7.2.2019 | 11:58
Venezuela
er á hraðari ferð til glötunar en við Íslendingar gerum okkur almennt grein fyrir. Við höfum þó reynt að biðja um breytingar á stefnunni með viðurkenningu á nýjum forseta. Auðvitað risu íslenskir kommatittir öndverðir gegn Guðlaugi Þór til að að reyna klekkja á þessu.
Sigurður Már Jónsson blaðamaður hefur skrifað margt um Venezuela sem fæst ratar inn á borð Íslendinga í gegn um RUV.
Merkilegt að nýbúið sé að staðfesta framlenginu á amtstíð núverandi útvarpsstjóra sem liggur undir jafn stöðugu ámæli um vinstri hlutdrægni og hann gerir án þess að sýna merki um stefnubreytingu. "Það er þá einhver dásemd sem er mér ósýnileg" eins og stendur í kvæðinu um manninn hennar Jónínu hans Jóns
"Í dag er bólivarinn verðlaus og Venesúela með sósíalísku veikina. Alger skortur á öllum neysluvörum, löngum hefur verið hent gaman af því að það vanti alltaf klósettpappír í sósíalískum ríkjum og það hefur orðið að áhrínisorðum í Venesúela.
1.)En það skortir allar vörur enda talið að meðalþyngd landsmanna hafi minkað um 7 til 8 kíló, Maduro-kúrinn eins og landsmenn kalla það. Brauð fæst ekki, fólk bíður klukkustundum saman í biðröðum í von um mat en hungrið sverfur að, þess vegna hefur um 10% landsmanna eða ríflega þrjár milljónir gerst flóttamenn.
2.)Flúið til nágranaríkjanna í von um mat og nauðsynjavörur. - Helstu nauðsynjar skortir og lyf og lækningavörur fást ekki. Auðlæknanlegir sjúkdómar leiða til dauða og ungbarnadauði hefur aukist verulega.
3.) Frelsi fjölmiðla er nánast ekkert, blaðamenn fangelsaðir og stjórnarandstæðingar drepnir. Stjórnskipun landsins er í rúst og tekist er á um völdin í landinu. Það er vonandi að borgarastyrjöld skelli ekki á ofaná aðrar hörmungar."
4.) Undirritaður er nú orðinn svo gamall sem á grönum má sjá. En hann man aftur til daga austurþýska alþýðulýðveldisinsog átti kost á því að fara þangað í nokkrar heimsóknir frá námsdalarbúsetu sinni í Stuttgart fyrir 1962.(tölusetning skrifari)
Það var þá sem einn skólabróðir minn sagði mér í fúlustu alvöru meðan á stúdenta fundi til stuðnings kommúnistum stóð yfir þar í borg, að skortur á stjórnarandstöðu í DDR væri einfaldlega skýrður með því að það þyrfti ekki stjórnarandstöðu þegar stefnan væri rétt.
Hann er enn á lífi meðal vor en ég hef ekki hitt hann nýlega til að spyrja hann um staðfestuna.
Liður 1.) var í þá daga þannig að opinbert gengni á Ostmarkinu var 1:1. Maður kom við í Berlín og skipti a V-marki fyrir 4 Ostmörk plús og lifði eins og kóngur í mat og drykk en ekkert mátti kaupa af varningi í búðum því þjófaleit var gerð á manni við útreisuna.
Vinstri stjórnin á Íslandi fyrirskipaði að íslenskir heildsalar ættu að beina viðskiptum sínum í austurveg. Þannig kynntist maður þeim mörgum við innkaupin á Messunni í Leipzig.
Margir ógleymanlegir karakterar eins og Baldvin í Pennanum, Jóhanni í Reykjafelli, Ólafi Methúsalemssyni,Ólafi Guðbrandssyni félaga mínum svo maður nefni einhverja fyrir meira en hálfri öld síðar, svo og sanntrúuðum kommum líka sem komu til kvölderðar á aðalveitingahúsinu Rathaus þar sem maður neytti þess dýrasta skiljanlega sem maður gat ekki vestanmegin. Námsmenn komu þangað margir til okkar og sögðu okkur frá sér og kjörum sínum. Margir illa blankir sem fengu aðstoð undir borðið hjá heildsölunum.
Pabbi var hestamaður og keypt Meissnerpostulínsstyttu af hesti sem enn er til. Til þess varð hann að skipta á opinberu gengi og hafa kvittunina með sér til landamæranna og þar varð hann að leggja hana fram og auk þess að sanna að hann hefði skipt nægilegu til að geta lifað heimsóknartímann. Landamæraverðir voru gjarna kvenmenn með vélbyssu á maganum sem tékkuðu mann út. Vestan-megin kom bara einn óvopnaður kall til að tékka mann inn í vestrið.
Í Berlín var múrinn reistur til þess að stoppa flóttmennina frá því að flýja Vestur-Þýskaland til sæluríkisins í austri sem gæti ekki tekið á móti þessum fjölda inn á sinn sósíal.Eða þannig hljóðaði skýringin þarna megin. Ég veit ekki hvort kommarnir sem voru með okkur fylgdust með okkur grunsamlegum íhaldsbullum.
Ulbricht kúrinn var líka staðreynd þarna í austrinu á námsmönnunum þó það væri hvergi nærri Venszualískt ástand þarna.
En Pfarrer Bahrmann, sem við bjuggum hjá frá Raftækjasölunni, sagði vöruskort mikinn og klósettpappír væri munaðarvara. Hann fengist núna í Leipzig en hvergi annarsstaðar í DDR skyldi hann ábyrgjast.
Hann var einskonar þjóðhetja í Leipzig þar sem hann neitaði að fara á kjörstað þrátt fyrir að margir menn vopnaðir og óvopnaðir kæmu að sækja hann til að taka þátt í 99 % atkvæðagreiðslunni til stuðnings Ulbricht sem var auðvitað einn í kjöri. Hann sagðist hafa borið því við sem síðustu vörn áður en hann yrði skotinn að hann gæti ekki blandað pólitík og og trú saman.Hann slapp með lífið öllum til undrunar.
Þarna gistu allskyns menn frá vestrinu líka sem sögðu okkur margar sögur.Einn defíneraði Ulbricht sem 102 % kommúnista, sem ég hef ekki gleymt síðan sem góðan mælikvarða á réttrúaða.Madúró í Venezúela er áreiðanlega einn slíkur.
Liður 4.) lá í augum uppi. Ekkert vestrænt efni fékkst, bara áróður frá austri. Kúgunin var augljós allstaðar. Fólkið var hrætt við að tala. Og annað merkilegt var að að alltaf voru komin ný andlit hjá fyrirtækjunum á messunni árið eftir og þeir sem við tóku könnuðust ekkert við þá sem þar höfðu verið árið áður. Sem við ályktuðum að þýddi að þeir hefðu farið vestur yfir á árinu.
En mann dettur þessi alræðistími í hug þegar maður leiðir hugann að sósíalismatilrauninni í Venezuela sem fram fer um þessar mundir undir 102% formerkjunum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:09 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 43
- Frá upphafi: 3419716
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 37
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Fólksins vegna þá er grátlegt að horfa upp á skipbrot þessa þjóðfélags sem virðit hafa lent í einhverju Icesaveskuldafeni en enginn hefur sagt mér hverjum þeir skulda alla þessa triljónir!
Er það Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn eða Soros, USA eða USSR, ESBbankinn?
Grímur (IP-tala skráð) 7.2.2019 kl. 15:10
Þeir skulda Rússum og Kínverjum fyrst og fremst. Ástæðan fyrir því að þeir skulda er sú að þeir settu fjöregg þjóðarinnar, olíuiðnaðinn, í hendurnar á vanhæfum stuðningsmönnum sósíalistastjórnarinnar. Þeir offjárfestu í atkvæðakaupum (les: sósíalískri velferð). Þeir ollu umfangsmiklum vöruskorti með því að skylda fyrirtæki til að selja varning sinn á verði sem var of lágt til að það borgaði sig að framleiða hann.
Þetta eru svona megindrættirnir í því hvernig efnahagur Venezúela var lagður í rúst.
Helmingur olíuframleiðslunnar, sem reyndar hefur dregist gríðarlega saman vegna óstjórnar í rekstri, fer til Rússlands og Kína til að greiða af lánum.
En sósíalistarnir og klíka þeirra lifa velsældarlífi, ræna þeim gjaldeyri sem berst til landsins, dvelja í munaði á erlendum hótelum og þar fram eftir götunum. Eins og sósíalískir valdamenn hafa ávallt og munu ávallt gera.
Þorsteinn Siglaugsson, 7.2.2019 kl. 19:50
"fjöregg þjóðarinnar" hjá Íslandi er það Landsvirkjun
og 3 orkupakkinn + sæstrengur og Landsvirkun er seld ESB auðjöfrum sama hvaða stjórnmálakenningar Ríkisstjórn Íslands aðhyllist.
Það fer um mann hrollur við tilhugsunina hversu greið leiðin er fyrir þennan gjörning og Þjóðarsjóðurinn hans BB er fyrsta skrefið
Grímur (IP-tala skráð) 7.2.2019 kl. 20:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.