Leita í fréttum mbl.is

Þeir hefðu þegið hlýnun

ef marka má lýsingar á vetrinum 1812 sem lesa má um á vef Trausta Jóssonar.

Eftir þann fellivetur með óskaplegum snjóum kom vorið.

Espólín: XLVII. Kap. Eftir nýárið batnaði nokkuð veðrátt, en þó var víða jarðlaust. Á þorra versnaði aftur veðrátt og kom hafís, var ekkert gagn að honum, nema einn hval rak, mikinn og góðan, fyrir Byrgisvík á Ströndum; þar var áður etið upp nálega allt það er skinnkynjað var; hákallar náðust og sumstaðar í vökum. Þá týndust 8 menn af skipi undir Jökli, og urðu fleiri misfarir; gjörði hin hörðustu jarðbönn af blotum hvervetna austan og norðan lands, og voru margir menn þrotnir að heyjum á gói; hélst þessi veðrátt alla stund, og voru hörkur miklar á páskum, svo hestar frusu til bana vestra; tók þá at falla stórum bæði sauðfé og hross fyrir norðan land, og hvervetna annarstaðar, og þótti þessi vetur einna stríðastur orðið hafa um 29 ár hin næstu, en bjargir mjög bannaðar af sjó og öðru. (s54). Syðra var gott til góu, en þá féll mikill lognsnjór og tók fyrir fiskafla, en allgóður var aflinn vestra og jarðasamt (s55).

Jón í Möðrufelli segir svo:

 

Júní mikið bágur. Loftkuldar sífellt með næturfrosti, fer gróðri sárlega lítið fram. Fyrstu 3 vikur júlí dauðakaldar og þurrar. Þá gerði skelfilegt áfelli, snjóaði ofan undir bæi, mikill snjór í fjöll og fennti far fé. Ágúst heldur óþurrkasamur. Frost og hríð um miðjan september, en síðan mun betri tíð....

...október fyrst nokkuð óstilltur, en þann 10. segir Jón að tíð sé úrkomusöm en ei köld og kýr gangi úti. Viku síðar er sagt að bleytusamt hafi verið framan af vikunni, en síðan hafi kólnað og sé orðið heldur vetrarlegt. Vikan þar á eftir var stillt og snjólítið var í sveitinni. Nóvember sæmilegur, þriðja vika hans mikið stillt og hæg og sæmileg jörð. Í desember er aðallega talað um stillta tíð, og hláku um jólin. "

Það var víst ekkert kolefnisgjald lagt á bændur og aðra um þetta leyti þó kýrnar leystu út að vanda og mó væri brennt.

Af hverju voru veturnir  svona kaldir og tíðarfarið svona árhundruðum saman.Af hverju fóru menn að flytjast vestur u haf í lok aldarinnar? Hafði hið aldalanga Maunder Minimum eitthvað með þetta að gera?

Hefur Ísland ekki orðið byggilegra síðan þetta var?Hlýnun loftslagsins hefur breytt landinu sem betur fer. Nú á að taka björgina frá þeim sem minnst mega sín og setja hana til að berjast við hlýnun loftslagsins eftir uppskrift AlGore og fjörtíuþúsund fíflanna í París.

Menn þeytast um heiminn og skilja eftir sig þotuslóð í háloftunum. Og græða milljónir á fjárfestingum sínum í olíuiðnaðinum meðan aðrir trúa með augun sín blá.

Forfeðurnir hefðu hinsvegar þegið hlýnandi veður. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband