Leita í fréttum mbl.is

http://www.tilveraniesb.net/greinar/ahlaupidh-a-islensku-kronuna

http://www.tilveraniesb.net/greinar/ahlaupidh-a-islensku-kronuna

er þörf lesning eftir Gunnar Rögnvaldsson hinn margvísa mann um íslensku krónuna og það dýrmæti sem hún er.

Gunnar lýkur þessari ritgerð með þessum orðum:

"Staðan á fjármálamörkuðum heimsins er orðin þannig að fjárfestar vilja helst ekki lengur fjárfesta í löndum sem þurfa alfarið að reiða sig á alþjóðlega fjármálamarkaði hvað varðar líf eða dauða ríkissjóða og bankakerfa landa sinna. Þau lönd sem þurfa að reiða sig alfarið á alþjóðlega fjármálamarkaði eru löndin sem geta ekki prentað sína eigin peninga því að þau eiga ekki þá mynt sem þau nota. Og þau skulda alfarið í mynt sem þau eiga ekki sjálf. Engin evrulönd eiga sína eigin mynt.

Íslendingar ættu ekki að horfa til Evrópusambandsins eftir lausnum í mynt- og efnahagsmálum. Þessa djarflegu staðhæfingu treysti ég mér til að standa við eftir 25 ára samfellda búsetu og atvinnurekstur í Evrópusambandinu. Evrusvæði ESB er að minnsta kosti hálfglatað, svo að ekki sé meira sagt.

Þegar þetta er skrifað er ekki vitað hvort verja þurfi íslensku krónuna mikið lengur gegn evruáhlaupi íslenskra stjórnmálamanna. Enginn veit hvort evran verður enn á lífi við næstu sólarupprás. En eins og áður er sagt, þá virðast nýjar hugdettur íslenskra gjaldmiðlamanna fæðast á hverjum degi. Best er því að standa vörð um krónuna áfram og það fast. Það er gott að búa í landi sem á sína eigin mynt. Íslensk króna er í senn bæði sverð og skjöldur fullveldis íslenska lýðveldisins. Umgöngumst hana því með virðingu.

Skorradal, haustið 2011

© Gunnar Rögnvaldsson"

Þó nær 8 ár séu liðin frá ritun þessa þá er það þess virði að fara yfir þetta efnislega og skoða dæmi Nýfundalands sem missti efnahagslegt sjálfstæðis sitt fyrir margt löngu.

Orð Gunnars um kosti þjóðlegrar myntar tel ég að standi fyllilega fyrir sínu í dag eins og þegar þau voru rituð.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.6.): 352
  • Sl. sólarhring: 369
  • Sl. viku: 4037
  • Frá upphafi: 2597380

Annað

  • Innlit í dag: 287
  • Innlit sl. viku: 3057
  • Gestir í dag: 260
  • IP-tölur í dag: 258

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband