Leita í fréttum mbl.is

Látum ekki elítuna ráða klukkunni

förum á https://samradsgatt.island.is/ og stöðvum áformin um klukkuhringlið.

Þangað hópast núna sérvitringar og vilja breyta því sem hefur gefist afbragðs vel í áratugi og sparað mikið. Ekki fara að gera við það sem ekki er bilað segir Murphy og hann veit sínu viti.

Þessi umræða blossar alltaf upp með reglulegu millibili. Aðeins óþægindi fylgja hringli með klukkuna, maður missir óviðbúinn af flugi eða verður of seinn. Ekkert nema vandamál að hafa ekki klukkuna alltaf eins eftir tímabeltum.

Látið málið ykkur varða og sendið inn umsagnir. Veljið leið A sem er óbreytt ástand.Látum ekki elítuna og sérvitringana ráða fyrir okkur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er þessi samráðsgátt ekki vita gagnslaus, er ekki bara verið leyfa lýðnum að halda að við höfum einhver áhrif á það sem þarna er verið að fjalla um. Það er eflaust ekkert hlustað á þessar umsagnir.

Halldór (IP-tala skráð) 14.1.2019 kl. 11:43

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Undirrituð er engin "elíta", en vil seinka klukkunni um klst í samræmi við sólarstöðuna.  Er þó svokölluð "B-manneskja".
Hérlendis hefur ekki verið neitt hringl síðan 1968 en þá var fastinn bara settur skakkt sem nemur þessum klukkutíma.  :)

Kolbrún Hilmars, 14.1.2019 kl. 12:12

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er kannski ESB og Soros sem eru að reyna að breyta klukkunni hér? Það er þá gróft brot gegn fullveldi íslenskra stjórnmálamanna, ekki satt?

Þorsteinn Siglaugsson, 14.1.2019 kl. 18:27

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Best væri að stilla klukkuna enn meira aftur, þannig að betra sé að grilla og Ameríkutími sé færður nær. 

Annars er fullt af löndum sem eru með sama tíma á meira en einu tímabelti.

Og þess utan þá er ekki sama sólstaða vestast og austast á landinu. Það munar næstum því einum tíma. Þannig að þar verður þá að banna búsetu, því hún yrði utan við lögtímann.

Sennilega er best að leysa þetta þannig að í Reykjavík sé Reykjavíkurtími á meðan Ísland er á allt öðrum tíma, þannig að gjaldheimtan sé alltaf lokuð, frá okkur séð. 

Gunnar Rögnvaldsson, 14.1.2019 kl. 18:28

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þessi klukkuspeki öll er eiginlega hálf kjánaleg. Einhverjir doktorar búnir að komast að því að það breyti öllu fyrir fólk hvort það fer klukkutíma fyrr eða seinna á fætur. En hvað svo? Sumir fara að sofa klukkan 10 á kvöldin, aðrir klukkan 1. Sumir vakna kl. 7, aðrir kl 6. Hvað á þá að gera? Setja einhverjar reglur um þetta?

Auk þess er það þannig á Íslandi að á sumrin er bjart allan sólarhringinn og yfir háveturinn er eiginlega aldrei bjart. Hvað á að gera í því?

Með öðrum orðum, er ekki bara verið að blása upp í yfirstærð eitthvað sem er í besta falli algert aukaatriði og engin leið að hafa neina stjórn á?

Þessi fræðimennska er svolítið eins og einhver lýsti guðfræði einhvern tíma: "Guðfræðingur er maður sem leitar með bundið fyrir augun, í myrkvuðu herbergi, að svörtum ketti - sem er ekki þar staddur."

Þorsteinn Siglaugsson, 14.1.2019 kl. 18:38

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þorsteinn. OMG!

Ert þú að véfengja Heiðnikikrjuveldi háskólanna? 

Þeir skammta þér Stalíntíma. Þú verður að meðtaka.

Þú verður að tímastilla þig maður, eftir því sem Heiðnikirkjuveldi háskólanna segir núna. Nýr sannleikur er kominn. 

Pronto?

Gunnar Rögnvaldsson, 14.1.2019 kl. 18:46

7 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Það er allt að því guðdómlega vitlaust að rífast um eina klukkustund! Ein klukkustund. Sextíu mínútur. Þrjú þúsund og sex hundruð sekúndur. Þessu agnarsmáa tímatali, fái tímaflakkarar sínu framgengt, er ætlað að gera unglingana okkar ferska á ný og koma í veg fyrir sjálfsskaða, sjálfsmorð, skammdegisþunglindi, lærdómsvandræði, kvíðaröskun, einelti og ég veit ekki hvað.

 Þeir sem halda þessu þvaðri fram, ættu frekar að beina sjónum sínum að því að sinna börnunum sínum betur, í stað þess að henda í þau snjalltækjum.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 15.1.2019 kl. 01:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband