Leita í fréttum mbl.is

Sáttatónn Fjögurra-Blaða Smárans

"Bjarni Ben og fjármálaráðuneytið reyna að gera sem mestu úr gagni láglaunafólks af skattabreytingum ríkisstjórnarinnar með því að tilgreina skattabreytingar á ársgrundvelli. Til að fá hærri tölur. Gott og vel, hallærislegt og óheiðarlegt, og algjörlega á skjön við hvernig vanalega er talað um kaup og kjör á Íslandi.

Við segjum að lágmarkslaun séu 300 þús. kr. Enginn segir að þau séu 3,6 m.kr. á ári. Tilboð SA var um 20 þús. kr. hækkun á laun undir 600 þús. kr. en ekki tilboð um 240 þús. kr. á laun undir 7,2 m.kr.

Við erum orðin vön óheiðarlegri framsetningu frá Bjarna, sem ýmist felur upplýsingar eða kynnir þær með bjánalegum flugeldasýningum og reykbombum.

Maðurinn er nokkurs konar trúður óheiðarleikans. En hvers vegna eru fjölmiðlar á borð við Vísi og Stöð 2 að éta þessi áróðursbrögð upp? Það virkar eins og fréttin hafi verið seld ráðuneytinu eða að fréttafólkið sé á launum hjá Valhöll."

Hvaða augum skyldu fyrrum viðskiptaaðilar líta Fjögurra-Blaða  Smárann? Mælt á skala heiðarleikans? 

Skyldi krafan eftir verkfallið verða:

a. Fullt kaup allan verkfallstímann fyrir alla?

b. Sakaruppgjör fyrir öll ofbeldisverk unnin í verkfallinu?

Sáttatónninn fyrir hönd Eflingar er sleginn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband