Leita í fréttum mbl.is

Góður Geir

Ágústsson sem skrifar:

"Stundum kemur náttúran okkur á óvart þrátt fyrir öll mælitækin, módelin og metnaðarfullu vísindamennina. Stundum reynist fyrirsögnin ekki vera rétt jafnvel þótt enginn hafi vísvitandi reynt að ljúga og hafi haft aðgang að fullkomnustu tækni til að leggja mat á tiltekið ástand. 

Við erum minnt á það aftur og aftur að oft er betra að staldra við og hugsa en grípa til róttækra aðgerða sem geta haft neikvæðar afleiðingar.

Umræðan um nagladekk í Reykjavík er gott dæmi. Menn sjá svifryk og nagladekk og álykta að nagladekkin valdi svifryki. Svifryk er slæmt og nagladekkin hljóta því að vera það líka, hvað sem líður ástandi vega og umferðaröryggi utan við miðbæ Reykjavíkur.

Síðan koma í ljós vísbendingar um að rykið eigi kannski uppruna sinn á hálendi Íslands og tengist miklu frekar vindátt en notkun nagladekkja. Kannski léleg þrif á götum séu því vandamálið en ekki nagladekkin?

Eða kemur rykið frá Sahara-eyðimörkinni? Þá eru nagladekkin kannski ekki svo slæm.

Það er í tísku núna að hrópa sem hæst að húsið sé að brenna og að við eigum að yfirgefa eigur okkar, lífsstíl og velmegun í hvínandi hvelli.

Hvað með að staldra við? Ísbjörnum fjölgar, eyjar eru ekki að sökkva og sólvirkni að minnka. Kannski höfum við ekki náð að grípa allt með módelunum fínu."

Við höfum ríkisstjórn í þessu landi sem styður þá starfsemi að taka maísinn frá hungruðum og sveltandi til að búa til ethanól til að gera bensínið verra og dýrara fyrir okkar minnstu bræður og systur.

Leggur á okkur skatta eftir forskrift hinna fjörtíuþúsund fífla AlGore frá Párís þegar CO2, byggingarefni lífsins, hefur ekki verið lægra í andrúmsloftinu í 600 milljón ár? Ríkisstjórn sem heldur að sólin stjórni engu í andrúmslofti jarðar.

Það er ömurlegt að maður þurfi að kjósa þetta fólk á þing bara til að forðast frekari fífl úr öðrum flokkum.

"Munið þið piltar að þó við séum vondir þá eru aðrir verri." Það er allur hugsjónaeldurinn í pólitíkinni um þessar mundir.

En Geir var góður í .þessum pistli. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 3418232

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband