Leita í fréttum mbl.is

Verkföllin framundan

eiga að byrja sem skæruverkföll hjá Ragnari Þór og allir á fullu kaupi.

Fimmtungur félagsmanna Eflingar ætla að fara í verkfall fyrir 5000. Sem sagt litill minnihluti róttækustu félagsmanna geta þannig ráðið öllu í fjölmennum félögum vegna skipulagsins.

Eru allar þessar leikreglur í verkalýðshreyfingunni í takt við lýðræði og nútímann? Hefur þjóðfélagið ráð á að láta þetta afskiptalaust? Líklega því að Alþingi er meira og minna ófært um að taka ákvarðanir um neitt sem máli skiptir vegna smáflokkakraðaksins. Þar er bullað og gerðar fyrirspurnir um allt og ekkert. Fátt eitt rætt sem skiptir raunverulega máli. 

Hefur verkalýðshreyfingin öll völd í ófriðarmálum? Er ekki eitthvað til sem heitir verksviptingarheimild? Eru þessi skrautsýningarverkföll það sem við þurfum?

Hvað með allsherjarverkfall með öllum verslunum lokuðum og alvöru stöðvun þjóðfélagsins? Lærum við nokkurn tímann nútíma vinnubrögð í kjaramálum  öðruvísi?

Gunnar Smári og Sósíalistaflokkurinn er búinn að stefna lengi að því að sanna sig hjá Eflingu með Sólveigu og Viðari.Vilhjálmur Birgisson er búinn að skella hurðum en Björn fer aðeins hægar enda reyndari.Eru svo ekki allir eftir i  BHM og BSRB þar sem menntun skal metin til laun hvað sem Sólveig Anna segir?

Hafa verkföll ekki lengi verið augsýnileg framundan?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband