Leita í fréttum mbl.is

Orkuskipti?

er orð sem ég var mörg ár að skilja. Þau þýða að skipta út bensíni og olíu svonefndu jarðefnaeldsneyti fyrir tískuorku eins og rafhlöðum, sólar-og vindorku. Heimurinn gengur hinsvegar á jarðefnaeldsneyti og í vaxandi mæli en ekki minnkandi.

oliuexportusaBandaríkin hafa tekið forystuna í olíuframleiðslu heimsins eins og í flestu öðru eftir að Trump tók við embætti.

Enda er grátbroslegt að fylgjast með dagvaxandi örvæntingu demókratanna hér í USA sem vita ekki sitt rjúkandi ráð og ætla jafnvel að bjóða fram ellihruman hálfkommúnista og milljónera Bernie Sanders á móti Trump. Að vísu eru fleiri vænlegri í boði og ekkert er vitað hver verður ofaná. Strákur að nafni Buttikieg borgarstjóri  er ekki óásjáleg Kennedy-typa en bara nafnið, sem hægt væri að snúa út úr sem Bossaklípari er ekki söluvænlegt veganesti að mér myndi finnast.Tala ekki um ef hann stæði undir því því nafni. 

En þetta með orkuna. Hún kemur úr olíunni og gasinu að mestu leyti. Raforka er miklu dýrari hvernig sem reynt er að gera hana vænlegri og gylla hana. Það er iðnaðurinn sem velur.

Hvað er hægt að gera við úrganginn er annað mál sem verður leyst með tímanum og tækninni.

Þetta tal um orkuskipti er meira og minna bara bull sem heimurinn er ekki að fara eftir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Það hlýtur  að vera hagkvæmara fyrir ríkissjóð

að geta sparað gjaldeyri með því að þurfa ekki að flytja inn

jarðefna-eldsneyti frá öðrum löndum.

Jón Þórhallsson, 17.4.2019 kl. 16:31

2 identicon

Húsari. (IP-tala skráð) 17.4.2019 kl. 16:35

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hefðum við Íslendingar þá ekki átt að hætta við þá fjárfestingu á sínum tíma sm það kostaði fyrir okkur að leggja niður notkun kola og olíu til húsahitunar?

Ómar Ragnarsson, 17.4.2019 kl. 17:14

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Ekki snúa bara út úr Ómar. Innlend orka var miklu ódýrari en innflutt kol og olía. Innlend olía yrði hugsablega ódýrari en innflutt án þess að ég viti það 

Halldór Jónsson, 17.4.2019 kl. 17:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband