24.2.2019 | 12:47
Silfrið
horfði ég á mér til nokkurrar ánægju. Mörður Árnason kom mér nokkuð á óvart með mun þroskaðri afstöðu en ég hafði búist við vegna fyrri stjórnmálaafskipta.
En Styrmir Gunnarsson sagði allt sem segja þurfti um stöðuna í kjaramálunum sem nú er uppi. Þetta er allt fyrirsjáanlegt síðan um mitt ár 2016.
Að þingmenn skuli hafa gert sig seka um þvílíka heimsku að svelgja allar kauphækkanirnar í sig án þess að gera neitt er beinn undirbúningur undir núverandi stöðu. Meira að segja sósíalistaflokkur FjögurraBlaðaSmára sprettur beint upp úr þessum jarðvegi og á sér samsvörun í málflutningi konunnar frá Bretlandi sem vill nýtt hagkerfi.
Verkalýðshreyfingin núna er í rauninni ekki að karpa um krónur og aura heldur vill hún einhverja óúthugsaða byltingu í þjóðfélagsgerðinni.
Hún vill setja skattalög að sínum hætti.
Hún vill skattleggja eignir og fjármagnstekjur að sínum hætti.Styrmir benti á beint samband þeirrar kröfu við ráðstafanir VG árið 1990 um frjálst framsal kvótans.
Hún vill afnema verðtryggingu og lækka vexti að sínum hætti og hún heimtar ódýra lausn á húsnæðismálum fyrir alla. Samt á hún allt undir varðveislu lífeyrissjóðanna sem gerir þennan málflutning hlægilega þverstæðu.
Hún heimtar eitthvað Shangríla á Íslandi þó að sýnin sé aðeins draumsýn og að mörgu leyti afsönnuð með staðreyndum úr heimssögunni um að slíkt hagkerfi gangi ekki upp.Kúba, Venezúela,Sovétríkin.
Sovétríkin þar sem öll framleiðslufyrirtæki voru í sameign eins og konan boðaði hrundu því það eignarhaldskerfi gekk ekki upp.
Það þýðir ekki að halda því fram að Apple til dæmis hefði orðið svona stórt ef starfsmennirnir einir hefðu átt það og sett stefnuna, Það var aðeins fyrir Steve Jobs sem þetta gerðist. Hann var sjáandinn en ekki liðið á gólfinu. Þannig vinnur kapítalisminn og vinnur sigur á sósíalismanum.Það er framtakið sem öllu breytir og hagsældin breiðist þaðan út til almennings.
Það hefur alltaf verið risaátak að koma yfir sig þaki. Það kostar margra ára laun venjulegs fólks. Nú krefjast draumóramenn þess að þetta verði leyst með því að smella fingri fyrir allan almenning.
Verktakafyrirtæki spretta upp eins og gorkúlur og nægt framboð er að fínu húsnæði á 800.000 krónur fermetrann.Smáíbúðahverfið var byggt upp af fátæku fólki sem skapaði verðmætin með eign höndum með því að leggja á sig strit.
Ég veit um fullbúið 220 m2 einbýlishús sem stendur á fylltum grunni sem kostaði 8 milljónir. Aðeins hefur verið keypt inn efni fyrir tuttugu milljónir í viðbót. Minna en 130 þúsund krónur á fermetrann. Hitt vann fjölskyldan með eigin höndum.
Engar lóðir eru til fyrir fólk sem vill fara þessa leið. Geldinganesið stendur autt en þéttingarstefna Borgarstjórnarmeirihlutans og Borgarlínan fangar hug allra fjölmiðla auk kjarabaráttunnar sem allir sjá að snýst aðeins um stig verðbólgunnar þegar allt rykið hefur sest.
Ögmundur Jónasson hafði viðrað hugmyndir um að skrúfa niður ofurlaun í þessu landi til að reyna að skapa sátt á vinnumarkaði að því að Styrmir sagði. Þetta er án efa eitthvað sem þyrfti að skoða til að reyna að ná einhverri sátt. En ég er samt efins um að sátt sé ofarlega á blaði hjá ýmsum forystumönnum verkalýðshreyfingarinnar um þessar mundir. Miklu fremur þyrsti þá suma í atburði sem geti leitt til ofbeldis og átaka.
Svo kemur brátt að því að opinberir starfsmenn krefjist þess að menntun verði metin til launa. Hvernig dettur mönnum í hug að hægt sé að semja við Eflingu og önnur félög um kauptaxta með þetta óframkomið?
Menn gætu velt fyrir ef Alþingi ákvæði núna, að allir launþegar upp að vissu marki fengju tiltekna krónutöluhækkun á mánuði miðað við síðasta ár. Aðrir ekki neitt.
Í staðinn myndi gengið styrkjast og verðlag lækka. Reistar yrðu ódýrar íbúðir sem yrðu til sölu á langtímakjörum.Lóðir yrðu útvegaðar í smáibúðastíl. Bensín og bílar myndu lækka. Kjararáðshækkanir yrðu spilaðar niður og ofurlaun lækkuð. Eitthvað meira gert í félagslegum umbótum kannski.
Hverjar yrðu afleiðingarnar fyrir krónuna? Hverjar yrðu afleiðingarnar fyrir lífskjörin og kaupmáttinn?
Þetta er víst tómt mál að tala um. Læmingjarnir hafa tekið strikið fram af brúninni og ekki hægt að stöðva strauminn.Fólk vill fá að fara í orrustur sér til frægðar hvað sem það kostar.Enda skal kónga hafa til frægðar en ekki langlífis.
Silfrið var að því leyti gott að Styrmir Gunnarsson kom þar og sagði sannleikann.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 42
- Frá upphafi: 3419710
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Það er ánægjulegt þegar maður les heilan pistil og getur samsinnt öllu sem þar er sagt.
Takk fyrir mjög góðan pistil Halldór.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 24.2.2019 kl. 13:14
Þakka þér fyrir hlýu orð Símon badmintonspilari. Fátt af þessu þessu er frá mér komið heldur mest bara samantekt af skynsemi sem ég heyri útundan mér.
Halldór Jónsson, 24.2.2019 kl. 13:43
Svona skrifa og segja gömul bein.
"Menn gætu velt fyrir ef Alþingi ákvæði núna, að allir launþegar upp að vissu marki fengju tiltekna krónutöluhækkun á mánuði miðað við síðasta ár. Aðrir ekki neitt.
Í staðinn myndi gengið styrkjast og verðlag lækka. Reistar yrðu ódýrar íbúðir sem yrðu til sölu á langtímakjörum.Lóðir yrðu útvegaðar í smáibúðastíl. Bensín og bílar myndu lækka. Kjararáðshækkanir yrðu spilaðar niður og ofurlaun lækkuð. Eitthvað meira gert í félagslegum umbótum kannski.
Hverjar yrðu afleiðingarnar fyrir krónuna? Hverjar yrðu afleiðingarnar fyrir lífskjörin og kaupmáttinn?".
Þegar maður les þetta og skrif Styrmis, þá dettur manni í hug að það sé eitthvað til í því sem Kínverjar hafa löngu sagt að fólk sé varla komið með þroska til að stjórna fyrr en það er langt komið um áttrætt.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 24.2.2019 kl. 13:54
Eitt má nefna til viðbótar og það er að löngu er kominn tími til að lækka tryggingargjaldið hressilega.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 24.2.2019 kl. 14:24
Það nægir víst ekki að fólk fái að vinna við það sem gleður hug og hjarta þess heldur þarf það líka að fá hærri laun fyrir að hafa nennt að halda áfram í skóla. Annars er ekki menntun metin til launa enda engin ásókn í iðnám á Íslandi
Grímur (IP-tala skráð) 24.2.2019 kl. 14:31
Það besta við þessa umræðu, þá kjarasamningana, er hvað Sjálfsstæðisflokkurinn afhjúpar sig enn og aftur sem flokkur sérhagsmuna.
Það muna allir þegar núverandi Utanríkisráðherra barðist hatramlega fyrir afnmámi "auðlegðarskattsins" á sínum tima. Þá kom í ljós að hans helstu "skjólstæðingar" voru nokkar fjölskyldur (innan við 100 aðilar) sem sátu inn í eignum sínum (skuldlausum) en gátu ekki greitt téðan skatt.
Fyrir það fólk barðist Guðlaugur Þór og hans flokkur fyrir, ötullega.
Nú er hér hópar sem hafa það mjög slæmt, talsvert fleiri en 100 aðilar, hér eru enn þúsundir fátækra barna.
Ekki heyrist mér Sjallar vera berjst fyrir þann hóp.
Hátt bylur í tómri tunnu, að mínu mati.
Sigfús Ómar Höskuldsson, 24.2.2019 kl. 23:03
"Að þingmenn skuli hafa gert sig seka um þvílíka heimsku að svelgja allar kauphækkanirnar í sig án þess að gera neitt.."
Eins og Styrmir sagði, "allir nema píratar.."
Snorri (IP-tala skráð) 25.2.2019 kl. 08:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.