Leita í fréttum mbl.is

Bardaginn við vindmyllurnar

hans Don Kíkóta eru bara smámunir við bardagann við íslenskar kellingar sem þola ekki tilhugsunina um að sjá einhversstaðar vindmyllu.

Fjandskapur við vindmyllur vex nefnilega í öfugu hlutfalli við fjarlægðina frá myllunni.

Kelling ein í sumarbústað frá Kópavogi í 3 km fjarlægð frá fyrirhugaðri myllu hans Steingríms Erlingssonar og á Skeiðum á hans eigin landi NB gat æst upp svo mikið hysterí að sveitarstjórnin pissaði í buxurnar og Steingrímur var flæmdur úr sveitinni niður í Þykkvabæ þar sem hann setti myllurnar upp með atbeina Drífu Hjartardóttur sveitarstjóra. Mátti ekki nýta eigið keypt land á Skeiðunum undir eigin vindmyllur. Situr bótalaust uppi með ónýtt land og sveitin varð af búsetu hans og miklum byggingum.

Í Þykkvabæ risu svo síðar upp samskonar kellingar og eyðilögðu öll áform um frekari framkvæmdir við vindmyllugarð þegar fyrstu tvær höfðu snúist í nokkur ár í góðu sambýli við alla íbúa, náttúruna og búsmalann þarna í kartöflugörðunum heima í Þykkvabænum.Engir fuglar drápust og kinmdurnar lágu í skugganum af myllununm.

Bara af því að þeim kellingunum finnast vindmyllur ljótar pissaði  sveitarstjórnin á Hellu í buxurnar og stoppaði allt hjá Steingrími. Enda var þá Drífa Hjartar hætt sem sveitarstjóri en Ágústi gekk síður aðð lægja öldurnar.

Engar vindmyllur né 100 Mw virkjun sem Steingrímur vildi byggja fyrir sveitina munu rísa þarna né nokkurs staðar annarsstaðar sem allt var klárt að gera þarna.

Kellingarnar eyðilögðu þetta allt alveg eins og á Skeiðunum.

Vitleysingarnir ráða yfirleitt ferðinni í öllum framfaramálum á Íslandi eins og þegar Skeiðamenn riðu suður á móti símanum sællar minningar 1905.

Ég glotti því út í annað þegar ég les um áaætlanir um nýja vindorkugarða einkaaðila. Sannið til að það munu rísa upp samskonar kellingar þarna og hvar sem er og stöðva öll slík  mál,

Það rísa engar vindmyllur neins staðar á vegum einkaaðila.

Aðeins ríkið getur reist vindmyllur með ofbeldi þar sem því sýnist.

Þannig fer bardaginn við vindmyllurnar á Íslandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband