Leita í fréttum mbl.is

Meira um 3. orkupakkann.

 
Pétur Örn Björnsson setur fram sjónarmið sem vel geta átt við um marga almenna Sjálfstæðismenn. Ég get tekið undir margt sem hann segir en samt ekki allt, sérílagi þegar hann gefur stjórnmálamönnum ekki alveg  sanngjarnar einkunnir að mér finnst. 
 
Hann er hér að eiga orðastað við sendiherra ESB hér á landi  Hr. Mikaal Mann sem leggur fast að Íslendingum að samþykkja 3. Orkupakka ESB sem margir eru ósammála um að sé skaðlaust fyrir okkur.
 
En gefum Pétri orðið: 
 
 
"Ekkert að óttast, segirðu?

Það eru ekki endilega erlendir milljarðamæringar sem við óttumst mest, herra sendiherra.
Það eru gráðugir menn eins og fjármálaráðherrann okkar, sem skipaði vin sinn 
sem formann kjararáðs sem skammtaði samseku og gráðugu þingmannastóðinu og 
ráðherrum og æðstu embættismönnunum launahækkanir úr ríkissjóði, langt umfram aðra, 
og því næst gerði fjármálaráðherrann sama vin sinn að stjórnarformanni Landsvirkjunar.
 
Af því höfum við nokkrar áhyggjur, herra sendiherra.

Svo höfum við reynslu af þeim sem "keyptu" hér 3 banka, veðsettu allt heila klabbið 
og fengu "lánsfé" frá erlendum bönkum, og stofnuðu svo hina "tæru snilld" og fjallalind, 
stöðugt fjárstreymi í gegnum inn"láns"reikninga erlendis frá, inn og út og hvert?
... við köllum þá enn "útrásarvíkinga", herra sendiherra. Icesave júnóv?
Það endaði með hruni haustið 2008, vissirðu það kannski ekki, hr. sendiherra.

Þeir höfðu rænt bankana innan frá og komið fengnum fyrir í skattaskjólum á aflandseyjum.
Mikið af því fór í gegnum útibúin í Luxembourg, þar sem Jean Claude Juncker, hafði komið
brellukerfinu á fyrir hina ríku, þá sem verða alltaf ríkari og ríkari með svona háttalagi, 
þú hlýtur að kannast við Juncker, hann sem er núna framkvæmdastjóri ESB 
og þú sem ert sendiherra ESB á Íslandi? Þetta hlýtur þú a.m.k. að vita. 
En hrunið fór hins vegar mjög illa með íslenskan almenning, 
en hirðarnir endurreistu allt á nýjan leik fyrir fulltingi þingmanna, ráðherra 
og æðstu embættismanna ... og forseta þingsins.

Og nú segirðu okkur að við þurfum ekkert að óttast, ekkert að óttast segirðu,
þegar íslenskir "útrásarvíkingar" ætla að endurtaka leikinn ...
nú með því að búta Landsvirkjun, hæfilega niður í skúffur aflandseyjanna 
og virkja í djöfulmóð, ennþá fleiri fallvötn. 
Og dæla svo gígaterabætum fallvatnanna og heitu hveranna 
(HS Orku, Magma Alterra júnóv?) í gegnum rosa særafmagnsflutningastreng, 
IceLink, einn, tveir, þrír? "Sjáiði ekki veisluna" munu þeir segja enn á ný.
Og að við eigum að treysta þeim best til að ákvarða um það 
fyrir hönd þjóðarinnar, þeim sem skömmtuðu sér launahækkanir langt umfram aðra?
Og gæti verið að eitthvað af "veisluföngunum" færu enn á ný í gegnum Luxembourg,
eða kannski City, eða Frankfurt? Þú ert fróðari um það en ég, þú ert sendiherra ESB.

Æjú, maður að nafni Ratcliffe, einn auðugasti maður Bretlands,
https://icelandmonitor.mbl.is/.../landowner_in_iceland.../
jú, ætli hann sé reyndar ekki erlendur milljarðamæringur, hann á víst núna 
nærri allar jarðir nærri Dettifossi (sá foss er aflmesti foss landsins, vissirðu það, herra sendiherra?)
Kannski hann, ég meina Ratcliffe, gæti hugsað sér að gambla þar smá með okkar drengjum? 
Bara spyr. Þætti þér það ólíklegt, herra sendiherra? Ekkert að óttast segirðu, ertu viss?
Hann er reyndar byrjaður að selja virkjanaréttinn hæstbjóðanda: 
http://www.ruv.is/.../ratcliffe-selur-virkjunarrett-ad...
Kannski deilið þið sömu sýn, virkja allt þar til hér verður ekkert nema virkjanir, urð og grjót?
Ogbæðevei, "Tær snilld", "sjáiði ekki veisluna", kannastu ekki við þau hugtök, hr. sendiherra?

Við hljótum að vera sammála um það, herra sendiherra, að best færi á því, 
að þjóðin afgreiði þetta mál í þjóðaratkvæðagreiðslu. 
Eða ertu ekki örugglega lýðræðissinni, herra sendiherra ESB á Íslandi?
Er ekki best að þjóðin fái að kjósa um þetta mál,
því málið varðar helstu náttúruauðlindir þjóðarinnar, herra sendiherra?
Auðvitað ertu sammála því, þér blöskrar án efa græðgi þeirra sem þú vinnur fyrir
og hvernig þið fóruð með Grikkland, herra sendiherra (Þjóðverjar rændu reyndar fyrst 
gullforða þeirra í seinni heimstyrjöldinni og hafa enn ekki skilað honum til baka). 

Svaraðu mér nú af heiðarleikanum einum saman, sem stæðir þú berstrípaður 
sem Díogenes í tunnunni, bara með tunnugarminn utan um berstrípaðan kroppinn:
Ert þú heiðarlegur maður, herra sendiherra? Þú getur svarað, já, kannski, nei.
En ég treysti ekki orðum þínum, ef þú segir já, eða kannski, en bara ef þú segir nei.

Og þér að segja var EES samningnum nauðgað upp á þjóðina,
án þjóðaratkvæðagreiðslu. Er það sú aðferð sem þér líkar best, herra sendiherra?
Fyrst var honum nauðgað upp áþjóðina svo einka(vina)væða mætti bankana 3
(frjálst flæði fjármagns til Luxemborgar og áfram ... júnóv?, dújúönderstandmí?)
Og nú finnst þér hæfa að beita hræðsluáróðri og óbeinum hótunum ... og það núna strax?
Hvernig yrði það þá, þegar kæmi að fjórða pakkanum og fimmta pakkanum?"
 
Ég hefði auðvitað kosið að Pétur hefði notað ögn mildara orðalag en  það er hans val auðvitað. Meining hans er hinsvegar alveg skýr.Hann grunar okkar ráðamenn um græsku og að hafa sérhagsmuni af orkumálum. Það hef ég ekki og hef fulla trú á heiðarleika okkar stjórnmálamanna. En við Pétur óttumst báðir þær afleiðingar sem samþykkt og aðild að orkustefnu ESB getur haft.
 
Ég er sannfærður um að að með samþykktinni höfum við undirgengist almennu stefnuna um samkeppnismarkað fyrir orku og á þeim grundvelli getum við ekki neitað, til dæmis herra Rathcliffe eða herra George Soros, sem eiga talsvert fé,  um að leggja hingað sæstreng á einkagrundvelli og selja í hann orku.
 
Og enginn hefur lýst fyrir mér kostum þess fyrir okkur Íslendinga að samþykkja pakkann né hvaða alvarlegu afleiðingar synjun sem sendiherrann minnist á í grein í Vísi, muni hafa beinlíns fyrir Ísland.
 
Allir þeir þingmenn mínir sem ég hef heyrt í tilo þessa og einnig Einar S. Hálfdánarson, sem ég met mikils, hafa ekki svarað þessum spurningum svo sem mér þykir fullnægjandi.Ég þarf aðvita meira um þá kosti sem eiga aðfylgja samþykkt 3. Orkupakkans fyrir Ísland og Íslendinga, og ekki hvaðsíst fyrir verkalýðsfélögin sem nú stefna okkur í verkfall útlendinganma.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hvers er þessi 3.orkupakki?

Hvers vegna er aðild Íslands að honum svona mikilvæg fyrir EES eða EB?

Fávís spyr.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 10.3.2019 kl. 15:08

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Því vill enginn svara þó spurt sé.

Halldór Jónsson, 10.3.2019 kl. 19:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband