálamenn til náms í heiðarleika með því að viðurkenna axarsköft, lygar og svik sín við almenning.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 29.12.2018 kl. 21:04
Takið eftir:
Haldið þið að það sé tilviljun að núverandi utanríkis eðjót, Gulli litli, hafi skipað Árna Pál Árnason sem yfirkommisar EES kontórsins, f.h. Íslands (þann sama veiklundaða Árna Pál prestsson úr Kópavoginum og sótti um aðild að ESB sem ráðherra í helferðarstjórninni)
og haldið þið að það sé tilviljun að Gulli litli sem niðurlægði Björn Bjarnason í prófkjöri hér um árið, hafi nú skipað Björn, og sá þegið slefandi sem Júdas silfurpeningana forðum, þess hins sama Björns, náfrænda Junior Bjarna sem kvartar nú mjög undan því að Mogginn sjái, skiljanlega, alls enga ástæðu til að birta áramótaávarp formanns forystu án flokks og sem nú vill breyta stjórnarskránni svo hægt sé að knýja fram fullveldisafsal í þágu þriðja, fjórða og fimmta orkupakka EES/ESB, sæstrengs og einkavæðingar fallvatna landsins?
Haldið þið að þetta sé bara tilviljun, að ESB snatar skipi ESB snata?
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 29.12.2018 kl. 21:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.