Leita í fréttum mbl.is

Ónefnd listakona

sem ég vil ekki nefna að svo stöddu, hennar vegna, kom gangandi til mín í gær og færði mér þessa styttu að gjöf. En ég hafði áður látið í ljós ágirnd á henni vegna fegurðarinnar.

Hún sagðist vera löngu hætt að fást við þessa listgrein og búin að snúa sér að öðru.

IMGP0237

 

Ég rifjaði upp fyrir henni orð Göbbels þegar hann sagði við hina þá heimsfrægu söngkonu Söru Leander:"Kunst kommt nicht vom Wollen sondern Können."

Mér finnst þessi listakona kunna en vilja ekki. Sem mér finnst of sparlega með kunnáttuna hennar  farið fyrir hönd mína og þjóðarinnar eins og sjá má af þessari styttu.

Ég hreinlega komst við af þakklæti til listakonunnar fyrir þessa gjöf til mín, óskylds mannsins,og veit ekki hvernig né hvort  ég fæ henni nokkru sinni fullþakkað fyrir hennar höfðingsskap í minn óverðuga garð.

IMGP0240Listin kemur ekki af því að vilja heldur af því að geta.

Mér finnst oft að margar háværar listaspírur  sem vilja telja sig eiga að fá opinbera framfærslu fyrir séu þess stundum lítt verðugar vegna hæfileikaskorts.

Stundum ratast kjöftugum satt á munn. Það eru hæfileikarnir sem til þarf í listinni sem þessi vinkona mín og hér ónefnda listakona hefur í svo ríkum mæli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband