Leita í fréttum mbl.is

Einn ein exceltaflan

á nú að breiða yfir óhæfi íslenskra stjórnmálamanna til að axla ábyrgð á því sem þeir eru til kjörnir. Enda er ekki alltaf um auðugan hæfileikagarð að gresja á vettvangi Alþingis eftir kosningar.

Nú á að velja Seðlabankastjóra af einhverri hæfisnefnd að mér skilst. Stóra málið er hvort að einhver kona sé nógu hlutlaus til að vera í hæfisnefnd?

Sama bullið og með Landsréttarvalið.

Eru það ekki kjörnir fulltrúar sem eiga að velja þá sem skipa æðstu embætti, ekki eitthver tætingslið út í bæ sem má sosum nota til hliðsjónar og samantektar?  En að hæfisnefndir eigi að velja er fáránlegt.

Már Guðmundsson hefur nú verið Seðlabankastjóri lengi undir mörgum ríkisstjórnum.  Að fátöldu Samherjamálinu hefur hann talað skynsamlega og bankinn fetað sig áfram í sæmilegri sátt við landslýð.

Þó að Már hafi verið Che Guevara kommi á sínum ungu dögum og hafi hugsanlega skaðast eitthvað á því finnst mér það ekki útiloka hann. Er ekki Már enn á góðum aldri og með hann er það eins og með kallinn sem sagði um hestinn sinn hann Grána, að hann væri að vísu slægur, illgengur, leiðinlegur og latur en hann væri hestur sem hann þekkti og það væri ekkert víst að hann fengi betri hest ef hann skipti.

Kannski er þetta svipað með hann Má? Við vitum hvað við höfum en vitum ekki hvað við fáum þannig að ég tel að Már eigi að koma til greina sem bankastjóri frekar en einhver stjórnmálakrakki eins og aðrir nýir klárar. Allavega þekkir hann djobbið betur en nokkur annar og ekki kann ég að setja út á varfærni hans í vaxtamálunum í þjóðfélagi sem vill ræna sparifjáreigendur ofar öllu, leggja fjármagnstekjuskatta á verðbætur og útvega útvöldum lán sem ekki þarf að borga til baka sem hin einu sönnu efnahagsúrræði.

Stjórnmálamenn eiga að taka ákvarðanir en ekki einhverjir sjálfskipaðir spekingar með exceltöflur úti í bæ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Í september 2005 tilkynnti Davíð Oddsson að hann hygðist hætta í stjórnmálum og taka við stöðu seðlabankastjóra sem Halldór Ásgrímsson, þáverandi forsætisráðherra, skipaði hann í." cool

Þorsteinn Briem, 24.5.2019 kl. 11:59

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Davíð Oddsson var seðlabankastjóri frá 25. október 2005 til 27. febrúar 2009.

Stýrivextir
Seðlabanka Íslands voru komnir í 14,25% í október 2006 en þá var verðbólgan hér á Íslandi 8% og útlendingar keyptu mikið af Jöklabréfum, sem hækkaði gengi íslensku krónunnar enn frekar. cool

Í júní 2007 voru stýrivextirnir 13,3% en 15,5% í maí 2008 og 18% í október 2008.

Og verðbólgan hér var 18,6% í janúar 2009, þegar Davíð Oddsson var ennþá bankastjóri Seðlabankans. cool

Þorsteinn Briem, 24.5.2019 kl. 12:00

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Már Guðmundsson lauk BA-prófi í hagfræði frá háskólanum í Essex, auk þess sem hann stundaði nám í hagfræði og stærðfræði við Gautaborgarháskóla.

Hann er með M-phil. gráðu í hagfræði frá háskólanum í Cambridge og stundaði þar doktorsnám.

Már var á árunum 2004-2009 aðstoðarframkvæmdastjóri peningamála- og hagfræðisviðs Alþjóðagreiðslubankans í Basel í Sviss.

Hann starfaði áður í Seðlabanka Íslands í tvo áratugi, sem forstöðumaður hagfræðisviðs bankans 1991-1994 og aðalhagfræðingur í rúm tíu ár."

Þorsteinn Briem, 24.5.2019 kl. 12:02

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fjölmargir hægrimenn, sem lengi hafa djöflast gegn Ríkisútvarpinu, hafa mestan áhuga á að starfa hjá íslenska ríkinu, Reykjavíkurborg, þeirra stofnunum og fyrirtækjum. cool

Þannig var til að mynda Davíð Oddsson á launaskrá Reykjavíkurborgar og ríkisins þar til hann hrökklaðist út i Móa og Friðrik Sophusson var forstjóri Landsvirkjunar, ríkisfyrirtækis sem íslenskir hægrimenn mæra í bak og fyrir. cool

Þorsteinn Briem, 24.5.2019 kl. 12:12

5 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Jóhanna Sigurðardóttir taldi sér skylt að skipta um allt í stjórnkerfinu sem hún hafði ekki skipað sjálf. 

Við skulum passa okkur á að detta ekki í sömu geðsíkisgrottu og hún ræktaði með sér og láta ógert að apa allar hennar vitleysur eftir.

 

Hrólfur Þ Hraundal, 24.5.2019 kl. 15:00

6 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Bankastjóri er náttúrulega bara bankastjóri og hver er hæfari til að vinna það verk annar en sá sem hefur reynsluna. Hefnigirni er ekki til velfarnaðar.  

 

Hrólfur Þ Hraundal, 24.5.2019 kl. 15:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband