Leita í fréttum mbl.is

Kjarasamningur minn

hljóðar svo í frumgerð eftir að mér voru falin öll völd.

1.Allir fá 400.000 krónu greiðslu í gegnum skattkerfið árið 2019

2.Þeir sem ekki náðu 3.600.000 krónu tekjum árið 2018 fá greiðslu í gegn um skattkerfið sem nemur 400.000. 

3.Ríkið býður út byggingu 1000 íbúða 100 m2 í Suðurkjördæmi, Suðvesturkjördæmi, Reykjavík og Vesturlandskjördæmi.Sama fjölda dreift á önnur kjördæmi landsins.Þessar íbúðir verða seldar og leigðar.

4.Öðrum kjarasamningum er frestað út árið 2019.

5.Mögulega bæti ég einhverjum snjallræðum við eftir ábendingar frá ASÍ og SA svo.

6. Seðlabankann skora ég á að hækka gengi og lækka vexti sem kostur er.

7. Bönkum fyrirskipa ég að opna ótímabundna verðtryggða sparireikninga fyrir alla með minnst 0,5 % vöxtum ofan á verðtryggingu .  

Þessum snjallræðum í raunkjarabótasamningum breyti ég hugsanlega eftir góðar ábendingar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gildir þessi kjarasamningur líka fyrir þingmenn?cool

Sigurður Bjarklind (IP-tala skráð) 31.12.2018 kl. 09:45

2 identicon

Sæll Halldór,

Ég er með tillögu sem ég veit að slær ekki í gegn vegna vinstri slagsíðu í þjóðfélaginu.

1.10% flatur skattur og engin skattaframtöl er raunhæft þar sem   kr.300.000 og minna helda uppi skattkerfinu.

2. leysa upp lífeyrissjóðina og breyta iðgjöldum í skyldusparnað sem megi nota til íbúðakaupa. Engar íbúðir á vegum ríkissins.

Þá yrði aftur gaman að lifa á Íslandi.

Það virðast vera allt of fáir sem gera sér grein fyrir hvers konar krabbamein í þjóðfélaginu lífeyrissjóðirnir eru.

Lífeyrissjóðir eru ekki lífeyrissjóðir, þeir eru skattar sem örfáir aðilar fá að valsa með í áhættufjárfestingar.

Kristinn Bjarnason (IP-tala skráð) 31.12.2018 kl. 11:01

3 identicon

Þessir kjarasamningar þínir kosta ríkið um 175 miljarða, svona gróflega reiknað. Sem er um 20% af tekjuáætlun ríkisins 2019.
En ég er hjálpsamur náungi, og er tilbúinn að leggja þér lið við þetta, og veita þér umbeðna rðaðgjöf.

Úrlausnarefnið er hvernig þú fjármagnar dæmið. En það er ekkert vandamál. Skattleggja, skattleggja og skattleggja. Plús prentun á peningum. Ekkert mál.
Og þegar fyrirtækin leggja upp laupana, eitt af öðru, vegna skattpíningar, atvinnuleysi ríkur upp, verðbólga mælist í miljónum prósenta, og fólk þarf að betla sér til matar, þá er það bara merki um það að kapítalismi gengur ekki upp, og að ríkissrekstur sé málið.

Þegar skíturinn lendir á viftuspaðanum, sem líklega gerist, þá er bara að kenna Trump um. Og Brexit. Og alþjóðlegu samsæri gyðinga.
Sem sagt, sósíalismi 101.

Hitt sem ég vildi ráðleggja þér, ekki taka svona margar pillur í einu.

Hilmar (IP-tala skráð) 31.12.2018 kl. 11:06

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ríkið (okkur) munar ekkert um 175 milljarða, Í ÞAÐ MINNSTA ER EKKI MIKIÐ TALAÐ UM 256,5 MILLJARÐA, SEM STÓRIÐJAN (ÁLVERIN OG JÁRNBLENDIVERKSMIÐJAN) FENGU ENDURGREIDDA Í FORMI VSK Á 'ARUNUM 2011 - 2015 Á "ÞÁVIRÐI".  EN EF ÞESSI UPPHÆÐ YRÐI FÆRÐ TIL "NÚVIRÐIS" VÆRI HÚN MUN HÆRRI.  Það sem fyrst og fremst ætti að gera er að "LAGA" til í SKATTKERFINU......

Jóhann Elíasson, 31.12.2018 kl. 12:09

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Hilmar minn, sýnist þér stefna íeitthvað minna ef kjarasnillingarnir fá að halda sínu striki?

Ég held að þetta sé auk þess ofreiknað hjá þér, þetta er minna.

Jóhann, geturðu útdkýrt þetta aðeins betur fyrir mér með stóriðjuna?

Halldór Jónsson, 31.12.2018 kl. 12:16

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Hilmar hvernig færðu þessa 175?

Halldór Jónsson, 31.12.2018 kl. 12:16

7 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Jú ég tek undir það að Lífeyrissjóðirnir eru svo sannarlega krabbamein í þessu þjóðfélagi, þar sem verið er að leika sér með fé almennings á Exel til að réttlæta góðan árangur. En til hvers að eiga fullan ísskáp af mat, ef þú færð alldrei að njóta þess. Þetta er fáranleiki einn og Nota Bene, ekki erfist þessi lifeyrir til nánustu ættingja, heldur er þetta fé gert upptækt af sjóðunum. 

Ég vil leggja niður lífeyrissjóðs kerfið í þeirri mynd sem það er. Burt með alla forræðishyggju með fé landsmanna, við getum sparað sjálf. Þessi 6% skattur til Ríkisins til lífeyrissparnaðar líst mér vel á og greiddur skattfrjáls til baka til okkar aftur, burt með tvísköttun. 

Ég vil hækkun á skattleysismörkunum upp að 300.000 kr. það er algjört lámark. Menn eiga ekki að borga skatt af tekjum sem að ekki er hægt að lifa af. Við borgum hvort eð er neysluskatta af öllu sem að við kaupum. 

Það er augljóst að skattsvik eru stunduð í miklum mæli, "neyðin kennir naktri konu að spinna" ef þú lifir ekki af tekjunum sem þú hefur, þá reynirðu að bjarga þér eins og þú getur. 

Það er skattpíningin í þessu landi sem að er að ganga frá öllu. Minni yfirbyggingu í stjórnkerfinu, færri nefndir og fræðinga sem að verið er að búa til störf fyrir á Ríkisspenanum. Við þurfum að punga út fyrir alltof stóru stjórnkerfi í alltof lítlu þjóðfélagi. Við erum einungis 350 þúsund manna þjóðfélagi. Hvað er málið! 

G.Helga Ingadóttir, 31.12.2018 kl. 12:23

8 identicon

80 miljarðar í 400 þús pr mann.
25 miljarðar lágmark fyrir þá sem ekki ná 3.6 mills á ári, og þetta er varlega reiknað.
70 miljarðar fyrir 2000 íbúðir
Samtals 175 miljarðar

Munurinn á heimskulegum kjarsamningum á milli launamanna og atvinnurekenda og skattlagingar ríkisins er sá, að við venjulega kjarasamninga þá hækka atvinnurekendur vöruverð. Skattahækkun ríkisins verður hlutfall af verði, og verðhækkun skilar því ekki sem þarf, nema náttúrulega að hækkunin verði því hressilegri, sem aftur skilar okkur góðri ofurverðbólgu, og minnkandi kaupgetu fólks, sem aftur leiðir af sér minni sölu, og gjaldþrot.

Hilmar (IP-tala skráð) 31.12.2018 kl. 12:27

9 identicon

Varðandi vsk endurgreiðslu til álvera, þá er það svo að allur vsk vegna gjalda sem falla til við framleiðslu er endurgreiddur. 
Innskattur - útskattur, þið munið.

Álverin framleiða hinsvegar til útflutnings, líkt og stærsti hluti fiskiðnaðar, iðnaðarvöru og hugvitsframleiðslu. Þessi útflutningur er í eðli sínu undanþegin álagningu vsk, líkt og í öllum löndum OECD.
Ef vsk á raforku væri ekki endurgreiddur, þá væri það ígildi útflutningstolla, og ekkert ríki sem ætlar að standa sig í samkeppni leggur á útflutningstolla, nema náttúrulega í sósíalískum draumalöndum.

Hilmar (IP-tala skráð) 31.12.2018 kl. 12:33

10 Smámynd: Jóhann Elíasson

Blessaður Halldór og fyrirgefðu að ég svara svona seint. Allur útflutningur er undanþeginn VSK og þar sem rúmlega 98% af framleiðslu álveranna fer til útflutnings, þá greiða álverin aðeins smápeninga í VSK en aftur á móti greiða álverin mikinn VSK til Íslenskra iðnaðarmanna og svo má ekki gleyma því að rafmagnið ber 11% VSK.  Þetta verður þess valdandi að innskatturinn verður mun HÆRRI en útskatturinn, sem aftur leiðir til þessara gífurlegu endurgreiðslna.  Vonandi kem ég þessu almennilega frá mér en endilega láttu mig vita ef það er fleira sem ekki er á hreinu.....

Jóhann Elíasson, 31.12.2018 kl. 12:41

11 Smámynd: Halldór Jónsson

Íbúðirnar eru ekki kostnaður heldur verðmæti sem skila sér til baka þannig að kostnaðurinn er 100 milljarðar Hilmar. Ég samþykki hinar tölurnar. Ég held að það sé skárri útkoma Hilmar en nú stefnir í með frjálsum samningum og minni óðaverðbólga. Kjarabætur verða reunverulegar með hækkandi gengi og lægra vöruverði.

Takk Jóhann þetta er skilið. En þau skila engri vsk skýrslu þar sem þau stunda ekki vskskylda starfsemi frekar en sá sem rekur útleigu íbúðarhúsnæðis. Hann fær ekki að draga frá neinn innskatt af aðkeyptri þjónustu  heldur gjaldfærir hann sem kostnað og greiðir tekjuskatt.  Þar af leiðandi fær hann ekkertt endurgreitt. Er það ekki sama með stóriðjuna sem framleiðir bara til útflutnings?

Halldór Jónsson, 31.12.2018 kl. 13:21

12 Smámynd: Halldór Jónsson

Hilmar, af hverju skyldu ekki álverin greiða vsk af öllu sem þau kaupa innanlands sem  kostnað  eins og innlendur íbúðarútleigjandi sem rekur sina atvinnu á Íslandi eins og álver? Þau borga laun og lífeyhrissjóði, skatta og skyldur eins og aðrir.

Halldór Jónsson, 31.12.2018 kl. 13:24

13 identicon

Gott innlegg Helga,

Því einfaldara sem kerfið er því betra fyrir hinn almenna borgara. Mér skilst að greiðslur til lífeyrissjóða árlega séu 50% hærri en allir tekjuskattar einstaklinga. Ef það væri kr.300.000 skattleysismörk þá er alveg eins hægt að leggja skattinn niður. Fjármálaráðherra segir að það kosti 150 milljarða af 170 milljarða heildartekjum skatta einstaklinga. Ég ætlast til þess að verkalýðsforingjar sæki kjarabætur fyrir sitt fólk hjá lífeyrissjóðum og hinu opinbera. Það er ekkert að hafa annarsstaðar sem verður ekki velt út í þjóðfélagið. Geta ekki t.d. allir verið sammála um að ríkið eigi ekki að sjá um afþreyingu fyrir fólk?

Kristinn Bjarnason (IP-tala skráð) 31.12.2018 kl. 13:33

14 Smámynd: Halldór Jónsson

Já og Hilmar:

Skattahækkun ríkisins verður hlutfall af verði, og verðhækkun skilar því ekki sem þarf, nema náttúrulega að hækkunin verði því hressilegri, sem aftur skilar okkur góðri ofurverðbólgu, og minnkandi kaupgetu fólks, sem aftur leiðir af sér minni sölu, og gjaldþrot.

þessir 100 milljarðar eru innistæðulausir og skila sér sem verðbólga sem allr forystumenn launþega þrá. 

Halldór Jónsson, 31.12.2018 kl. 13:52

15 Smámynd: Jóhann Elíasson

Jú það er nefnilega málið þau skila VSK skýrslu vegna þess að þau stund VSK skylda starfsemi og eru þar af leiðandi á VSK skrá.  Stóriðjan framleiðir ekki eingöngu til útflutnings um 2% framleiðslunnar fara á innanlandsmarkað. 

Jóhann Elíasson, 31.12.2018 kl. 13:56

16 identicon

Fyrst þetta með vsk.
Ekkert útflutningsfyrirtæki í OECD er virðisaukaskylt vegna útflutningsvöru. Vsk er kostnaður sem fellur við lokasölu á vöru. Fram að því er vsk endurgreiddur. Þetta á við um allar vörur. Með því að endurgreiða ekki vsk af t.d. rafmagni, af vöru sem er flutt út, er hún hlutfallslega dýrari en vörur samkeppnisaðila á hinum erlenda markaði. Ef við kjósum að slátra samkeppnishæfni Íslands, þá er þetta svo sem ekkert verri aðferð en hver önnur.

Ef tvö prósent af framleiðslu stóriðju er sala vöru innanlands, þá er einfaldlega greiddur af henni vsk. Ekkert flókið, ef maður kann bara pínulítið í rekstri.

Varðandi 100 miljarða í íbúðir, þá þarf fjármagnið að koma e-h staðar frá. Í þessu tilviki þurfa 100 miljarðar að koma frá ríkinu, og það verður bara í formi lána. Og það erlendra lána, þar sem stór hluti af kostnaði við framleiðslu á íbúðum er erlendur, og nú um stundir mun hærri en áður, þar sem íbúðir eru framleiddar með Pólverjum, sem senda stóran hluta tekna sinna út.

Aukin lántaka kemur niður á lánshæfni og þ.a.l. vöxtum sem ríkið greiðir, og endar hjá okkur þarna úti. Gömul reynsla sýnir okkur að lánastarfsemi ríkisins á íbúðamarkaði skilar alltaf tapi, þrátt fyrir greiðslur þeirra sem í íbúðunum búa.

Ef menn hafa áhuga á að auka fjölda íbúða, þá þarf einfaldlega að einfalda regluverk sem kemur í veg fyrir að aðrir en stórverktakar með Pólverja í vinnu búi við einokun. Úthluta t.d. 10.000 lóðum, og leyfa fólki að byggja sjálft. Ódýrara og hagkvæmara fyrir þjóðfélagið, og líklega vandaðri byggingar.

Allar launahækkanir, hvort sem þær eru í gegnum ríkissjóð eða atvinnulíf, umfram 2-4% á ári, eru innistæðulausar til lengri tíma, nema framleiðni aukist um leið. Allar hugmyndir um e-h stórkostlegar launahækkanir eru út í hött, og skila engu nema óðaverðbólgu. Vilji menn bæta kjörin, þá þarf einfaldlega að auka samkeppni á markaði, og fækka erlendum starfsmönnum, sem eru þarna bara til að halda niðri launakostnaði.

Öll skattlagning á atvinnurekstur, t.d. tryggingagjald launa (sem fer að mestu leiti í rekstur ríkisins, ekki greiðslur vegna atvinnuleysis eða ábyrgðarsjóðs launa) er heftandi fyrir smárekstur, og sá sem er að ströggla við að koma upp rekstri, á ekki séns þar sem ríkið hirðir strax af honum það sem ekki er til.

Hilmar (IP-tala skráð) 31.12.2018 kl. 15:00

17 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hilmar, þá eru virðisaukaskattslögin hér á landi á allt öðrum nótum en annars staðar og því þarf að breyta þeim, það nær ekki nokkurri átt að stóriðjan fái greitt fyrir að vera hérna með sína framleiðslu. Eins og þetta er í dag þá er stóriðjan á ríkisstyrk og þá er spurning hvernig ESA myndi taka á því.  EKKI AÐ UNDRA AÐ ÞEIR VILJI VERA HÉR Á LANDI......

Jóhann Elíasson, 31.12.2018 kl. 15:50

18 Smámynd: Halldór Jónsson

Hvernig lítur vsk skýrsla álversin út? Borga þau ekki innskattinn af rafmagninu og öðru sem þau kaupa innanlands?Fá þau nokkurn innskatt endurgreiddan?

Halldór Jónsson, 31.12.2018 kl. 17:10

19 Smámynd: Jóhann Elíasson

Uppgjörið er nákvæmlega eins og hjá öllum öðrum virðisaukaskyldum fyrirtækjum. Af heildarrafmagninu reiknast 9,91% vsk, sem álverin fá endurgreidd.  Þannig er ekki nóg með að álverin fái rafmagnið ódýrt heldur fá þá 9,91% af því ENDURGREIT fyrir utan allan innskatt sem þau fá af vinnu iðnaðarmanna og öðrum aðföngum.  Einhverjum er ekki vel við að þessi umræða fari í loftið því ég hef ítrekað verið stöðvaður við að koma þessu á framfæri......

Jóhann Elíasson, 31.12.2018 kl. 18:18

20 identicon

Þennan pistil og meðfylgjandi athugasemdir ætti allt vitiborið fólk að lesa.  Ég er að melta þetta ennþá, en tek fyrst undir þá nauðsyn í húsnæðismálum að hefja strax einföldun á regluverkinu, sem Hilmar bendir á, svo fólk hafi tök á að byggja sjálft.  Skera allt kerfið niður við trog, eins og Helga bendir á, og semja upp á nýtt um raforkuverð til álvera og stóriðja og huga að vsk. greiðslum þeirra, eins og Jóhann nefnir og gera svo sem Halldór og Kristinn leggja til.  Gleðilegt nýár.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 31.12.2018 kl. 21:42

21 identicon

Og kolafabrikku Steingríms á Bakka ber að skattleggja 100%.  Og þar að auki að setja 100% vinstri grænat kolefnisjöfnunargjald á skinhelgina sem vellur upp úr öllum þeim fíflum sem studdu þann flokk til stjórnarsetu, sér í lagi forystuna án flokks.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 31.12.2018 kl. 22:29

22 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Gleðilegt ár allir saman.

Tek heilshugar undir með Halldóri og einnig þeirri

skoðun hvernig lífeyrissjóðirnir eru í raun.

En Hilmar, aths.3, þetta ætti nú að vera þessari ríkisstjórn

auðvelt að redda. Sérstaklega í ljósi þess að einn af foringjum

hennar og hans ætt fékk afskrifaða hátt í 140 milljarða.

Ein fjöldskylad fær svona mikið afskrifað og ekkert hægt

að gera fyrir Jón og Gunnu. Glæsilegt ekki satt.

Báknið hefur sjaldan verið verra eins og það er í dag,

og þar þarf að skera niður. Fækka þingmönnum og tala nú

ekki um þetta aðstoðarmanna rugli og þessum endalausu 

sérfræðinga álitum, sem nær undantekningalaus eru gerð í

því markmiðið að auka báknið. Þegar þessu væri komið í gegn

gætu kannski þingmenn farið að vinna sína vinnu, og unnið af

sinni sannfæringu, en ekki einhverjum álitum hér og þaðan.

Þá fyrst myndi kannski farið að glitta í einhverja

von um betra Ísland.

Sigurður Kristján Hjaltested, 1.1.2019 kl. 14:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 84
  • Sl. viku: 127
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 77
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband