Leita í fréttum mbl.is

Á Viđreisn sér viđreisnar von?

ef mađur les áramótaávarp formannsins Ţorgerđar Katrínar?

"... Skilabođin er lituđ af einangrunarhyggju, landamćramúrum og tortryggni gagnvart alţjóđasamstarfi og auknum kröfum um gegnsći og jafnrétti. Ađ almannahagsmunir víki fyrir sérhagsmunum er ekkert tiltökumál.

... Nú, ţremur áratugum síđar, hriktir í stođum ţess alţjóđakerfis sem hefur veriđ umgjörđ samvinnu vestrćnna ţjóđa í svo langan tíma. Framtíđin er alltaf óráđin. En engum getur dulist ađ framundan eru meiri óvissutímar í samskiptum ţjóđa en flestir núlifandi Íslendingar hafa ţekkt.

.... En viđ megum ţó ekki vera svo upptekin viđ ţau efni ađ hitt gleymist hvernig viđ komum ár okkar fyrir borđ í samfélagi ţjóđanna. Sú ákvörđun mun hafa langmest áhrif á fullveldiđ, lífskjör almennings og nýsköpun íslenskrar menningar, tćkni og vísinda.

.... Í fyrsta lagi er ţađ neikvćđ afstađa forseta Bandaríkjanna til ţess alţjóđakerfis sem ţau höfđu forystu um ađ mynda og Ísland hefur veriđ virkur ţátttakandi í bćđi á sviđi varnarmála og efnahagssamvinnu. Svo vćgt sé til orđa tekiđ hefur forseti Bandaríkjanna sáđ efasemdum um forystuhlutverk ţeirra í samtökum vestrćnna lýđrćđisţjóđanna en einnig innan eigin rađa. 

...Í öđru lagi hefur ţjóđernisleg einangrunarhyggja eflst í Bandaríkjunum og víđa í Evrópu. Bandaríkin sem áđur sáu hag í ţví ađ stuđla ađ sameiningu Evrópu sjá nú tćkifćri í ađ sundra henni.

...Breska ţjóđin ákvađ ađ rjúfa hin nánu efnahagslegu tengsl viđ önnur Evrópuríki til ţess ađ losna undan málamiđlunum viđ smćrri ríki álfunnar. Efnahagslegum og viđskiptalegum hagsmunum smáţjóđa stendur ógn af ţessari ţróun.

.... innan nokkurra ríkja Atlantshafsbandalagsins og Evrópusambandsins hefur ţeim stjórnmálaöflum vaxiđ fiskur um hrygg sem markvisst grafa undan meginstođum lýđrćđissamfélagsins eins og dómstólum og fjölmiđlum. Jafn réttur karla og kvenna, réttindi hinsegin fólks, flóttafólks og annara minnihlutahópa er dreginn í efa og frćjum tortryggni og upplausnar sáđ.

..... Hagsmunum smáţjóđa er betur borgiđ í fjölţjóđasamvinnu en međ tvíhliđa samningum. Ţess vegna ţurfum viđ ađ meta í nýju ljósi hvernig áfram verđi unniđ ađ hagsćld ţjóđarinnar og međ hvađa ţjóđum viđ viljum skipa okkur í sveit. Viljum viđ fylgja Bretum út af innri markađi Evrópusambandsins eđa standa međ öđrum Norđurlöndum innan Evrópusamvinnunnar?

..... Sjálfstćđisflokkurinn var áđur kjölfesta og forystuafl fyrir pólitískri og efnahagslegri samvinnu viđ ađrar ţjóđir. Nú er hann klofinn í tvćr fylkingar  ţar sem takast á ţjóđernisleg einangrunarhyggja og frjálslynd viđhorf um alţjóđasamstarf.

.........VG og forverar ţess stóđu áđur gegn hverju skrefi sem stigiđ var í ţessum efnum. Nú hefur flokkurinn gert sátt um ađ taka stjórnskipulega ábyrgđ á fortíđinni gegn ţví ađ rćđa ekki ţćr nýju áskoranir sem Íslands stendur andspćnis í framtíđinni. Ţađ er vissulega framför, áhugaverđ fyrir sagnfrćđinga, en ekki ţađ sem komandi kynslóđir eru ađ kalla eftir. Ţetta bandalag er í hnotskurn stćrsti pólitíski vandinn á Íslandi um ţessar mundir. Bandalag kyrrstöđu sem ýtir jafnframt undir óvissu um alţjóđlegar skuldbindingar okkar. Ţrátt fyrir ađ alţjóđasamstarf hafi aukiđ réttlćti og jafnađ ađstöđumun í samfélaginu – og mun gera ţađ enn frekar međ nýjum gjaldmiđli. 

...Ár framfara á sama tíma og víđa er vegiđ ađ grunnstođum lýđrćđis og mannréttinda. Áriđ ţar sem hin pólitíska víglína hér heima breyttist; úr vinstri-hćgri yfir í frjálslyndi-íhaldssemi.

 

.....Um leiđ ţurfum viđ ađ auka umrćđu um ţetta mikilvćgasta viđfangsefni stjórnmálanna. Mynda nýja kjölfestu um framtíđarhagsmuni Íslands í fjölţjóđlegri samvinnu. Og reyna hvađ viđ getum ađ kveđa niđur ţá fortíđardrauga sem standa í vegi fyrir ţví ađ takast á viđ breytta veröld. Viđ sjáum ekki allt fyrir. En viđ megum ekki fresta ţví ađ takast á viđ framtíđina. Viđ börđumst ekki fyrir frelsi ţjóđarinnar stjórnmálamannanna vegna.

.........Fullveldiđ notum viđ best ef viđ getum gefiđ öllum ţeim sem vettlingi geta valdiđ frelsi, ekki ađeins innan landsteinanna heldur einnig utan ţeirra, til ađ láta frumkvćđi og sköpunargleđi njóta sín í hvívetna í ţágu samfélagsins. Lćrum af fortíđinni, virđum fegurđina í fjölbreytileika nútímans og fögnum ţví sem framtíđin ber í skauti sér. "

 Viđreisn er viđurkenndur klofningur út úr Sjálfstćđisflokknum ţar sem frjálslyndiđ rćđur ríkjum og sameinast um ađ vilja ganga i Evrópusambandiđ. Ţađ er grunndvallarstefnan.

Opin landamćri og imnflutningur flóttamanna.Upptaka EVRU međ inngöngu i ESB.  Sorosismi. Trumpofóbía. Klekkja á Bretum vegna Brexit. Ţađ eru önnur helstu grunnstef Viđreisnar.

Mun Viđreisn eiga sér viđreisnar von eftir nćstu kosningar í svo ákveđinni samkeppni viđ Samfylkinguna?


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bulliđ hjá henni ŢKG hélt svo áfram í Kryddsíldinni. Ef til vill mun mađur muna eftir í síđustu bćn ársins ađ ţakka Guđi fyrir ađ hún sé ekki í ríkisstjórn Íslands

Grímur (IP-tala skráđ) 31.12.2018 kl. 16:51

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessađur Halldór og gleđilegt nýtt ár og takk fyrir öll ţín góđu samskipti á árinu sem er liđiđ, hvort sem ţađ er á ţessu bloggi sem ţú kallađir mig kommatitt, eđa á bloggi mínu sem ţú skammađir mig fyrir margt annađ, en gafst mér hrós ţegar ţú taldir mig hafa unniđ fyrir ţví.  Og trúđu mér, ţađ er vel metiđ ţegar öldungur gefur orđum manns vigt, og engu skiptir önnur ágreiningsatriđi sem eru eđlileg, miđađ viđ skođanir, eđa ţađ sem ég virđi einna mest viđ ţig, kynslóđabil. Og ţú brúar ţau bil.

En hví missti penni ţinn (putti) mátt ţegar kom ađ ţví ađ lýsa nýfrjálshyggju Ţorgerđar Katrínar, eđa ţeirrar meinsemdar sem Heliđ grefur um sig á samfélögum fólks.???

Mér skilst ađ ţú eigir margar fćrslur sem upphefja góđ og gegn íhaldssöm gildi gegn hrođa peningahyggju sem sýgur ţrótt úr samfélagi okkar, ţó vissulega verđi fáir ríkari fyrir vikiđ.

Greining mín sem ţú munt aldrei verđa sammála. En samt svo beitt gegn ţví sem ég hef svo megnustu skömm á.

Vitum báđir, en hví ađ vitna í ŢKG??? af hverju stígur ţú ekki skrefiđ til fulls??

Varla ertu hrćddur ađ enda međ ţann dóm sem ţú gafst í vörn ţinni sem ţú veist í dag var ekki verjanleg??

En ţađ andhćfa kannski fleiri  Ţorgerđi Katrín en kommatittar??

Til dćmis ţeir sem nota sín eigin rök til ađ afhjúpa fals eđa rökleysur annarra.

Og hétu Halldór ţegar eftir var tekiđ.

Kveđja ađ austan.

 

 

 

Ómar Geirsson, 1.1.2019 kl. 02:46

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir ţetta Ómar

Ég veit ekki hvađ nýfrjálshyggja er. Fyrir mér er bara til ein gerđ af frelsi em endar ţar sem frelsi annarra byrjar.Ţađ geta kommatittir ekki skiliđ sem vilja stjórna frelsi allra sjálfir einir. 

Og frelsi fyrir Ísland fćst ekki međ ráđum Ţorgerđar Katrínar og herskyldu Íslendinga í Evrópuhernum hans Macron.

Halldór Jónsson, 1.1.2019 kl. 13:48

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 153
  • Sl. sólarhring: 990
  • Sl. viku: 5943
  • Frá upphafi: 3188295

Annađ

  • Innlit í dag: 147
  • Innlit sl. viku: 5053
  • Gestir í dag: 147
  • IP-tölur í dag: 147

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband