Leita í fréttum mbl.is

Vilhjálmur Árnason

þingmaður Sjálfstæðisflokksins var á útvarpi Sögu hjá Pétri Gunnlaugssyni nú rétt áðan. 

Pétur spurði í þaula hvort Vilhjálmur ætlaði að styðja innleiðingu 3. Orkupakkans og hversvegna? 

Vilhjálmur ætlar að styðja pakkann vegna þess að við séum ekki tengdir inn á orkumarkað ESB þó að við verðum hluti af honum með samþykkt pakkans og vegna EES.

Það sem ekki kom fram var hvort við getum neitað því að hingað verði lagður sæstrengur ef einhver aðili utan Íslands vill hann leggja á sinn kostnað? 

Ef við neituðum um leyfi værum við þá ekki að brjóta gegn inntaki 3. Orkupakkans og EES samningsins um sameiginlegan orkumarkað sem við höfum þá samþykkt?

Er ekki nokkuð ljóst að við gætum ekki farið gegn anda samningsins með því að neita lagningu sæstrengs hingað? Kæmi sæstrengur er þá ekki hafin samkeppni um orkuna sem hlýtur að leiða til hækkunar innanlands á orkuverði en ekki lækkunar?

Hvar eru þá kostirnir við að samþykkja 3. Orkupakkann? Hefur því verið svarað?

Vilhjálmur Árnason svaraði þessu atriði ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Árnason

Það eru engir kostir við 3ja okrupakkann, bara ókostir.

Haukur Árnason, 29.1.2019 kl. 17:19

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Gott hjá ykkur, Halldór og Haukur!

Kvikindið hann Björn Bjarnason er enn með opinskáan áróður fyrir Þriðja orkupakkanum á Moggabloggi í dag --- í sínum bloggum þar, sem aldrei er hægt að gera neinar athugasemdir við!

Og Facebókin hans virðist kyrfilega lokuð fyrir gagnrýnendum!

Hann gerir sér líka grein fyrir því, að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar er á móti þessum orkupakka hans --- og á móti sæstrengnum, þótt tengdasonur hans Heiðar Már Guðjónsson sé sagður vilja fjárfesta í honum!

Og svo var Björn valinn í nefnd til að meta kosti og ókosti EES-samningsins --- maður sem predikað hefur meint ágæti EES-samningsins og þagað um fram komnar upplýsingar um skaðann af honum!

Jón Valur Jensson, 29.1.2019 kl. 17:42

3 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins virðast ekki þora að gera annað en það sem þeim er sagt. Hafi orkupakkinn ekkert að segja þar sem við erum ekki tengd Evrópu í gegnum sæstreng, hvers vegna í ósköpunum þurfum við þá að taka upp þennan pakka??? Það þarf enginn að segja mér að það verði ekki ætlunin að leggja streng og gera pakkann virkan á kostnað íslensku þjóðarinnar.

Sjálfstæðisflokkurinn með Bjarna Ben. sem formann opinberar undirlægju sína gagnvart ESB svo ekki verði um villst. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki að vinna Íslandi gagn, það er ég löngu farinn að sjá.

Tómas Ibsen Halldórsson, 29.1.2019 kl. 19:13

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þegar Viðreisn var stofnuð fagnaði maður því að nú væri loks skorið burt það ESB krabbamein sem hrjáði Sjálfstæðisflokk.

Það var greinilega ekki skorið nógu djúpt!

Gunnar Heiðarsson, 29.1.2019 kl. 19:34

5 identicon

Það er verulega dapurlegt að helstu svikara gegn landi og þjóð skuli (einnig) vera að finna meðal þingmanna og ráðherra Sjálfstæðisflokksins.  Hvílík ógæfa að svo sé komið fyrir þessum flokki.  Það er ekki forystunni einni að kenna, það er þingmönnum hans ekki síður að kenna.  Aumingja Villi litli.  Var að vona að hann héldi sig bara við sína venjulegu dellu með klukkuhringlið og brennivín í búðir.  Ónei, þeir munu allir bregðast þegar græðgin tekur vit þeirra yfir.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 29.1.2019 kl. 20:49

6 identicon

Við sem erum í Sjálfstæðisflokknum verðum greinlega að vera duglegri að mæta á fundi og láta álit okkar í ljós

Grímur (IP-tala skráð) 29.1.2019 kl. 22:00

7 identicon

Já, Grímur, ætli maður neyðist ekki til að ganga í flokkinn aftur og fylkja liði með góðum og sönnum sjálfstæðum mönnum og turna þessum þingmannadruslum til vitsins og lesa þrumandi raustu yfir þeim landsfundarályktanir og upphaflega stefnuskrá flokksins.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 29.1.2019 kl. 22:55

8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það kostar þolinmæði minn ágæti Símon Pétur og verður erfitt að  minna þingmenn á svarna eiða og stefnuskrá Sj,stæðisflokks sem þeir eru u.þ.b að svíkja. - Viðreins skildi eftir sig meinvarp sem breiðist ört út.

 Þingmenn Sjálfstæðisflokksins þurfa ekki að spyrja okkur hvað við viljum,heldur hvað við viljum ekki að þeir geri út á atkvæði okkar; Það er bráð aðkallandi.                                                        

Helga Kristjánsdóttir, 30.1.2019 kl. 02:58

9 Smámynd: Halldór Jónsson

    •  Já Jón Valur.  Björn skrifar:"Þ

    • lesið er ýmislegt sem sagt er t.d. um 3. orkupakkann mætti ætti ætla að ný stofnun, Acer, hefði nýtt og meira vald en áður hefði verið fyrir hendi innan EES. Af þessu er dregin sú ályktun að fullveldi Íslands sé ógnað.

    • Þetta er úr lausu lofti gripið og undarlegt að ákvörðun frá ESB frá árinu 2009 skuli valda þessum deilum á Íslandi árið 2019.

    Deilurnar eru á öðru reistar en rökstuddri greiningu á 3. orkupakkanum.

     

      • DEILA

      Halldór Jónsson, 30.1.2019 kl. 04:48

      10 Smámynd: Jón Valur Jensson

      Stórlygarinn Björn og hefur ekkert umboð frá landsmönnum til að stuðla að því markvisst að við sýnum árveknisleysi í þessu máli og að við tökum þá stóru áhættu sem sannarlega er þarna fyrir hendi fyrir fullveldi okkar og velsæld fólks í landinu (með okkar hagstæða raforkuverð, fái ESB-liðið ekki að komast með krumlurnar í okkar raforkumál og tengdasonur Björns ekki í það að fjárfesta í sæstreng!

      Þvílíkt !!!

      Jón Valur Jensson, 30.1.2019 kl. 10:50

      11 Smámynd: Halldór Jónsson

      Jón Valur, þú ert óvenju stóryrtur í dag af annars dagfarsprúðum manni að vera.

      Halldór Jónsson, 30.1.2019 kl. 13:27

      12 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

      Hirðmenn konungs fá greiðslur áfram, eftir að þeir detta af þingi.

      Ég er einhversstaðar með grein, sem segir að allir, efst í stjórnsýslunni geti orðið hirðmenn konungs.

      Egilsstaðir, 30.01.2019  Jónas Gunnlaugsson

      Jónas Gunnlaugsson, 30.1.2019 kl. 14:59

      13 Smámynd: Jón Valur Jensson

      Varla segir Björn Bjarnason satt um þessi stórmál orkupakkans og sæstrengsins að þínu áliti, Halldór sæll. Ergo er hann stórlygari að okkar beggja mati.

      Og er hann  ekki ramm-hagsmunatengdur?

      Og er hann ekki vanhæfur til að veita þessari meintu skoðunarnefnd forystu, sem rammhlutdrægur og fyrir fram mótaður fram í fingurgóma í EES-málinu?

      Getur hann ekki bara farið að leggja sig og hætta þessum stórháskalegu afskiptum sínum af stjórnmálum á Íslandi? Er ekki einmitt mjög hætt við því að yngri menn, í þingliði Sjálfstæðisflokksins, taki mark á þessum spraðurbassa um þessi orkupakkamál? Hvað þarf hann alltaf sí og æ að vera að tjá sig -- og ávallt án þess að menn fái að leggja inn leiðréttandi athugasemdir til að vara við villukenningum hans!

      Getur þá ekki verið vá fyrir dyrum fyrir hagsmuni Íslands og réttindi landsmanna?

      Hvenær má maður vera stóryrtur, ef ekki við slíkar aðstæður?

      Ég var oft stóryrtur við Steingrím J. og Jóhönnu og þeirra hyski vegna Icesave-málsins og ESB-innlimunar-viðleitninnar, enda áttu þau það fyllilega skilið, og ég fæ ekki betur séð en að það sama eigi nú við um Björn Bjarnason.

      Jón Valur Jensson, 30.1.2019 kl. 16:44

      14 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

       Verði orkupakkinn samþykktur, verður lagður sæstrengur. Það er ekki flókið. Þeir sem neita því, eru annað tveggja heimskir, eða hugsjónalausir aular, sem dansa eins og forysta flokksins segir þeim að dansa. Ef við erum ekki tengd Evrópu með sæstreng, hvers vegna þarf þá orkupakka? Aðeins gegnsýrðir hlandhausar og hugsjónagelt, bjúrókratískt embættisfólk sem dreymir um stöður í bulluseli, auk afdankaðra úreltra pólitíkusa talar fyrir þessari ósvinnu. Hugmyndaflug Villa litla hefur aldrei náð út fyrir bjór og léttvínsrekka í matvörubúðum og því ekki von á að hann mæli neitt af viti um önnur málefni. Gagnslaus strengjabrúða í krumlum óhæfrar forystu Sjálfstæðisflokksins. Forystu sem með sanni má kalla "kratastrofu", sökum hugsjónageldingar sinnar. Pólitískir "Castrados" í öllum skilningi þess orðs.

       Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

      Halldór Egill Guðnason, 30.1.2019 kl. 18:11

      15 Smámynd: Jón Valur Jensson

      Já, Halldór Egill, hugsjónagelt er þessi forysta Sjálfstæðisflokksins, það sýnir sig hér, en einnig og ekki með síður átakanlegum hætti í þeirri staðreynd, að þau hafa gerzt meðaðilar kommúnistans Svandísar Svavarsdóttur í fósturdeyðingamálinu -- samþykktu að gera það að stjórnarfrumvarpi!!!

      Snargelt lið hugsjónarlega! og andkristin í þokkabót.

      Jón Valur Jensson, 31.1.2019 kl. 00:24

      Bæta við athugasemd

      Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

      Höfundur

      Halldór Jónsson
      Halldór Jónsson

      verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

      -ekki góður í neinu af þessu-

      Heimsóknir

      Flettingar

      • Í dag (21.11.): 4
      • Sl. sólarhring: 4
      • Sl. viku: 42
      • Frá upphafi: 3419710

      Annað

      • Innlit í dag: 3
      • Innlit sl. viku: 35
      • Gestir í dag: 3
      • IP-tölur í dag: 3

      Uppfært á 3 mín. fresti.
      Skýringar

      Eldri færslur

      Innskráning

      Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

      Hafðu samband