Leita í fréttum mbl.is

Forysta án flokks?

getur manni dottið í hug þegar maður hefur heyrt þingmenn Sjálfstæðisflokksins tala um 3. orkupakkann. Það er helst á þeim að skilja að þeir ætli að samþykkja hann því hann skipti engu máli.

Á Útvarpi Sögu var fólk spurt um hvernig því litist á hugmyndir Bjarna Benediktssonar um Þjóðarsjóð.82 % lýstu sig andvíga hugmyndinni.

Margir innhringendanna grunuðu forystu Sjálfstæðisflokksins og sérstaklega formanninn um græsku í þessu sambandi. Sumir fóru í framhaldi að spyrja um stöðu hlutfjárins sem voru einir 2 milljarðar  sem Bjarni hafði forystu um að leggja í stofnun banka í Asíu og virtust fullir tortryggni í hans garð vegna þessa.

Styrmir Gunnarsson skrifar svo:

"Það er athyglisvert í því sambandi að reiðin í grasrót Sjálfstæðisflokksins vegna orkupakka 3 er svo mikil, að það fyrsta sem sagt var við gamlan mann, sem kom í Valhöll í síðustu viku til þess að hlusta á fyrirlestur um Alzheimer var þetta:

"Ef þeir samþykkja orkupakkann, hrynur flokkurinn".

Það skyldi þó aldrei vera að einstök flokksfélög Sjálfstæðisflokksins fylgdu fordæmi brezkra íhaldsmanna og lýstu vantrausti á þá þingmenn flokksins, sem það kynnu að gera?"

Hingað til hefur kostum samþykktar ekki verið lýst fyrir mér af neinum þessara þingmanna. Heldur ekki hefur mér verið svarað um það hvort við gætum neitað viðtöku sæstrengs ef einhver kæmi með hann til landsins.

Talar forystan sama mál og flokkurinn?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þriðja atrið sem mætti telja til er hið endalausa gjafmildi Gulla utanríkisráðherra á almannafé. Það liggur við að það séu hundruðir miljóna í hverjum mánuði sem hann "gefur"

Grímur (IP-tala skráð) 19.2.2019 kl. 17:38

2 identicon

Styrmir Gunnarsson er glöggur á hjörtu HÆGRI manna. Við þurfum ekki að lesa okkur til um "ást"okkar,á Landinu. Græðgi fárra á einu eða ÖLLU,selst ekki lengur í FÁMENNI okkar.

Bændur berjast og tapa gagnvart innflytjendum. Jarðir seljast ofurkaupendum, erlendum eða innlendum.

Gætum okkar á því að verða ekki HÚSKARLAR á ÍSLANDI gagnvart stóreignamönnum. ÍSLENDINGAR eiga orkuna. Setjum landslög um FULLT STOPP á Landasölur til erlendra kaupenda 

GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráð) 19.2.2019 kl. 17:41

3 identicon

Hárrétt athugað hjá Styrmi.

Við búum við fulltrúa lýðræði og þar af leiðir,að Þegar kjörnir fulltrúar, þingmenn og ráðherrar, fara beinlínis gegn samþykktum síðasta landsfundar viðkomandi flokks sem þeir eru félagar í og hafa þegið sínar vegtyllur frá,

og jafnframt því að þeir hafi þá blekkt kjósendur sem kusu þá sem sína fulltrúa og það á grundvelli stefnumála og samþykkta landsfundar,

þá er ekkert eðlilegra en að viðkomandi flokksfélög lýsi vantrausti á þá fulltrúa viðkomandi flokks. 

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 19.2.2019 kl. 18:03

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Ég sé á skrifum þínum nafni, að það er æ betur að renna upp fyrir þér hvurslags kratahaugar og undirlægjur eru við stjórnvöl Sjálfstæðisflokksins okkar. Meðferðin á þér á fundinum í Kópavogi hlýtur að skilja eftir sár sem seint mun gróa. Þegar umræður eru kaffærðar með þessum hætti er ljóst að búið er að leggja línurnar af toppunum og nú skal ekkert andskotans múður liðið af hinum almenna Sjálfstæðismanni. Öll gagnrýni skal kveðin í kútinn og kæfð strax í fæðingu. 

 Áfram skulu stimplaðar, undirritaðar og samþykktar allar tilskipanir og regluverk evrópusambandsviðbjóðsins, sama hvað það kostar þjóðina og sjálfstæði hennar í framtíðinni. Þessum dusilmennum er ekki viðbjargandi og eru ekki sjálfstæðismenn fyrir fimm aur. Þetta eru hugsjónalausar bleyður.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan, þar sem senn fer að hausta og krían að leggja í hann til Íslands.

Halldór Egill Guðnason, 19.2.2019 kl. 19:54

5 identicon

Júlíus Valsson minnir okkur á eftirfarandi í pistli:

Þriðji orkupakki ESB nálgast okkur óðfluga.

18.2.2019

Þingsályktunartillaga utanríkisráðherra um að aflétta stjórnskipulegum fyrirvara vegna innleiðingar þriðju orkutilskipunar ESB (3. orkupakka ESB) verður skellt á Alþingi þegar þjóðin verður upptekin af öðru. Það mun m.a. hafa í för með sér að yfirvald yfir Orkustofnun færist frá íslenska ríkinu til embættismanna í Lubliana, sem er auðvitað rothögg á fullveldi Íslands í eigin orkumálum.

Við bíðum enn spennt eftir svörum ráðuneytanna við ítarlegum spurningum Óla Björns Kárasonar þingmanns um áhrif 3. orkupakka ESB hér á landi frá 28. september 2018 
og greinargerð Stefáns Más Stefánssonar lagaprófessors. Hvað tefur þessi mál? 

Nánar um 3. orkupakkann á hópnum Orkan Okkar á Facebook

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 19.2.2019 kl. 21:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband