Leita í fréttum mbl.is

Á Viðreisn sér viðreisnar von?

ef maður les áramótaávarp formannsins Þorgerðar Katrínar?

"... Skilaboðin er lituð af einangrunarhyggju, landamæramúrum og tortryggni gagnvart alþjóðasamstarfi og auknum kröfum um gegnsæi og jafnrétti. Að almannahagsmunir víki fyrir sérhagsmunum er ekkert tiltökumál.

... Nú, þremur áratugum síðar, hriktir í stoðum þess alþjóðakerfis sem hefur verið umgjörð samvinnu vestrænna þjóða í svo langan tíma. Framtíðin er alltaf óráðin. En engum getur dulist að framundan eru meiri óvissutímar í samskiptum þjóða en flestir núlifandi Íslendingar hafa þekkt.

.... En við megum þó ekki vera svo upptekin við þau efni að hitt gleymist hvernig við komum ár okkar fyrir borð í samfélagi þjóðanna. Sú ákvörðun mun hafa langmest áhrif á fullveldið, lífskjör almennings og nýsköpun íslenskrar menningar, tækni og vísinda.

.... Í fyrsta lagi er það neikvæð afstaða forseta Bandaríkjanna til þess alþjóðakerfis sem þau höfðu forystu um að mynda og Ísland hefur verið virkur þátttakandi í bæði á sviði varnarmála og efnahagssamvinnu. Svo vægt sé til orða tekið hefur forseti Bandaríkjanna sáð efasemdum um forystuhlutverk þeirra í samtökum vestrænna lýðræðisþjóðanna en einnig innan eigin raða. 

...Í öðru lagi hefur þjóðernisleg einangrunarhyggja eflst í Bandaríkjunum og víða í Evrópu. Bandaríkin sem áður sáu hag í því að stuðla að sameiningu Evrópu sjá nú tækifæri í að sundra henni.

...Breska þjóðin ákvað að rjúfa hin nánu efnahagslegu tengsl við önnur Evrópuríki til þess að losna undan málamiðlunum við smærri ríki álfunnar. Efnahagslegum og viðskiptalegum hagsmunum smáþjóða stendur ógn af þessari þróun.

.... innan nokkurra ríkja Atlantshafsbandalagsins og Evrópusambandsins hefur þeim stjórnmálaöflum vaxið fiskur um hrygg sem markvisst grafa undan meginstoðum lýðræðissamfélagsins eins og dómstólum og fjölmiðlum. Jafn réttur karla og kvenna, réttindi hinsegin fólks, flóttafólks og annara minnihlutahópa er dreginn í efa og fræjum tortryggni og upplausnar sáð.

..... Hagsmunum smáþjóða er betur borgið í fjölþjóðasamvinnu en með tvíhliða samningum. Þess vegna þurfum við að meta í nýju ljósi hvernig áfram verði unnið að hagsæld þjóðarinnar og með hvaða þjóðum við viljum skipa okkur í sveit. Viljum við fylgja Bretum út af innri markaði Evrópusambandsins eða standa með öðrum Norðurlöndum innan Evrópusamvinnunnar?

..... Sjálfstæðisflokkurinn var áður kjölfesta og forystuafl fyrir pólitískri og efnahagslegri samvinnu við aðrar þjóðir. Nú er hann klofinn í tvær fylkingar  þar sem takast á þjóðernisleg einangrunarhyggja og frjálslynd viðhorf um alþjóðasamstarf.

.........VG og forverar þess stóðu áður gegn hverju skrefi sem stigið var í þessum efnum. Nú hefur flokkurinn gert sátt um að taka stjórnskipulega ábyrgð á fortíðinni gegn því að ræða ekki þær nýju áskoranir sem Íslands stendur andspænis í framtíðinni. Það er vissulega framför, áhugaverð fyrir sagnfræðinga, en ekki það sem komandi kynslóðir eru að kalla eftir. Þetta bandalag er í hnotskurn stærsti pólitíski vandinn á Íslandi um þessar mundir. Bandalag kyrrstöðu sem ýtir jafnframt undir óvissu um alþjóðlegar skuldbindingar okkar. Þrátt fyrir að alþjóðasamstarf hafi aukið réttlæti og jafnað aðstöðumun í samfélaginu – og mun gera það enn frekar með nýjum gjaldmiðli. 

...Ár framfara á sama tíma og víða er vegið að grunnstoðum lýðræðis og mannréttinda. Árið þar sem hin pólitíska víglína hér heima breyttist; úr vinstri-hægri yfir í frjálslyndi-íhaldssemi.

 

.....Um leið þurfum við að auka umræðu um þetta mikilvægasta viðfangsefni stjórnmálanna. Mynda nýja kjölfestu um framtíðarhagsmuni Íslands í fjölþjóðlegri samvinnu. Og reyna hvað við getum að kveða niður þá fortíðardrauga sem standa í vegi fyrir því að takast á við breytta veröld. Við sjáum ekki allt fyrir. En við megum ekki fresta því að takast á við framtíðina. Við börðumst ekki fyrir frelsi þjóðarinnar stjórnmálamannanna vegna.

.........Fullveldið notum við best ef við getum gefið öllum þeim sem vettlingi geta valdið frelsi, ekki aðeins innan landsteinanna heldur einnig utan þeirra, til að láta frumkvæði og sköpunargleði njóta sín í hvívetna í þágu samfélagsins. Lærum af fortíðinni, virðum fegurðina í fjölbreytileika nútímans og fögnum því sem framtíðin ber í skauti sér. "

 Viðreisn er viðurkenndur klofningur út úr Sjálfstæðisflokknum þar sem frjálslyndið ræður ríkjum og sameinast um að vilja ganga i Evrópusambandið. Það er grunndvallarstefnan.

Opin landamæri og imnflutningur flóttamanna.Upptaka EVRU með inngöngu i ESB.  Sorosismi. Trumpofóbía. Klekkja á Bretum vegna Brexit. Það eru önnur helstu grunnstef Viðreisnar.

Mun Viðreisn eiga sér viðreisnar von eftir næstu kosningar í svo ákveðinni samkeppni við Samfylkinguna?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bullið hjá henni ÞKG hélt svo áfram í Kryddsíldinni. Ef til vill mun maður muna eftir í síðustu bæn ársins að þakka Guði fyrir að hún sé ekki í ríkisstjórn Íslands

Grímur (IP-tala skráð) 31.12.2018 kl. 16:51

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Halldór og gleðilegt nýtt ár og takk fyrir öll þín góðu samskipti á árinu sem er liðið, hvort sem það er á þessu bloggi sem þú kallaðir mig kommatitt, eða á bloggi mínu sem þú skammaðir mig fyrir margt annað, en gafst mér hrós þegar þú taldir mig hafa unnið fyrir því.  Og trúðu mér, það er vel metið þegar öldungur gefur orðum manns vigt, og engu skiptir önnur ágreiningsatriði sem eru eðlileg, miðað við skoðanir, eða það sem ég virði einna mest við þig, kynslóðabil. Og þú brúar þau bil.

En hví missti penni þinn (putti) mátt þegar kom að því að lýsa nýfrjálshyggju Þorgerðar Katrínar, eða þeirrar meinsemdar sem Helið grefur um sig á samfélögum fólks.???

Mér skilst að þú eigir margar færslur sem upphefja góð og gegn íhaldssöm gildi gegn hroða peningahyggju sem sýgur þrótt úr samfélagi okkar, þó vissulega verði fáir ríkari fyrir vikið.

Greining mín sem þú munt aldrei verða sammála. En samt svo beitt gegn því sem ég hef svo megnustu skömm á.

Vitum báðir, en hví að vitna í ÞKG??? af hverju stígur þú ekki skrefið til fulls??

Varla ertu hræddur að enda með þann dóm sem þú gafst í vörn þinni sem þú veist í dag var ekki verjanleg??

En það andhæfa kannski fleiri  Þorgerði Katrín en kommatittar??

Til dæmis þeir sem nota sín eigin rök til að afhjúpa fals eða rökleysur annarra.

Og hétu Halldór þegar eftir var tekið.

Kveðja að austan.

 

 

 

Ómar Geirsson, 1.1.2019 kl. 02:46

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir þetta Ómar

Ég veit ekki hvað nýfrjálshyggja er. Fyrir mér er bara til ein gerð af frelsi em endar þar sem frelsi annarra byrjar.Það geta kommatittir ekki skilið sem vilja stjórna frelsi allra sjálfir einir. 

Og frelsi fyrir Ísland fæst ekki með ráðum Þorgerðar Katrínar og herskyldu Íslendinga í Evrópuhernum hans Macron.

Halldór Jónsson, 1.1.2019 kl. 13:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 3419710

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband