22.2.2019 | 09:02
Sannleikurinn um framtíðina
er í forystugrein Harðar Ægissonar í Fréttablaðinu í dag:
"Þetta var aldrei að fara öðruvísi.
Leiðtogar hinnar róttæku verkalýðshreyfingar, hvar formaður Eflingar fer fremst í flokki, höfðu lítinn áhuga á að ná kjarasamningum. Tilgangurinn hefur fremur verið að sækjast eftir átökum og verkföllum með pólitísk markmið að leiðarljósi.
Nú er það að raungerast. Vanstillt viðbrögð við útspili stjórnvalda hafa undirstrikað þá staðreynd. Tillögur um skattabreytingar, hækkun barnabóta og hækkun persónuafsláttar kosta ríkið um 18 milljarða. Ljóst er að ekki verður gengið lengra og ríkið á alls ekki að ljá máls á því nú þegar tekjur ríkissjóðs munu fara þverrandi samhliða niðursveiflu í efnahagslífinu. Með lýðskrum að vopni, þar sem engu er skeytt um efnahagslegar staðreyndir og allir sem dirfast að vara við marxískum orðavaðlinum eru útmálaðir sem óvinir fólksins, hefur formönnum VR og Eflingar, ásamt ýmsum fylgitunglum sínum, tekist að tromma upp sífellt ískyggilegri stemningu í samfélaginu. Þau hafa markvisst spilað á tilfinningar fólks, einkum þeirra sem lægstu launin hafa, og vakið falsvonir um að hægt sé að ná fram stórfelldum launahækkunum og kjarabótum gagnvart atvinnurekendum og stjórnvöldum með einu pennastriki.
Þetta hefur þeim tekist, sem er kannski hvað alvarlegast, í krafti þess að vera komin með dagskrárvaldið í íslenskum fjölmiðlum. Of fáir eru reiðubúnir að stíga fram og benda á ruglið, sem aðeins magnast upp með hverri vikunni sem líður, og hvaða afleiðingar málflutningur þeirra mun hafa fyrir kjör meginþorra almennings nái hann fram að ganga.
Þótt oft hafi hart verið tekist á milli aðila vinnumarkaðarins þá er það líklega einsdæmi að verkalýðshreyfingin, sem er núna stýrt af reynslulitlu fólki, hafi komið fram með eins sverar kröfur á sama tíma og hagkerfið er tekið að kólna mjög snögglega.
Hagkerfinu hefur verið haldið í gíslingu vegna þeirrar óvissu sem uppi hefur verið á vinnumarkaði. Stórar ákvarðanir hjá fyrirtækjum og heimilum hvort sem um er að ræða fjárfestingar eða fasteigna- og bílakaup eru af þessum sökum margar hverjar í biðstöðu.
Leiðandi hagvísir Analytica, sem gefur vísbendingar um umsvif í hagkerfinu að sex mánuðum liðnum, hefur þannig lækkað núna tólf mánuði í röð. Það hefur ekki gerst síðan 2008. Innflutningur er að dragast saman, samdráttur í debetkortaveltu hefur ekki verið meiri í tólf ár og ferðamannafjöldinn er að þróast til verri vegar.
Yngvi Harðarson, framkvæmdastjóri Analytica, sem formaður Eflingar telur væntanlega að tilheyri einnig hinum efnahagslega forréttindahópi sem ekki beri að taka mark á, hefur bent á að þetta þýði að hætta sé á alvarlegri stöðnun. Venjulegt íslenskt launafólk, sem stendur undir meginþorra samneyslunnar, kærir sig flest hvert ekkert um að vera notað sem tilraunadýr fyrir marxíska hugmyndafræði byltingarsinna sem telja sig þess umkomna að knýja fram pólitískar kerfisbreytingar.
Það vill fyrirsjáanleika og stöðugleika í efnahagsmálum. Það hefur tekist síðustu ár þar sem Íslendingar hafa upplifað verðstöðugleika og fordæmalausa kaupmáttaraukningu. Þeim ávinningi á nú að kasta fyrir róða.
Ákvörðun um boðun verkfalls mun ein og sér valda ómældu tjóni sem aftur dregur úr getu atvinnurekenda til launahækkana. Allir tapa á þessari brjálsemi sem er í uppsiglingu og mun hafa í för með sér meiriháttar lífskjaraskerðingu fyrir almenning. Gengið mun veikjast, verðbólga aukast, vextir hækka og uppsagnir og gjaldþrot fyrirtækja eru óhjákvæmileg.
Spennið beltin."
Spurning er nú hvort SA ætlar að láta Fjögurrablaða-Smárann og málpípu hans Sólveigu Önnu setja þjóðfélagið á annan endann?
Ætla samtökin að láta þau ein um að setja fólki stólinn fyrir dyrnar í áróðursstríðinu eða ætla þau að sýna mátt sinn líka og svara með aðgerðum sem bíta?
Af hverju á að láta kommúnista stjórna helförinni eina?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Blessaður Halldór.
Þar sem þú flökktir milli skynsemi og vitleysu, þá ætla ég að gera þér þann greiða að endurbirta kjarna málsins, sem nóta bene kemur Smáranum ekkert við, hversu mörg lauf hann annars hefur. Vona að Styrmi sé sama.
"
Viðbrögð Samtaka atvinnulífsins við viðræðuslitum nokkurra verkalýðsfélaga og yfirlýstum áformum þeirra um verkaföll hafa verið á þann veg, að forsvarsmenn þeirra hafi ekki alveg trúað því að til þessa mundi koma. Þó hefur það verið ljóst misserum saman.
En hvað sem því líður er enn tími til stefnu og hægt að forða verkföllum. En til þess þarf annað en nánast "vélræn" viðbrögð opinberra aðila og atvinnurekenda.".
Þetta er bara skynsemi.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 22.2.2019 kl. 09:23
Það er auðvelt að skella skuldinni aðeins á annan aðilann og líta framhjá því að í bráðum tvö ár hefur sjálftökulið hátekjufólksins slett hverri blautu tuskunni af annarri framan í almenning varðandi hækkandi hverra ofurlaunanna af öðrum.
Eina undantekningin er forseti Íslands.
Ómar Ragnarsson, 22.2.2019 kl. 10:07
Öfga- og óeirðafólkið í Sósíalistaflokki Gunnars Smára ætla að bera eld að þjóðarheimilinu og brenna okkur öll inni - konur, börn, eiginmenn, afa og ömmur - allt heila klabbið því þau trúa því að úr rústunum einum megi skapa sæluríki á borð við Austur Þýskaland, Sovétríkin, Kúbu og Venesúela. Hyggjumst við verja hendur okkar eða láta leiða okkur til slátrunar?
Hermann Jónsson (IP-tala skráð) 22.2.2019 kl. 10:09
Rétt Halldór, það munu allir tapa á brjálsemi sjálftöku ný-kommanna sem skömmtuðu sér kjararáðs launahækkanir langt umfram aðra.
Það hefur soðið á þjóðinni síðan og nú mun sjóða uppúr.
Þetta var allt fyrirséð, þetta gat aldrei farið öðru vísi. Bjarni yngri Ben. er vargur í véum. Þjóðfélagsleg upplausn er framundan. Allt vegna brjálaðrar græðgi þingmanna, ráðherra og æðstu stjórnsýslu.
Vandamálið mesta er að við eigum enga alvöru stjórnmálaskörumga sem kyndilbera. Bara gráðugt og óþjóðlegt hyski sem skarar eld að eigin köku.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 22.2.2019 kl. 11:45
Það er ótrúlegt þetta tal um að ríkið geti ekki gert betur. Einni helstu kröfu verkalýðsfélaganna er hægt að mæta án þess að það kosti ríkið eina einustu krónu. Þar á ég við einhvers konar auðlegðarskatt á ofurlaun.
Vigfús Ingvar Ingvarsson (IP-tala skráð) 22.2.2019 kl. 11:50
Og munum það að sjálfstæðismaðurinn Ragnar Þór reyndi allt hvað hann gat til að kæra úrskurð kjararáðs. Fór með málið fyrir dóm, en vitaskuld úrskurðaði dómurinn í stíl við kjararáðs hækkanir eigin dómara.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 22.2.2019 kl. 11:55
Og munum það einnig að það var Bjarni Ben yngri sem skipaði vin sinn, Jónas Þór Guðmundsson sem formann kjararáðs sem úrskurðaði þannig að allri þjóðinni blöskraði ósvífnin. Þennan sama Jónas gerði svo Bjarni að stjórnarformanni Landsvirkjunar. Og nú stefnir Bjarni að innleiðingu 3. orkupakka EES/ESB og einkavæðingu Landsvirkjunar.
Ég get ekki annað sagt en sannleikann:
Bjarni er vargur í véum.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 22.2.2019 kl. 12:03
Sæll Halldór - sem og þið hinir: gestir Verkfræðingsins !
Halldór !
Ég treysti mér til að fullyrða: að kæmust Íslenzka þjóðfylkingin og Frelsisflokkurinn til valda hér, tækju þeir þessa mannleysu og hengilmænu Hörð Ægisson, einn helzta Kjölturakka Engeyjarættarinnar, úr umferð:: umsvifalaust.
Hörður - er RAKIÐ viðrini, sem aldrei virðist hafa dýpt hendi í kalt vatn / og þekkir því EKKERT til erfiðisvinnu til lands og sjávar, fremur en húsbændur hans, suður í Garðabæ og nágrenni.
Hvar annarrs: voru Halldór Benjamín Þorbergsson leiðtogi SA, sem og Hörður litli Ægisson hrópandi úti á torgum, þegar Kjararáðið sáluga, var að skammta sér / sem og þingmönnum og ýmsum embættismönnum Tuga og Hundraða % (prósenta) launa hækkanir ofan á OFUR- launin, sem þau voru á fyrir, Halldór ?
Af hverju - sækir Halldór Benjamín ekki liðsstyrk, til VR / Eflingar VLFA og annarra félaga, til lækkunar á Trygginga gjaldinu, sem og sjálftöku Lífeyrissjóða ÞJÓFABÆLANNA, undir iðgjalda yfirskini, þeirra fyrirlitlegu ræningja bæla ?
4-urra blaða Smárinn er í rauninni algjörlega áhrifalaus, í sinni einangruðu veröld Marx- Lenínismans, og stafar því ekki mikil hætta, af hans ráðslagi, hvað hugsanleg átök í samfélaginu varðar, komi til verkfalla eða annarra atburða.
Gunnar Smári: er sveimhugi, sem ekki einu sinni stórfrændi hans:: Karl Óskar Gunnlaugsson Bifvélavirkjameistari í Hveragerði gæti treyst, til þess að umfelga dekk á verkstæði sínu vandræðalaust, hvað þá annað, piltar.
Ómar Geirsson !
Góðir punktar hjá þér - að vanda.
Ómar fjölfræðingur Ragnarsson !
Guðni Th. Jóhannesson: er eins og hver annar hlýðinn rakki, eftir því sem snobb- liðið í landinu vill hafa hann / á tyllidögum, sem og öðrum, því miður.
Eða - hví, er Guðni Th. ekki ENNÞÁ búinn, að rjúfa óstarfhæft og klámfengið (al)þingið, og skipa almennilega utanþingsstjórn, EINS OG MAÐUR, fjölfræðingur vísi ???
Hermann Jónsson !
Hin ógeðfelldu fyrrverandi/ núverandi: Austur- Þýzkaland - Sovétríkin - Kúba og Venezúela eru einfaldlega ekki samanburðarhæf, við það ástand, sem íslenzka Mafían, undir leiðsögn Engeyinga skrattanna, hafa skapað hérlendis, ágæti drengur.
Ekki svo einfalt - Hermann minn !
Með beztu kveðjum: engu að síður, af Suðurlandi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 22.2.2019 kl. 12:16
Ég get tekið undir margt sem vel er mælt hér að ofan. Óskar helgi er á sínu plani að vanda og ekki í mínum stíl.
Er ekki tekjuskattur einstaklinga um 19 % af öllum ríkistekjunum en tryggingagjaldið 11%? Hvað er að eiginlega?
Halldór Jónsson, 22.2.2019 kl. 14:04
Já Ómar, líklega er ég meira í vitleysunni þó ekki væri nema aldursin vegna. En ég er sammála þessu hjá þér. En því miður virðast engir ráðamenn heyra þetta.
Efn kislega er Ómar að segja það sama og er ég sammála þessu.
Jónas Þór hef ég efasedir um eftir undarlega fundarstjórn á Landsfundi þegar hann eyðilagði umræðuna um flóttamannamálin með bragðvísi.Hleypti fundinum upp á svívirðilegan máta með hjálp Unnar Brár og Áslaugar Örnu sem dönsuðu stríðsdansa í skrílslátum til að hrópa niður Gústaf Níelsson og Jón Mafnússon.
Halldór Jónsson, 22.2.2019 kl. 17:40
sorrý ritvillurnar
Halldór Jónsson, 22.2.2019 kl. 17:40
Það er mjög svo fróðlegt að lesa athugasemd þína Halldór um Jónas Þór, Áslaugu Örnu og Unni Brá.
Mest er mér brugðið varðandi Unni Brá. Hélt hún væri ekki svona ómerkileg. Sú skiptir greinilega um skoðun eins og aðrir nærbrækur.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 22.2.2019 kl. 19:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.