Leita í fréttum mbl.is

Verðtryggingin vonda?

er uppáhaldsskotspónn plötuslagara og pópúlista á Íslandi. Allt hið vonda sé verðtryggingu lána að kenna. Í hinu orðinu koma svo kröfur um að öldruðum sé tryggður mannsæmandi lífeyrir.Það er grenjað með tárum á það að það verði að útrýma fátækt hjá þeim vesælustu.

Samhengi í þessum grenjum og hótunum er svo nákvæmlega ekki neitt. En það skiptir ekki máli, Burtu með verðtrygginguna. Sem væri auðvitað núll og skipti ekki máli ef þessir sömu aðilar stæðu ekki í því nætur og daga að framleiða verðbólgu með innistæðulausum taxtahækkunum fyrir umbjóðendur sína eins og það er kallað.

Vilhjálmur Bjarnason tekur þessi mál fyrir í Morgunblaðsgrein svo skilmerkilega að jafnvel blindir og heyrnarlausir geta fengið skilið. Hann segir:

"

„Allir menn og konur eiga að vera frjáls innan vissra vébanda, en það þarf mikla víðsýni og andlegan þroska til þess að skilja frelsið og rugla því ekki saman við allskonar duttlunga og heimskulega fyrirtekt í einstaklingum, eða bara vanþakklæti og ósvífinn hugsunarhátt. Þessi lýsing er mjög í ætt við það frelsi sem John Stuart Mill var að hugsa og setti fram í riti sínu um Frelsið. Frelsið er vandmeðfarið, en eins og útgerðarmaðurinn sagði: „ég er með frelsi en á móti frelsi sem skaðar!“ Hvenær skaðar frelsi eins einstaklings einhvurn annan? Þessi hugsun um frelsið kann að vera barnaleg. Hugsjónin um frelsið er ekkert sérstaklega merkileg hugsjón en hún er hin æðsta hugsjón!

Hin æðsta hugsjón

 Fyrir mörgum er verkfall hin æðsta hugsjón. Verkfall er ímynd hins fullkomna frelsis. Svo vill til að löggjafinn hefur sett hömlur á verkfallsrétt í lögum um stéttarfélög og vinnudeilur. Þannig segir í vinnulöggjöf: „Óheimilt er og að hefja vinnustöðvun: 1. Ef ágreiningur er einungis um atriði, sem Félagsdómur á úrskurðarvald um, nema til fullnægingar úrskurðum dómsins. 2. Ef tilgangur vinnustöðvunarinnar er að þvinga stjórnarvöldin til að framkvæma athafnir, sem þeim lögum samkvæmt ekki ber að framkvæma, eða framkvæma ekki athafnir, sem þeim lögum samkvæmt er skylt að framkvæma, enda sé ekki um að ræða athafnir, þar sem stjórnarvöldin eru aðili sem atvinnurekandi. Öll löggjöf setur hugsjónum takmörk, jafnvel hinum æðstu hugsjónum.

Skyldur

Frelsinu fylgja skyldur. Þannig er launafólki gert skylt að tryggja sér lífeyri eftir að starfsævi lýkur. Því miður er það svo að í löggjöf um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða er hvergi að finna yrðingu um markmið lífeyrissjóða. Af lestri laganna má þó leiða að lífeyrissjóðir hafa aðeins eitt markmið og það er að tryggja launamönnum og þeim er reka sjálfstæða starfsemi tryggingavernd vegna elli til æviloka, örorku eða andláts. Það er ekki markmið eða skylda lífeyrissjóða að tryggja hagvöxt í landinu og þaðan af síður að tryggja fulla atvinnu. Það er því hættulegt þegar verkalýðsleiðtogar telja að meðal verkfæra þeirra í kjarabaráttu sé að þeir geti beitt lífeyrissjóðum fyrir sig til að knýja fram kjarabætur! Og kjarabætur hverra? Þeir sem hafa með lífeyrissjóði að gera eiga aðeins að tryggja kjör núverandi lífeyrisþega og þeirra sem eru byrjaðir að greiða sig undir tryggingavernd í trausti þess að gagn sé að lífeyrissjóðnum þegar lífeyrisaldri er náð.

 Lýðsleikjur

 Þær lýðsleikjur eru til sem telja að það sé siðferðilega ljótt að festa fé til framtíðar. Þannig sé 36. gr. laga um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og lífeyrissjóði „braskgrein“. Sú grein laganna tekur frelsi af stjórnarmönnum til að gera hvað sem er eða það sem duttlungar og fyrirtektir þrá. Lýðsleikjurnar eru svo heilagar að telja „gegnumstreymi“ hentugast í lífeyrisheimi. Önnur útgáfa er sú að allir lífeyrissjóðir eigi að ávaxta eignir sínar á „bundnum reikningi í Seðlabankanum“. Þá er kaleikurinn um brask færður seðlabanka! Nóg er á seðlabanka lagt að stunda hagstjórn og ávaxta og varðveita gjaldeyrisvarasjóð þjóðarinnar!

 Skyldur og ábyrgð að viðhalda frelsi

 Það fylgja því skyldur og ábyrgð að viðhalda frelsi. Fjárhagslegt frelsi eftir að starfsaldri lýkur verður ekki leyst með skattlagningu á vinnandi fólk. Nú um stundir eru sennilega sex á vinnumarkaði fyrir hvern lífeyrisþega. Þeir sem ekki hafa náð að tryggja sér lífeyrisréttindi fá greidda „tekjutryggingu“, sem er fjármögnuð að hluta til með tryggingagjaldi, en það er nú 6,6% af launum. Þetta hlutfall kann að þurfa að hækka í um 30% í fullkomnu gegnumstreymiskerfi þegar aðeins verða fjórir starfandi á móti einum lífeyrisþega en sá tími er ekki langt undan. Þegar svo er komið verða útborguð laun starfsmanns aðeins um 35% af launakostnaði atvinnurekanda. Lífeyrissjóðir eru ekki peð í skák um kaupgjald í landinu. Lífeyrissjóðir eru ekki of stórir og þurfa enn að stækka til að standa undir fyrirsjáanlegri lífeyrisbyrði í landinu. Efnahagslegt frelsi eftir að starfsævi lýkur er ekki ómerkara en frelsi vinnandi manns.

 Að þekkja mun á nafn og raunvöxtum

Það er því miður svo að valdhafar og sitjandi þingmenn, jafnvel hálærðir hagfræðingar í þingliði, tala þannig að ætla mætti að þeir þekki ekki mun á nafnvöxtum og raunvöxtum. Því miður er það svo að verðbætur eru ekki tekjur hjá þeim er við þeim tekur. Verðbætur eru aðeins aðlögun að raunveruleika, enda heita verðbætur á ensku „inflation adjustment“. Verkalýðsleiðtogar sem telja að það sé samningsatriði að „banna verðtryggingu“ eru á hinum mestu villigötum. Sama er að segja um heilan stjórnmálaflokk sem kvarnast hefur úr og hefur að markmiði að afnema fátækt. Hann telur að fátækt muni minnka með því að „afnema verðtryggingu“. Slíkt er fásinna því sennilega eiga 80% af „verðtryggðum“ fjármálagerningum sér endastað í lífeyrissjóðum, en þeim er ætlað að koma í veg fyrir fátækt eftir að starfsævi lýkur!

 Skáld um frelsi

 „Frelsið er kóróna lífsins og verðmætast verðmæta, frelsið til að skoða himininn, frelsið til að liggja í grænum hvammi í læk, frelsið til að sjá stúlku álengdar, frelsið til að sýngja, frelsið til að biðjast beininga.“ Verkalýðsleiðtogar eiga að hafa frelsi að leiðarljósi og ekki að skipta sér af því sem er á forræði þingræðis.

 Vilhjálmur Bjarnason Höfundur var alþingismaður“

Það er makalaust að ýmsir áhrifamenn í þjóðfélaginu skuli byggja tilveru sína á innistæðulausu og samhengislausu bulli um afnám verðtryggingar samhliða útrýmingu fátæktar og að tryggja öllum mannsæmandi kjör.

Verðtryggingin er barasta vond þegar menn þurfa að bulla fyrir lýðinn sem hlustar aldrei á rök nema eftirá.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Orð í tíma töluð hjá Vilhjálmi, Halldór.

Allt þetta lýðskrum um lífeyrissjóðina okkar verður að hætta. Allt þetta tal um svo kallaða "yfirbyggingu" lífeyrissjóðanna er svo mikið þvaður út í gegn að það er varla hægt að svara því, því að lífeyrissjóður er í eðli sínu ekkert annað en yfirbyggingin ein, yfir líf fólksins í ellinni.

Það er ekki hægt að tala um yfirbygginu á yfirbyggingu, slíkt er hundrað prósent þvæla.

Við erum með einna best reknu lífeyrissjóði í OECD, og sem eru með einna lægstan rekstrarkostnað nokkurs staðar. (sjá mynd: uppgjör OECD 2016 á rekstrarkostnaði lífeyrissjóða).

Þetta er tekið úr riti OECD sem heitir: Pensions at a Glance 2017.

Og vel þekkt er örvita-þvaður sumra umboðslausra verkalýðsforkólfanna um vísitölur og verðtryggingu. Þar er ekki steinn yfir steini í gamla grjótinu í höfðum þeirra.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 1.2.2019 kl. 20:08

2 identicon

Sælir: Halldór Verkfr. og Gunnar Rögnvaldsson, líka sem og aðrir gestir þínir, Halldór !

Ykkur báðum að segja - hefur Vilhjálmur Bjarnason fjár festir reynst algjör Bögu- Bósi hvað fjármál snertir:: NEMA, þegar hans eigin-hagsmunir eru annarrs vegar.

Raupari: sem svona áþekkt Gylfa Arnbjörnssyni o.fl. af sama calíberi væri til í að fleygja sér endilöngum fyir Gullvagna Lífeyrissjóða burgeisana, sem stigmögnun velmegunar þeirra sjálfra er að gera ógangfæra, sökum þess dekurs, sem aðeins hefur vaxið að endemum við þá,af hálfu iðgjaldenda eftir því, sem árin hafa liðið.

Vafamál - hvort Loðvík XVI. Frakkakonungur og hirð hans t.d., hafi nokkurn tíma náð þeim metum bílífis, sem 18. öldin gat boðið upp á, þar syðra - og var þó lúxusinn all mörgum Skýjahæðum ofar, en til almúgans náði, þar syðra.

Jú: jú / Halldór og Gunnar.

Verðtryggingin - hefði sjálfsagt náð að öðlazt einhvern tilverurétt, hefði hún náð áframhaldinu til launaliðanna, sem afnumið var, árið 1983 - eins og við munum, piltar.

Spjátrungurinn: Vilhjámur Bjarnason GLEYMIR víst alveg að geta þess m.a., að Rafgeymarnir (hvort heldur er: 6Volta / 12Volta eða 24Volta) eru harla gagnslitlir, séu pólarnir einungis á aðra veguna / eða:: + á báða, eða þá öndverðan - (mínusinn).

Hið sama - á að sjálfsögðu við verðtrygginguna, skyldum við ætla.

Hvað Lífeyrissjóðina varðar: eiga gjaldendur að fá HVERJA EINUSTU KRÓNU endurgreidda, allt:: aftur til upphafsins árin 1969/1970 eða þar um bil, og ætti stjórunum og skrifstofuliði þeirra ekki að vera nein vorkunn, að skrá sig hjá Gissuri í Vinnumálastofnun (Péturssyni), á meðan þau leituðu sér annan starfa.

Að minnsta kosti - er almennu launafólki ekkert vorkennt það ferli, sem undirgengizt hefur þurft / fyrr: og síðar !

Með beztu kveðjum: engu að síður, af Suðurlandi /

e.s Vilhjálmur Bjarnason: ætti nú bara að fara að rifa sín segl, búinn að maka krókinn, bæði::sem fjármála specúlant og þingmaður, í gegnum tíðina, piltar.

Og Gunnar minn !

Skoða þú betur innviðu Lífeyrissjóðanna - áður en þú tekur til við að mæra þá, eitthvað frekar, ágæti drengur. Halldór Verkfræðingur og síðuhafi, er búinn að fá ógrynni afrita af minni hálfu (Tölvupósta): hvar ég hefi jagazt í þessu kerfis ruzli sjóðanna - og er:: reyndar alls ekkert hættur því, gæti Halldór leitt þig í allan sannleika Gunnar minn, um Orrahríð mina, til þessa fjárplógs liðs- og þjófa bæla.   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.2.2019 kl. 20:53

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Óskar Helgi.

Það er nú sem ávallt fyrr erfitt að henda reiður á því sem þú ert að reyna að segja. Ég botna lítið í þér. Geturðu ekki reynt að koma þér að efninu á mannsæmandi hátt, þannig að eitthvað sé að marka það sem þú segir. 

Eins og er, þá erum við með átta stjórnmálaflokka á þingi sem eru að burðast við það að sjá um rekstur ríkissjóðs, sem er sameign þjóðarinnar. Rekstrarkostnaður þess sjóðs þjóðarinnar er stjarnfræðilega hár. Stjarnfræðilega hár og ávöxtun er neikvæð. Þú getur ekki komið hér og sagt að lífeyrissjóðir landsins í eigu sjóðsfélaga séu ekki að minnsta kosti best reknu sjóðir Íslendinga frá upphafi. Auðvitað er aldrei algerlega full sátt um neitt þegar að svona málum kemur og verður það aldrei.

Það háir okkur Íslendingum að við óttumst alltaf að einhver sé að græða eitthvað eins hvers staðar á einhverju.

Ísland hefur að minnsta kosti grætt stjarnfræðilega á lífeyrissjóðum í einkaeigu, miðað við ríkisrekstur, því ef við hefðum haft peningana þar, þá væru þeir horfnir.

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 1.2.2019 kl. 21:38

4 identicon

Verðtrygging er ekkert slæm ef hún gildir um allt. Það er hins vegar engin verðtrygging þegar kemur að launum. Það veldur því að ef lán hækka þá þyngist róðurinn fyrir launamanninn. Þetta þarf ekki að segja þér Halldór. Þetta veistu. Varðandi gamla fólkið þá borgar lífeyrissjóðskerfið í fæstum tilfellum lífeyrinn. Það er einungis þegar greiðslur fara uppfyrir greiðslur tryggingarstofnunar. Það er meirihlutinn sem nær því ekki. Best væri að leggja lífeyrissjóðina niður og færa allt til ríkisins. Þá yrði um að ræða gegnumstreymiskerfi þar sem vertryggingin skipti engu máli. En meðan laun eru ekki verðtryggð á að sjálfsögðu ekki að verðtryggja allt annað. Það er bara argasta ranglæti.

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 1.2.2019 kl. 21:57

5 identicon

Sælir - á ný !

Gunnar !

Ekki: vil ég viðurkenna, að ég fari með einhver eindregin skrök hér efra Gunnar minn / hvað þá: að ég treysti mér til að endursegja eitthvað sérstaklega það, sem á undan hefur farið, í minni frásögu.

Miður þykir mér: nái lesskilningur þinn ekki, að greina það almennilega, sem ég læt frá mér fara - hverju sinni.

Hætt við - að mér reynist örðugt, að gera þar einhverja bragarbót á / að minnsta kosti hefi ég ekki fengið svo miklar kvartanir þar um, til þessa.

Talandi: um Lífeyrissjóðina (óháð: Ríkissjóðs umræðum, enda þar um 2 aðskilin fyrirbæri að ræða, nema hvað), að þá er það óásættanlegt með öllu Gunnar, að eitthvert ofur- fóðrað sjálftökulið (forstjórar og skrifstofu mannskapur sjóðanna) geti valzað með hluta launa okkar / innanlands: sem og utan þess, í einhverjum fáránlegu æfintýrum (Helguvíkur dæmi, auk annarra) án þess að við eigendur fjárins, höfum nokkuð um það að segja.

Í mínu tilviki háttar svo til - að ég á útistandandi fé í 5 sjóðanna, sé aftur talið til ársins 1972, þá ég gerðist liðléttingur 14 ára gamall, í gróinni Fiskvinnzlu suður með sjó / og allt: til ársins 2008, þá ég greiddi síðast til eins þeirra, og hyggst ég sækja þá peninga til baka, með góðu eða þá illu, og má þá einu gilda, um verðbætur og vexti þess fjár, takist að ná nafnverðinu, að nokkru.

Svo: er einn reginmisskilngur þinn Gunnar, hvað Ríkissjóð varðar, að þá er mikið vafamál, hvort telja megi sameign okkar lengur, hafi einhverntíma verið, þegar við skoðum meðferð misyndisfólks stjórnmálanna í dag- sem og ýmissa embættismanna jafnframt, á ráðstöfunum þess fólks, á þeim sjóði - 1 og sér, ágæti drengur.

Reyndu nú aðeins - að rifja upp stjórnarhættina í landinu, undanfarna áratugi, sem og ár og misseri Gunnar, þér til enn frekari glöggvunar á, hvað ég er að reyna að útlista fyrir þér, á þeirri einföldu íslenzku, sem ég nam á uppvaxtar árunum, við Suðurströndina - og síðar.

Ekki lakari kveðjur: hinum fyrri, sem áður /      

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.2.2019 kl. 22:16

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Stórkostlegt að sjá því haldið fram hér að ríkið=skattgreiðendur eigi að sjá um þetta.

Hver maður þarf að eiga 10-15 árslaun sín í sjóði til að framfleyta sér í ellinni, með því að éta þann sjóð niður í rót og skilja ekkert eftir sig.

Að vilja leggja þetta á herðar skattgreiðenda kemur náttúrlega aldrei til greina nema í gjaldþrota-himnaríki sovétríkja.

Til að framfleyta sér í ellinni með því að éta einungis ávöxtunarfé síns eigin sjóðs, þá þarf hver maður að eiga 300-400 milljónir í sjóði og starfa við hann alla daga ársins til dauðadags.

Hvar er heilbú þeirra sem eru með lífeyrissjóði landsmanna á heilanum. Ef það bú yfir höfuð til? Ég spyr.

Finnst ykkur RÍKIÐ fara vel með það fé sem bílaeigendur borga því í vegakerfið? Nei. Því er bara brennt!

Ríkið og ríkisstjórn eru hættuleg fyrirbæri, það verða menn ávallt að muna. 

Gunnar Rögnvaldsson, 1.2.2019 kl. 22:35

7 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Mér finnst að það eigi að banna bændum að braska með til dæmis kartöfluútsæði og fræ. Það er brask að hver kartafla sé sett niður í þeirri von að hún gefi af sér meira en eina kartöflu.

Hvað með jarðveginn sem næringu er rænt frá (virkar reyndar jarðvegsbætandi).

Og svo eru það öll fræin sem sáð er samkvæmt útsæðislíkönum bænda. Þetta þarf náttúrlega að BANNA!

Banna, banna!

Gunnar Rögnvaldsson, 1.2.2019 kl. 22:41

8 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Hættu þessi væli Óskar Helgi. Ég byrjaði í sveit þegar ég var 6 ára og byrjaði að fá laun 13 ára og skyldusparnaður minn (sparimerkin) dugði fyrir kók og pylsu handa okkur fjórum félögunum þegar til útborgunar kom. Verðbólga. Og ef þú vilt að ég haldi áfram þá, get ég það alveg, nokkrum sinnum, þar sem aleigan og þakið fauk og meira en það. Taktu þig þá maður!  Lífið er erfitt! Það er plága og á að vera plága!

Gunnar Rögnvaldsson, 1.2.2019 kl. 23:02

9 identicon

Stórkostlegt að sjá tregðuna hjá Gunnari Rögnvaldssyni. Að sjálfsögðu erum það við, þjóðin sem borgar okkur ellilífeyrinn. Alveg ssma hvort við borgum hann í gegn um lífeyrissjóðinn eða með sköttunum sem greiðum í ríkissjóðinn. Hvaðan ættu annars þessir peningar að koma? Af trjánum? Ef álíka heimska var þess valdandi að þetta lífeyriskerfi var komið á þá spyr ég ekki. Reyndu nú að hugsa aðeins  skýrar. Það er algjör kvöl að lesa þetta frá þér.

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 2.2.2019 kl. 00:07

10 identicon

Komið þið sælir - sem oftar !

Jósef Smári !

Oftlega: höfum við verið, hugmyndafræðilega ósamstíga, en, ......... þakka vil ég þér fölskvalausa liðveizluna, til þess að koma þeim mæta dreng:: Gunnari Rögnvaldssyni til nokkurs skilnings, á stöðu mála / í okkar samtíma, sem og áður og fyrr, svo sem.

Gunnar !

Upp á margt - hefur mátt mig klaga í gegnum tíðina, en ekki minnist ég þess fram til þessarrar orðræðu okkar, að hafa verið vændur um eitthvert tiltekið væl, í þessum efnum: hvað þá öðrum, ágæti drengur.

Jú: jú, ég var farinn að skera utan af netum heima á Stokkseyri með gömlu mönnunum við 7 - 8 ára aldurinn, þó svo ég hafi ekki tiltekið það neitt sérstaklega / hvorki hér á hinni merku síðu Halldórs Verkfræðings, fremur en annarrs staðar - reyndu bara, að hemja gremju þína gagnvart mér Gunnar minn viðvíkjandi þessarri umræðu, þótt svo samherjar höfum verið, gagnvart ESB hrollvekjunni, auk ýmissa mála annarra, fram að þessu.

Jú - Bhúdda heitinn (Siddharta Gautama), ku hafa sagt einhvern tímann, að lífið væri þjáning - og dettur mér ekki til hugar, að rengja ykkur hvorugan:: þig, né hann, hvað það snertir.

En: ánægjulegt verð ég að segja, að þú sért farinn að sjá útundan þér Gunnar:: jafnvel, hvers lags Skrímzla söfnuð Engeyjarætt Bjarna bandítts Benediktsonar, hefur raunveru lega að geyma, þegar grannt er skoðað.

Eða las ég ekki rétt, út úr viðhorfum þínum, í III. síðustu athugasemd þinni hér að að ofan, Gunnar ?

Hinar sömu kveðjur - sem síðustu, og þar áður /    

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 2.2.2019 kl. 00:33

11 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ætti ég nú að fara að gera ætt þína upp út frá þér Óskar minn Helgi?

Þetta Engeyjarþus er nú svo absúrd tugga að það hálfa væri nóg. Hvað má til dæmis ég segja þegar ég fann út úr því að Dagur borgarstjórafífl er frændi minn. Svona er þetta. Enginn er ætt. Bara einstaklingur. Þú líka.

Bíddu, eru það ekki þú og Jósef Smári sem rekið Sápukúluverksmiðjuna S/F við Harmagötu 22?

Jæja, takk fyrir kaffið drengir, í þessu heimboði Halldórs okkar væna. Fæ mér að reykja, bless bless

Gunnar Rögnvaldsson, 2.2.2019 kl. 01:05

12 identicon

.... Gunnar !

Njóttu tóbaksins, sannarlega.

Það yrði ekki landhreinsun: ein og sér / af því að stökkva Engeyjar packinu héðan á braut, Gunnar.

Það yrði HEIMSHREINSUN - í víðasta skilningi.

Tala nú ekki um: ef ruzlara lýður, eins og Steingrímur J. Sigfússon / Sigmundur Davíð Gunnlaugsson / Katrín Jakobs dóttir / Dagur B. Eggertsson og aðrar ámóta afætur fengju að fljóta, með áðurnefndu illþýði, Gunnar minn.

Og allra helzt - út úr okkar Sólkerfi, væri þess nokkur kostur !

ÓHH 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 2.2.2019 kl. 01:14

13 identicon

Lífeyrissjóðirnir eru örugglega mesta gabb sem hefur verið sett á laggirnar gagnvart almenningi. Ávöxtun ls var svo léleg fyrir stuttu síðan að það þurfti að hækka iðgjöldin um 30% til að dæmið gangi upp samkv. þeirra útreikningi. Þetta allt saman er gert svo lymskulega að aðeins um 25% af gjöldunum sjást á launaseðli.

Kommúniskara getur þetta varla orðið en að segja við treystum þér ekki til að fara með þína eigin fjármuni heldur ætlum við að leggja þá til hliðar fyrir þig og ávaxta þá. Ef þú afhendir ekki þessa fjármuni þá lemjum við þig.

Kristinn Bjarnason (IP-tala skráð) 2.2.2019 kl. 05:58

14 identicon

Ég varð sextugur í hitteðfyrra og ákvað þá að taka út lífeyrinn eins og ég hafði rétt á. Hann var skertum um 30 % ( geri aðrir betur- kannski ríkið). Ég fæ rétt rúm 50000 á mánuði eftir að hafa greitt í sjóðinn frá 15 ára aldri og þar af 25 sem iðnaðarmaður. Ég vann 8 ár í Noregi eftir hrun og fæ fyrir þann tíma næstum sömu upphæð þegar ´4g tek þann lífeyri út. Ertu Gunnar eitthvað hissa þótt þótt ég snöggreiðist og mér blöskri þ4gar þú ert að hæla þessu kerfi. Auk þess: Ríkið er að greiða í dag lífeyri- ekki bara í gegnum tryggingastofnun heldur einnig sem atvinnurekandi til ríkisstarfsmanna. Blessaður hættu þessu froðusnakki.

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 2.2.2019 kl. 10:21

15 identicon

Gleymdi að geta þess að lífeyrissjóðsgjald er greitt til ríkisins í Noregi og greitt út af ríkinu í gegn um nav.

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 2.2.2019 kl. 10:28

16 Smámynd: Richard Þorlákur Úlfarsson

Það er virðingarvert að Vilhjálmur sé að berjast fyrir 2 % minnihlutahópinn sem á 90% af öllu á Íslandi.

Enn að halda því fram að verðtrygginginn sé fyrir einhverja aðra enn auðvaldið er náttúrulega hlægilegt.

Ef lífeyrissjóðirnir þurfa verðtryggingu til þess að ávaxta fé sitt, þá er eitthvað mikið að í stjórnun þeirra.

Richard Þorlákur Úlfarsson, 2.2.2019 kl. 10:38

17 identicon

Komið þið sælir - á ný !

Kristinn Bjarnason - Jósef Smári Ásmundsson og Richard Þorlákur Úlfarsson !

Þakka ykkur: rösklegar viðbætur ykkar / sem og einurð, til þessarrar þörfu umræðu.

Okkur skal ekki undra - þó að þeir Halldór síðuhafi og Gunnar Rögnvaldsson verði 1/2 klumza, enda ósómi verðtryggingar og Lífeyrissjóða þjófa grenjanna með öllu óverjandi, sem og innihaldslaust hjal Vilhjálms braskara Bjarnasonar.

Þetta: vita þeir báðir mætavel - þeir Halldór og Gunnar, piltar.

Með sömu kveðjum - sem öllum fyrri /

 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 2.2.2019 kl. 13:00

18 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Jósef Smári. 

Fullur lágmarkslífeyrir á ári í Noregi eftir 40 ár á vinnumarkaði er 96.883 NOK (1.373.000 ISK) á ári. Og af honum borgar þú 15 prósent skatt þegar þú færð hann greiddan út.

Ef þú vinnur 8 ár í Noregi, Jósef Smári, þá færðu 8/40 hluta af þessum lágmarkslífeyri. Ef þú hefur haft mjög háar tekjur þá færðu aukastig. Tvísköttunarsamningar milli Noregs og Íslands sjá um skattahlutann ef þú býrð hér heima.

Skerðingin á Íslandi á séreignarlífeyri þínum Jósef Smári, er vegna þess að þú þurftir að borga til baka þann skattafrádrátt sem þú fékkst þegar þú lagðir inn. Þú hafðir seinkað skattinum.

Í Danmörku hefði skatturinn tekið 60 prósent af þér í skatt vegna ótímabærrar útborgunar.

Það er alltaf hægt að slá um sig með alls konar. Það er ekkert að íslensku lífeyrissjóðakerfinu. Það er alveg ágætt. Og fátækt meðal ellilífeyrisþega er ekki meiri hér en annars staðr. Þvert á móti.

Gunnar Rögnvaldsson, 2.2.2019 kl. 14:11

19 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þvaðrið um að 2 prósent eigi 90 prósent af öllu stenst ekki, því launþegar eiga lífeyrissjóðina sem eiga eignir sem nema meiru en allri landsframleiðslu Íslands. 

Hvernig væri að pakka sumu af þessu kjaftæði inn.

Og þess utan þá er almenningur líka hlutafar í mörgum fyrirtækjum og á því stóran hluta af eiginfé fyrirtækjanna og svo einnig í gegnum lífeyrissjóðina sem fá arðgreiðslur frá fyrirtækjunum.

Þvílík þvæla sem borin er gagnrýnislaust á borð fyrir almenning. 

Gunnar Rögnvaldsson, 2.2.2019 kl. 14:23

20 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þvælan er svo geggjuð að það liggur við að í sömu setningu þvælunnar sé sagt að lífeyrissjóðirnir séu alls staðar (þ.e. eigi allt, og þar sem launþegarnir eru sjálfir eigendur þeirra og eigi þar með allt), og svo í síðari hluta setningarinnar, að fólkið eigi ekki neitt og sé á gaddinum.

Gunnar Rögnvaldsson, 2.2.2019 kl. 14:30

21 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Merkilegt að enginn skuli gera athugasemd við þann lága rekstrarkostnað íslensku lífeyrissjóðanna sem OECD sýnir fram á og sem ég setti inn hér efst í athugasemdum. Enginn sem hrósar lífeyrissjóðunum íslensku fyrir vel unnin störf.

En það er auðvitað skiljanlegt þar sem tölurnar stangast á við lágkúrulega baunagrasskóginn sem vex til himna í höfðum sumra verkalýðsörvitanna.

Gunnar Rögnvaldsson, 2.2.2019 kl. 14:54

22 identicon

....

Uppsögnin kostar fimmtán milljónir hið minnsta

Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 15. maí 2009 18:30

 

Uppsögn Þorgeirs Eyjólfssonar á starfi forstjóra Lífeyrissjóðs verslunarmanna kostar sjóðinn fimmtán milljónir hið minnsta. Það tekur mánaðarlífeyrisgreiðslu 800 láglaunamanna að greiða fyrir starfslok hans.

Þorgeir Eyjólfsson hefur gegnt starfi forstjóra Lífeyrissjóðs verslunarmanna í um aldarfjórðung. Hann sagði starfi sínu óvænt lausu í morgun. Hann segir á fréttavef Morgunblaðsins í dag að ákvörðunin sé tekin í framhaldi nýlegra breytinga í baklandi sjóðsins, en útskýrir ekki nánar hvaða breytingar það eru. Fréttastofa náði ekki sambandi við Þorgeir í dag. 

Þorgeir var með um 30 milljónir króna í laun sem forstjóri sjóðsins á síðasta ári og hafði auk þess til umráða Cadilac lúxusjeppa sem kostar lífeyrissjóðinn um 300 þúsund krónur á mánuði. 

Helgi Magnússon, varaformaður stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna, staðfesti í samtali við fréttastofu nú síðdegis að Þorgeir fengi sex mánaða uppsagnarfrest sinn greiddan líkt og venja væri með forstjóra sem hefðu verið 25 ár í starfi, þó hann hefði sjálfur sagt starfinu lausu. Þá heldur Þorgeir einnig lúxusjeppanum í boði lífeyrissjóðs verslunarmanna. 

Því má ætla að uppsögn Þorgeirs kosti sjóðsfélaga ekki minna en fimmtán milljónir króna, fyrir utan bílafríðindin. Láglaunamaður í VR greiðir að meðaltali tæpar 19.000 krónur til sjóðsins í hverjum mánuði. Það þarf því lífeyrisgreiðslur tæplega 800 sjóðsfélaga til að dekka kostnað sjóðsins við uppsögn Þorgeirs Eyjólfssonar.

Þess má geta að Lífeyrissjóður verslunarmanna tapaði tugum milljarða króna á síðasta starfsári Þorgeirs.

    •    Gunnar minn Rögnvaldsson !

    •  

    •  Þykist þú svo vera hissa, á stigmögnun andúðarinnar, á þessu kerfi ?

    ÓHH

    Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 2.2.2019 kl. 15:15

    23 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

    Eru þetta ekki lægri laun en forseti ASÍ hefur Óskar?

    Forseti ASÍ var með 1,5 milj. á mánuði fyrir tveimur árum síðan. Og ekki líður yfir mig vegna þess. Það er gott að eftir einhverju er að sækjast í þjóðfélagi okkar. Lengi lifi gróðinn!

    Og þar sem hjúkka er með í kringum milljón á mánuði fyrir að helst vilja stafla pappírum og setja pillur í glös, ef hún sjálf mætti ráða, þá dett ég ekki af eldhúskollinum við þetta Óskar. Allt þetta fólk borgar skatta og vinnur þarfa vinnu.

    Það er mjög erfitt að ávaxta peninga. Enda sést það hjá flestum, sem hafa hátt.

    Það er ekkert að lífeyrissjóðakerfi okkar Óskar, annað en það allsherjar áhlaup á allt sem á peninga hefur mátt þola frá og með hruni. En þá var eins og að áhlaup á alla sjóði allra hafi orðið lögmætt. Líka á þingi.

    Að sjóðir tapi og græði er eðlilegt. Þannig gerast kaupin ávallt á eyrinni. Það eina sem þarf að glida er að gróðinn sé meiri en tapið á ás tímans. Og það er hann svo sannarlega hjá sjóðunum, sem eiga andvirði landsfrmaleiðslunnar 1,7 sinnum og juku virðið um 11,7 prósent í síðasta uppgjöri á milli ára. 

    Gunnar Rögnvaldsson, 2.2.2019 kl. 15:52

    24 identicon

    Sælir - sem jafnan, og áður !

    Gunnar !

    EKKERT: ekkert réttlætir þá svívirðu / fremur en aðra, sem ég dreg fram frá árinu 2009, hér efra.

    Gildir einu - hvort svokallaður forseti ASÍ eða aðrir, eigi þar hlut að máli.

    Það er: Fiskvinnzlufólk / Bændur og Sjómenn, auk Iðnaðarmanna og Ræstinga- og heilbrigðisstarfsfólks t.d., sem skapa hin raunverulegu verðmæti í landinu, og ættu að njóta mun hærri launa, síns erfiðis - EKKI skrifstofublækurnar, sem geta ornað sér við stofuhitann, dags daglega, og gildir þá einu, hvort viðkomandi blók er í upphituðum stólum forseta ASÍ, Lífeyrissjóðanna, eða annarrs staðar.

    Og - NIÐUR með gróða fíknina, sem þú lofsyngur svo mjög, Gunnar minn.

    Hún hefur einungis: valdið hörmungum og tjónum, á sál og skrokk mannfólksins, enda tegund okkar (burtséð frá litarhætti), sem nú lifum á hnettinum ekki í stakk búin, til þess að þola ofdekur og sjálfhygli, sem dæmi Þorgeirs Eyjólfssonar hér að ofan sýnir, einna bezt.

    Þorgeir - ku hafa verið orðinn svo feitur og fótfúinn, að Talíu og strekkibönd þurfti eiginlega til, að koma honum frá borði lúxusjeppans / sem og: um borð í hann, í rest hans starfa, hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna.

    Ég vona bara Gunnar minn - að siðblinda og ofur- gróða hyggja, hafi ekki náð, að öðlazt aukið rými, í þinni sálarkirnu.

    Það: væri þá, mjög miður fyndist mér, sem mörgum annarra, sem bera hlýjar taugar til þín, ágæti drengur.

    Alveg sömu kveðjur - eftir sem áður, af Suðurlandi / 

    Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 2.2.2019 kl. 16:16

    25 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

    Óskar. Það er ekki rétt hjá þér að aðeins  "Fiskvinnzlufólk / Bændur og Sjómenn, auk Iðnaðarmanna og Ræstinga- og heilbrigðisstarfsfólks t.d., sem skapa hin raunverulegu verðmæti í landinu," eins og þú orðar það.

    Þú tilheyrir ríkustu, best velmegandi og velhöldnustu kynslóð Íslandssögunnar, en ert samt að kvarta yfir launum nágranna þíns. Enginn verður sæll af öfund.

    Við búum í réttlátasta þjóðfélagi allra tíma þar sem bæði sæng, dúkur og bleyja eru undir lífi hvers einasta manns. Þeim sem tekst að klúðra lífi sínu með öllum þeim tækifærum sem öllum bjóðast á Íslandi í dag, hefur ekki við neinn að skakast nema sjálfan sig.

    Ég vona að það fari ekki að verða sérgrein íslensku þjóðarinnar að kvarta og öfunda sig í hel. Það vona ég svo sannarlega ekki, því þá er fyrst illa komið fyrir öllum.

    Gunnar Rögnvaldsson, 2.2.2019 kl. 18:00

    26 identicon

    ....

    Gunnar / eina ferðina enn !

    Jah: mikill er Andskotinn, er ég nú orðinn öfundsjúkur, líka ?

    Varstu tossi (C bekkingur) - á gömlu skólaárunum þínum, Gunnar minn ?

    Eða: á þetta að verða einhver kersknis og spaugsleikur, af þinni hálfu, með því að draga umræðuna niður, á þetta plan ?

    Svo lesinn er ég - í Vestrænni sem og Austrænni Heimspeki Gunnar Rögnvaldsson, að ég held, að vizka Platóns / Dr. Helga Pjeturss, auk fjölda annarra á þeirra sviðum (fyrr og síðar) hafi náð að bægja frá mér fremur neikvæðum kenndum:: öfundinni, þar með talinni - fremur læt ég mér nægja hvert dægurbil, í stað þess að vera að bollaleggja, hvað nágrannar mínir, sem og annað samferðafólk spilar, úr sínum spilum, mér hefur nægt hingað til Gunnar, að hirða um þá hluti sem mér hefur áskotnazt hingað til á eðlilegum forsendum, í stað þess að vera að velta fyrir mér högum annarra:: svona yfirleitt.

    Er ekki mál til komið Gunnar: að þú farir að útvíkka þinn allt of þrönga Sjóndeildarhring, áður en þú tekur til við að væna mig eða aðra um öfund:: sem aðrar mannlegar meinsemdir, á stöðugu undanhaldi þínu, í áttina að rökþrotinu, ágæti drengur ?

    Reyndu alla vegana - að lyfta skör þinni, upp á ögn hærra plan, áður frekar megi ætla þig hreinan og óbilgjarnan tossa (C bekking - Cið: er annarrs, hinn viðkunnanlegasti bók stafur, reyndar) ! 

    ÓHH

    Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 2.2.2019 kl. 18:19

    27 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

    Já ég er svo mikill tossi Óskar að ég segi og skrifa, að hvergi á jörð sé betri blettur en hér einmitt hjá okkur á Íslandi og ég öfunda engan af aurum sínum nokkru sinni. Hér er allt best, vegna þess að það er betra en alla annarra staðir.

    Við vorum næst fyrst allra þjóða til að taka á lífeyrissjóðamálum þjóðarinnar og við erum með einna sterkustu lífeyrissjóði allra landa, en erum þó samt enn að byggja þá upp, því fólk greiddi svo allt allt of lítið í þá fyrstu mörg árin.

    Þetta höfum við á meðan önnur lönd horfa framan í þjóðargjaldþrot vegna ófjármagnaðrar ellibyrðar í steingeldum þjóðfélögum sínum, þar sem engin börn fæðast lengur til að plokka aleiguna af í skattana sem færu í þig og Jósef Smára sem rekið Sápukúluverksmiðjuna S/F við Harmagötu 22, ef þið mættuð ráða með ykkar geggjunarhugmyndir um lífeyrismál og verðtryggingu.

    Hvað með að þakka þeim sem ávaxtað hafa fé landsmanna svo vel að staðan er svona?

    Það er ekki nóg að veiða bara fiskinn. Það þarf að selja hann líka - með GRÓÐA!

    Gunnar Rögnvaldsson, 2.2.2019 kl. 19:20

    28 identicon

    .... 

    Gunnar !

    Sápukúluverksmiðjuna S / F við Harmagötu 22, eða aðild að henni, kannast ég nú bara ekkert við: þér, að segja.

    Og svona - þér til frekari upplýsingar, eru einu stjórnmála samtökin, sem ég hefi kosið til þings Frjálslyndi flokkurinn, þeirra Guðjóns Arnar heitins Kristjánssonar og Sjóhunda- og þungavigtarsveitar hans (2003 - 2009), svo og Flokkur fólksins (2017), svo fram komi.

    Þá: finnst mér líka eftirtektarvert Gunnar, hvað þér er lítið um Jósef Smára gefið:: helgast líkast til, af hreinskilni hans, ekki síður en minnar, í karpinu við þig.

    Ég held - að bezt fari á því, að láta þessu ströggli við þig lokið, þú ert vart til freakari viðræðu hvort eð er, sökum furðulegs dekurs þíns við gegnumrotið og spillt stjórnar farið í landinu - og verður þú að eiga við sjálfan þig, hver framvindan verður, á þeim sviðum.

    Það er ekki nóg að veiða bara fiskinn. Það þarf að selja hann líka segir þú réttilega. En dugar ekki salan á honum, með sæmilegum HAGNAÐI, í gróðans stað, spyr ég þá á móti ?

    Okur ferðaþjónustunnar: er nú farið að fá liðið í þeim geiranum til að sundla meira að segja - þegar útlendingar kinoka sér við að kaupa Kaffibollann á 7 - 800 Krónur t.d., í stað cirka 200 - 250 Króna, sem hóflegra mætti nú kalla, eða hvað sýnist þér þar um, Gunnar ?

    ÓHH

    Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 2.2.2019 kl. 22:08

    29 identicon

    Skerðingin er ekki vegna skatta Gunnar. Hún er vegna þess að lífeyrissjóðirnir gera ráð fyrir að 80 ár séu lífaldurinn og af því að ég byrjaði að taka hann út 60 ára en ekki 67 ára þá skerða þeir um þessi 30 %. Síðan borga ég fullan skatt af eftirstöðvunum Lífeyriskerfið er ekki gott ef láglaunamenn ná ekki nema rétt rúmum 100000 í ráðstöðvunartekjur þegar þeir koma á aldur. Varðandi lífeyrinn í Noregi: Ertu viss um að þú sért með réttar upplýsingar? Ef þetta er rétt hjá þér þá eru ráðstöfunartekjur norska lífeyriþegans ekki nema 48450 á mánuði ef við breytum verðlaginu í Noregi yfir í íslenska verðlagið ( verðlagið í Noregi er tvöfalt hærra en á Íslandi).

    Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 3.2.2019 kl. 10:04

    30 Smámynd: Halldór Jónsson

    Gunnar, Takk fyrir að nenna að svara dónaskap Óskars Helga sem er til skammar. Hann er sannkallað nettröll þegar han skrifar u Bjarna Ben og Eyngeyjarættina.

    Þú hefur réttara fyrir um lífeyrissjóði þér en margir aðrir. En er ekki óhollt að reykja?

    Jósef greinilega hugsar ekki til enda ef hann vill verðtryggja launin. Launin er oft ákveðin í vopnuðu ráni verkalýðsbófanna. Á að verðtryggja ránsfeng?

    Halldór Jónsson, 3.2.2019 kl. 12:53

    31 identicon

    Sælir - á ný !

    Halldór Verkfr. !

    Hvaða dónaskap viðhafði ég: um hina illræmdu þjófa ætt Engeyinganna ?

    Ertu búinn að gleyma - þá þeir fengu Síldarverksmiðjur ríkisins á Silfurfati með prettum, á 10. áratug síðustu aldar t.d.?

    Eða - vinnubrögð Bjarna Benediktssonar: gagnvart N1 og Macaó braski hans, aukinheldur ?

    Einnegin: umgengni Einars Sveinssonar, um Sjóvár sjóðina ?

    Fjölmargt annað - mætti uppt telja, fornvinur góður ?

    En: að Gunnari blessuðum Rögnvaldssyni, Halldór.

    Hún er ekki einleikin - ofurtrú hans, á pestar- og prettabælum Lífeyrissjóðanna ?

    Gæti verið: að Gunnar sé á mála hjá einhverjum þeirra:: sbr. liðléttinginn Þórhall Jósepsson, hjá Lífeyrissjóði verzlunar manna, t.d. ?

    Eða - hvað ætti maður annarrs að halda, Halldór minn ?

    Taki ég: aftur á móti upp hanskann fyrir tóbakið, fyrir mína parta, þá þakka ég því að mestu, að hafa sneitt hjá garði umgangs pestanna, eftir að reykingar hóf í þáverandi Blikksmíðanámi mínu í Apríl 1982, þó svo engin sé nú hollustan af þeim, fyrir hjarta- og kranzæðakerfin, aftur á móti, svo ég taki nú upp þykkjuna, fyrir reyktóbakið, ágæti Verkfræðingur.

    En aftur - að Engeyinga plágunni.

    Þeir eiga: fyrir hverri EINUSTU pílu minni, sem og annarra Halldór, sjáum t.d. gróðafíkn Björns Bjarnasonar, varðandi III. Orkupakka hins viðurstyggilega Fjórða ríkis (ESB), og hversu Birni þyrstir í áframhald Schengen þátttökunnar / sem og EES fáránleikans, ekki síður.

    Ég hugði ykkur - Gunnar Rögnvaldsson stærri í sniðum en svo, að þið gætuð hugsað ykkur að verja ömurleika núverandi stjórnarhátta í landinu, Halldór minn.

    En: lengi skal víst manninn reyna, var einhverntíma sagt !!!

    Með sömu kveðjum og áður - engu, að síður / 

     

    Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 3.2.2019 kl. 13:26

    32 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

    Óskar Helgi.

    Þar sem þú biður um fullkomnun, þá færðu þig ekki til að kjósa neinn fulltrúa fyrir þig á þing, því þú biður um útópíu. Þeir sem biðja um útópíu fá ekkert, og eru vonsviknir menn alla sína ævi.

    Það eina sem þú þarft að gera er að sætta þig við það að ekkert verður nokkru sinni fullkomið.

    Þú þarft að gera þér grein fyrir því að nógu gott er betra en slæmt. Þ.e. við þurfum ekki að vera fullkomin, það er nóg að við séum betri en slæmur valkostur, eins og Bjarni Ben heitinn sagði svo skýrt: "til eru þeir sem eru verri en við"

    Vertu heimspekilega grískur: þ.e. þakklátur fyrir að vera á lífi, að hafa mat og þak yfir höfuðið. Það er nóg flesta daga. Og kjóstu svo næst, vinur minn.

    Að vera fullkominn er hræðileg staða, því það þýðir að ekkert betur orðið betra og að engin frekari þróun getur orðið. Fullkomnun er dauðinn.

    Gunnar Rögnvaldsson, 3.2.2019 kl. 18:03

    33 identicon

    Smá athugasemd til þín Halldór. Það sem ég sagði var að ef verðtrygging eigi rétt á sér þá eigi hún að gilda um allt. Ég er hinsvegar ekki fylgjandi verðtryggingu á laun sem í raun hefur verið við lýði . Allar launahækkanir hafa jú farið út í verðlagið seinna og valdið því að bilið milli launaflokka hefur sífellt verið að aukast. 'eg er fylgjandi því að samið verði í eitt skipti fyrir öll og síðan verði öll laun uppfærð með krónutöluhækkun en ekki prósentum miðað við hækkun neizluverðs , kannski mánaðarlega. Útfærslan yrði sennilega nokkuð flókin en það mætti nota tímann þegar þessi hrina kjarasamninga er lokið til viðræðna milli allra hópa til að koma þessu á. 

    Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 3.2.2019 kl. 21:27

    34 Smámynd: Halldór Jónsson

    Allar launahækkanir hafa jú farið út í verðlagið seinna og valdið því að bilið milli launaflokka hefur sífellt verið að aukast. 'eg er fylgjandi því að samið verði í eitt skipti fyrir öll og síðan verði öll laun uppfærð með krónutöluhækkun en ekki prósentum miðað við hækkun neizluverðs , kannski mánaðarlega. Útfærslan yrði sennilega nokkuð flókin en það mætti nota tímann þegar þessi hrina kjarasamninga er lokið til viðræðna milli allra hópa til að koma þessu á. 

    Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 3.2.2019 kl. 21:2

    Skýrðu þetta út fyrir Sólveigu Önnu og  Vilhjálmi af Akranesi

    Verðum við ekki að vera raunsæ og viðurkenna að pólitík er aðeins list hins mögulega. Ekki hvað er hægt í Shangríla.

    Halldór Jónsson, 3.2.2019 kl. 22:23

    35 identicon

    Það er ekki málið að kenna Önnu Sólveigu og Vilhjálmi um þetta Halldór. Sökudólgurinn er verðtryggingin sem veldur því að ef laun 300000 króna launamaðurinn fær 2% hækkun eða 6000 þá uppfærir verðtryggingin verðlagið sjálfvirkt þannig að kjararáð ákveður 2% hækkun á laun embættismannsins sem er 60000.  Síðan ætla ég bara að benda þér á fyrst þú talar um Vilhjálm að samningur Norðuráls við starfsmenn sem reyndar er runninn út nú eða er að renna út gerði ráð fyrir hækkun sjálfvirkt á tímabilinu ef verðlag hækkaði. Með öðrum orðum : hann var verðtryggður.

    Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 4.2.2019 kl. 14:49

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Höfundur

    Halldór Jónsson
    Halldór Jónsson

    verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

    -ekki góður í neinu af þessu-

    Heimsóknir

    Flettingar

    • Í dag (29.3.): 0
    • Sl. sólarhring: 4
    • Sl. viku: 43
    • Frá upphafi: 0

    Annað

    • Innlit í dag: 0
    • Innlit sl. viku: 40
    • Gestir í dag: 0
    • IP-tölur í dag: 0

    Uppfært á 3 mín. fresti.
    Skýringar

    Eldri færslur

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband