27.4.2019 | 14:33
Um hælisleitendur
skrifar vinur minn Einar S. Hálfdánarson, hæstaréttarlögmaður og löggiltur endurskoðandi í Morgunblaðið dag.
Mér finnst ástæða til að vekja athygli á grein hans og geri það hér með því ekki lesa allir Mogga:
"Ólöglegur innflutningur fólks er kominn úr böndunum. Fyrstu tvo mánuði ársins sóttu 146 manns (svokallaðir hælisleitendur) um alþjóðlega vernd á Íslandi. Ef fram fer sem horfir verða það því nálægt þúsund manns sem hingað koma, flestir í heimildarleysi.
Þetta samsvarar því að meir en 14 þúsund hælisleitendur kæmu til Danmerkur á ári. En raunin er sú að til Danmerkur hafa aðeins komið tvö til þrjú hundruð manns á mánuði síðan 2016 og eitthvað rúmlega þrjú þúsund manns allt árið 2018.
Ásóknin hingað er þannig margföld á við ásóknina í að flytjast til Danmerkur. Ofan í kaupið neita Danir að taka við kvótaflóttamönnum og hafa gert í mörg ár. koma. Það þarf ekkert að skoða Danir hafa ekki fjármuni í að taka við öllum hælisleitendum sem þangað vilja. En þá hafa Íslendingar!
Landamæravarsla
Þegar Danir hófu landamæravörslu síðla árs 2015 var staðan ekkert ósvipuð því sem hún nú er á Íslandi. Staðreyndin er sú að mjög stór hluti umsækjenda um vernd kemur frá löndum þar sem engin ástæða er að óttast að verða ofsóttur vegna kynþáttar, trúarbragða, þjóðernis o.s.frv. og getur ekki fært sér í nyt vernd heimalands síns.
Þessa umsækjendur langar að setjast að þar sem kjörin eru betri en heima og misnota kerfið til að koma því í kring. Umsækjendur eru meir að segja frá Evrópu og tiltölulega friðsælum Asíu- og Afríkuríkjum. Flestar slíkar umsóknir væri hægt að afgreiða á Ódagsparti.
Sumir aðrir, svo sem Nígeríumenn, geta fært sér í nyt vernd heimalands síns. Ef starfsfólk Útlendingastofnunar ræður ekki við verkið vegna álags, þá þarf að fá lögfræðinga sem verktaka að borðinu.
Hvers vegna beita Íslendingar ekki sömu ráðum og annars staðar hafa gefist vel til að koma í veg fyrir misnotkun útlendinga á velferðarkerfinu. Lögreglan veit hvaðan þeir koma.
Það þarf ekkert að skoða hvert einasta vegabréf. Í öðrum löndum eru vegabréf skoðuð við útganginn úr flugvélinni þegar sérstök ástæða þykir til. Veit dómsmálaráðherrann ekki af vandanum? Er þá ekki ráð að kynna sér hvað nágrannaþjóðirnar hafa gert?
Vandinn er heimatilbúinn að mestu
Stærsti vandi Íslendinga er skortur á heilbrigðri skynsemi í bland við barnaskap. Þegar við bætist alger skortur á rökhugsun verður til illviðráðanleg blanda.
Logi Einarsson er lifandi dæmi um einstakling sem hefur allt framangreint til að bera og meira til. Hann lætur sig ekki muna um að styðja lögbrot, en atyrða lögregluna fyrir að framfylgja lögunum. Hvergi í heiminum myndi ábyrgur flokksleiðtogi haga sér þannig. Nýjasta krafan er að geðveilum umsækjendum verði ekki vísað úr landi, en útveguð spítalavist.
Hvernig mundi sú vegferð enda ef hún spyrðist út? Svarið við spurningunni gerir að vísu kröfu um getu til rökhugsunar.
Stjórnvöld verða að hafa mannafla til að skoða bakgrunn allra sem hér sækja um vernd og eru ekki frá öruggum löndum. Og dæmin sýna að meir að segja lífsnauðsynlegar sóttvarnir hafa verið vanræktar á stundum með hörmulegum afleiðingum.
Undir engum kringumstæðum má svo mafíustarfsemi ná að skjóta hér rótum. Okkar eigin handrukkarar eru hreinir kórdrengir í samanburði við glæpasamtök eins og albönsku mafíuna."
Að vísu veit ég ekki hvort Einar Sveinn gefur mikið eða lítið fyrir mínar skoðanir í hælisleitendamálum. En í þessu tilviki fara þær mjög saman við þær lýsingar og skoðanir sem fram koma hér að ofan.
Ég hef lengi undrast hversvegna yfirvöld skrúfa ekki fyrir aðstreymið til Keflavíkurflugvallar. sem þeim er í lófa lagið að gera með því að stjórna aðgangi í flugvélar á leið til landsins?
Sömuleiðis hversvegna hælisleitendum er ekki komið fyrir í afgirtum fangabúðum á Keflavík meðan mál þeirra eru fyrir tekin, (sem væri nánast óþarfi ef aðganginum væri stýrt með vegabréfum.) Þess í stað er þeim hleypt óskoðuðum á almenning í landinu.
Ekki fæ ég að fara úr landi eða koma heim um Keflavík án þess að hafa minn íslenska passa á lofti. Öfugt við hvaða geðveikan eða öfugan Sómalíumann sem hingað kemur og vill dvelja hér frítt sem hælisleitandi eins lengi og verkast vill á okkar kostnað.
Hvað er eiginlega að hjá þessari Útlendingastofnun?
Eru það hinir vösku lögfræðingar eins og Helga Vala Helgadóttir sem verjast svo fimlega fyrir hönd þessa aðkomufólks að okkar djúpríki getur ekki borið hönd fyrir okkar höfuð?
Mér ofbýður hvernig við látum fara með okkur í málefnum hælisleitenda.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:38 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 3419866
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Mögulega getur hugsast að Helga Vala fái mjög rausnarlega greitt fyrir umstangið,án þess að ég þori að fullyrða neitt frekar um það.
Hugsanlega þiggur hún þó ekki laun af mannúðarástæðum.
Jónatan Karlsson, 27.4.2019 kl. 16:21
Gulli glóbalisti fékk nú heldur betur að heyra það frá vinum sínum hælisleitendum í Salnum í Kópavogi í dag. Varstu þar Halldór? Bráðum verður ekki þorandi fyrir ráðamenn í þessu landi að halda stjórnmálafundi af ótta við að þessir þakklátu gestir okkar troði upp með óvænt númer og hleypi öllu í bál og brand.
Hermann Jónsson (IP-tala skráð) 27.4.2019 kl. 17:34
Það er óskiljandi hve stjórnvöld eru óviljug að vera samstíga fólkinu í landinu.
Við þurftum aldrei að taka þessar skuldbindingar á okkur og engin alþjóðastofnun var að þvinga okkur til þess en þessir háu herrar vildu sína hvo mikil góðmennska er hjá þegnum elítunnar.
Við getum líka haft landamærastöðvar á flugvöllum og höfnum sem skip fara frá.
Ef við tölum un atvinnuleyfi þá á að selja þau eitt ár í senn hálft ár utan Íslands og svo aftur ef persónan vill koma aftur. Þarna geta þeir rukkað fullan skatt ásamt leyfinu og ef persónan er brotleg þá bara beint frá Íslandi.
Valdimar Samúelsson, 27.4.2019 kl. 18:56
Fæstir af þessum kvótaflóttamönnum fara vist nokkru sinni í vinnu, læra ekki málið né gera neitt fyrir okkur.Ómenntað múslímafólk er sagt hafa forgang þegar valið er í kvótann vegna mannúðarástæðna.
Halldór Jónsson, 27.4.2019 kl. 19:36
Hermann, þeir vilja fá aðráða ferðinni og góðafólkið og Samfylkingin styður það auðvitsð
Halldór Jónsson, 27.4.2019 kl. 19:38
"Stærsti vandi Íslendinga er skortur á heilbrigðri skynsemi í bland við barnaskap. Þegar við bætist alger skortur á rökhugsun verður til illviðráðanleg blanda.
Logi Einarsson er lifandi dæmi um einstakling sem hefur allt framangreint til að bera og meira til. Hann lætur sig ekki muna um að styðja lögbrot, en atyrða lögregluna fyrir að framfylgja lögunum. Hvergi í heiminum myndi ábyrgur flokksleiðtogi haga sér þannig. – Nýjasta krafan er að geðveilum umsækjendum verði ekki vísað úr landi, en útveguð spítalavist."
Mikið finnst mér þetta vera vel mælt. Ég vporkenni Íslendingum æ meira eftir því semég er lengur erlendis fyrir hvað þeir eru vanþróaðir og vesælir.
Halldór Jónsson, 27.4.2019 kl. 19:41
Engin undur eru að enn er ég sammála Halldóri, í þessu máli sem mörgum, en hitt teljast undur að í þetta sinn, í þessu máli er ég einnig sammála Einari S. Hálfdánarsyni.
Um að gera að skamma hriplekan dómsmálaráðherrann sem kemur úr hans eigin flokki, Þórdísi Kolbrúnu Rekfjörð. Megi nú armur Einar snúast til vitrænnar skoðunar eins og við Halldór höfum á þriðja orkupakkanum og afneita honum, ÞKRekfjörð og Gulla glóbalista
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 27.4.2019 kl. 20:20
Halldór ætli maður elti þig ekki en hef ætlað mér að kaupa góðan Húsbíl og krúsa um gamlar slóðir í Alaska svo Coco Beach á veturna.
Ég er oft á fremsta hlunn með að komast frá þessu oft rotna stjórnarfari og stjórnskipulagslausa þjóðfélagi þetta en hvað gerir maður með 10 barnabörn.
Ég hef komin nokkrum sinnum á slóðir Afa þína sem er norðan inn fjörðinn ekki langt frá Homer Alaska. Mikið fallegt land.
Hafðu gott í Trump landi.
Valdimar Samúelsson, 27.4.2019 kl. 20:52
Sælir Halldór
Er í sviðjóð núna og fór á sporvagn um daginn - ef ég hefði precis vaknað gæti ég ekki giskað hvaða land ég hafði komið til - Tyrkland - Írak - Sómalía eða hvað - örugglega ekki Svíþjóð. Það hefur farið út ur kontrol.
Merry, 28.4.2019 kl. 08:31
Bíð spenntur eftir athugasemd frá "góða fólkinu"!!!
Sigurður I B Guðmundsson, 28.4.2019 kl. 09:50
Ekki gleyma að Siðfræðideild H.Í. telur að hælisleitendur hafi siðferðilegan rétt til að ljúga öllu sem þeir skrá á umsóknir sínar m.a. því að þeir séu börn þó þeir líti út fyrir að vera yfir fertugt
Grímur (IP-tala skráð) 28.4.2019 kl. 11:06
KAPPAR Halldórs fóru geyst um helgina varðandi stöðu ÍSLANDS í VISTINNI með ESB. Ferðalangur í SVÍÞJÓÐ vissi ekki í hvaða landi hann var?. Er STAÐAN svipuð í öðrum ESB löndum, þar sem hugsun HEIMAMANNA er að ALVARLEGA að breytast á stjórnmálasviðinu ?.
MORGUNBLAÐIÐ á blaðsíðum 22-27 og "KAPPAR" HALLDÓRS tala einum rómi um sömu vandamál á Landinu okkar. Er fólkið, sem yfirgaf heiðurspall FULLVELDISINS á Þingvöllum vegna PIU KJÆRSGAARD, að taka við stjórnun "ÚTLENDINGAMÁLA".
GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráð) 28.4.2019 kl. 11:21
Hver beindi hælisleitendum á fund Sjálfstæðisflokksins um orkupakka 3 ?
Voru það samantekin ráð Vilhjálms Þorsteinssonar og ráðherra flokksins, Gulla glóbalista og ÞKRekfjörð, svo hleypa mætti upp fundinum ?
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 28.4.2019 kl. 11:33
Mæta þeir ekki næst á ríkisstjórnarfund?
Hörður Þormar (IP-tala skráð) 28.4.2019 kl. 12:41
Tilgangurinn var augljós:
Að hleypa upp fundinum
og dreifa athyglinni frá orkupakkanum.
Hverjir hafa hag af því?
Vilhjálmur sem var mættur til að taka upp upphlaupið, eins og papparazzi fyrir ráðherrana tvo.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 28.4.2019 kl. 12:55
Gísli! "Kappar," Halldórs eru þegar sagðir hafa "...tekið herskyldi Þingvöllu alla". Fyrir flokki fer drottning reiðareksliðs ríkisstjórnarinnar: Halldór er sagður hafa farið í leyfi um stundarsakir vegna óþekktar:
Húsari. (IP-tala skráð) 28.4.2019 kl. 13:02
Frábæri HÚSARI.
Þessar ofurmyndir lýsa betur "ástandinu og skipulagsleysi" ESB landa. Þetta táknar ÚTLENDINGAEFTIRLIT ÍSLENDINGA við Miðjarðarhafið samkvæmt SCHENGEN samningi við ESB.
Ráðherra ferðamála á að setja þessa mynd til kynningar á ÍSLANDI. Sjómenn,Víkingar,Landnámsmenn og Rithöfundar og gestrisnir ÍSLENDINGAR í ÖRUGGU fámennu Landi selja BEST.
GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráð) 28.4.2019 kl. 14:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.