Leita í fréttum mbl.is

Björn bregst við bráðavanda

með stórmerkri grein í Mbl. í dag með öðru en lofgjörð um Schengen samstarfið.

Björn Bjarnason segir:

"Skipulögð brotastarfsemi á Íslandi er staðreynd og henni fylgir „gífurleg áhætta“ að mati greiningardeildar ríkislögreglustjóra sem sendi frá sér svarta skýrslu í byrjun vikunnar.

Deildin tekur fram að þrátt fyrir þetta mat varðandi skipulagða glæpastarfsemi teljist Ísland enn sem fyrr „afar öruggt samfélag í alþjóðlegum samanburði“. Hvort mikil huggun felst í þeim samanburði er álitamál.

Hnífaárásir eru í London, skotbardagar á götum Kaupmannahafnar og morðhrina í Svíþjóð. Í matsskýrslunni segir að hér starfi nokkrir alþjóðlegir glæpahópar og koma kunni til uppgjörs milli þeirra. Í slíku uppgjöri er ofbeldi jafnan mikið.

Oftar en einu sinni hefur verið vakið máls á því hér á þessum stað að skynsamlegasta leiðin til að bregðast við ítrekuðum viðvörunum greiningardeildarinnar sé að stórefla landamæraeftirlit. Heimildir yfirvalda til að skoða farþegaskrár eru miklar. Tækni til að bera saman og rannsaka slíkar skrár með aðstoð gervigreindar vex ár frá ári. Miðlægt samræmt landamæraeftirlit með aðild margra opinberra aðila er hornsteinn í vörnum gegn skipulagðri alþjóðlegri glæpastarfsemi.

Spilling vegna skipulagsmála

Eins og jafnan stígur greiningardeildin varlega til jarðar þótt niðurstaða hennar sé skýr og afdráttarlaus. Vakið er máls á því að í nýrri skýrslu norsku efnahagsbrotalögreglunnar sé fullyrt að „aukin spilling geti grafið undan sjálfum stoðum og fjármögnun hins lýðræðislega velferðarsamfélags“.

Sakamál síðustu ára gefi til kynna sérstaka hættu á spillingu í tengslum við leyfisveitingar vegna skipulagsmála og byggingarframkvæmda. Þá bendir Evrópulögreglan á „að skipulagðir glæpahópar leitist við að koma félögum hópanna í störf eða ná tökum á starfsfólki jafnt í einkageiranum sem í opinberum rekstri. Þetta sé gert með mútugreiðslum og annars konar freistingum og markmiðið sé að greiða fyrir annars konar brotastarfsemi.

Þannig geti spilling á bæjar- og sveitarstjórnarstigi ýtt undir frekari skipulagða brotastarfsemi“. Þá segir greiningardeildin: „Horft til Íslands hafa hin síðustu ár einkennst af stórauknum umsvifum í byggingariðnaði, einkum á höfuðborgarsvæðinu, og hækkun fasteignaverðs.

Mikil spurn eftir lóðum og fasteignum getur skapað freistnivanda og þar með hættu á spillingarbrotum líkt og almennt gildir um úthlutun eða kaup takmarkaðra gæða. Slíkt ástand getur skapað spillingarhættu jafnt í einkageiranum sem hinum opinbera.“

Að um þessi mál sé rætt á þennan veg er nýmæli. Þarna er varað við hættu sem er ekki síður hér á landi en annars staðar. Víða um lönd verða spillingarmál tengd framkvæmdum með opinberu leyfi eða tengd opinberum samningum stjórnmálamönnum að falli.

Farandþjófar

Í skýrslunni er minnt á að reglulega gangi hér yfir hrinur innbrota og þjófnaða svo sem úr verslunum, vinnuskúrum, nýbyggingum og sumarbústöðum. Á síðustu misserum hafi erlendir brotahópar ítrekað stolið miklum verðmætum úr skartgripa- og fataverslunum á höfuðborgarsvæðinu.

Lögreglan hefur haft til rannsóknar mál sem tengjast hælisleitendum frá öruggum ríkjum, það er mönnum sem koma á ólögmætan hátt til landsins og misnota sér alþjóðareglur um alþjóðlega vernd.

Þessir menn koma hingað til að stunda farandþjófnað, ræna og rupla um land allt, á meðan embættismenn fara yfir tilhæfulausar hælisumsóknir þeirra. „Skipulagi þessara farandbrotahópa má líkja við „vinnuhópa“ sem hafa með sér vaktaskipti, einn hópur leysir annan af hólmi, e.t.v. með einhverri skörun á dvöl“, segir greiningardeildin.

Misnotkun opinberrar þjónustu

Greiningardeildin bendir á að skipulega sé unnið að því að misnota opinber bótakerfi, vinnumiðlun, móttökukerfi vegna flóttafólks og hælisleitenda auk margvíslegrar félagslegrar þjónustu sem þeim stendur til boða.

Hér hefur hælisleitendum undanfarið skipulega verið veitt lið til að gera miklar kröfur á hendur íslenska ríkinu.

Samtökin No Borders stofnuðu til aðgerðar sem stóð í nokkrar vikur. Mótmælt var við dómsmálaráðuneytið, tjaldað með leyfi borgaryfirvalda á Austurvelli, farið í Keflavíkurgöngu og gerð tilraun til að hleypa upp fundi tveggja ráðherra Sjálfstæðisflokksins.

Í hættumatsskýrslunni segir að rannsóknir lögreglu leiði í ljós skipulagða misnotkun tiltekinna erlendra afbrotamanna og -hópa á opinberum þjónustukerfum á Íslandi. Líklegt sé að í einhverjum tilvikum njóti hóparnir aðstoðar íslenskra ríkisborgara og/eða erlendra manna sem búsettir séu hér á landi.

Í þessu sambandi bendir greiningardeildin á að brotalamir sé að finna í opinberum kerfum, jafnt innan einstakra stofnana og í samstarfi þeirra. Gefið er til kynna að hælisleitandi sem hingað kemur kunni að vera „gerður út“ af tengilið hér á landi sem taki af honum það fé sem honum er greitt úr opinberum sjóðum sem hælisleitanda.

„Í einhverjum tilvikum eru tengiliðir hér á landi sem þekkja staðhætti og móttökukerfi og veita einstaklingum og jafnvel hópum aðstoð,“ segir í skýrslunni.

Misnotkun alþjóðlegrar verndar

Greiningardeildin segir að margir skipulögðu glæpahópanna sem hafa náð fótfestu hér komi frá Austur-Evrópu, Póllandi, Litháen, Rúmeníu og Albaníu. Til dæmis viti deildin um þrjá hópa frá sama Austur-Evrópuríkinu.

Í skýrslunni segir: „Rannsóknir lögreglu leiða í ljós að einstaklingum sem tengjast þessum þremur hópum hefur verið veitt alþjóðleg vernd á Íslandi m.a. á grundvelli kynhneigðar. Nokkrir þessara karlmanna frá íslömsku ríki hafa verið kærðir fyrir kynferðislega áreitni gagnvart konum hér á landi. Hópar þessir hafa án teljandi vandkvæða aflað sér kennitalna á Íslandi og í kjölfar þess opnað bankareikninga og jafnvel stofnað fyrirtæki.

Kennitölur og bankareikningar eru grunnþættir í peningaþvætti og tilfærslum á fjármunum sem aflað hefur verið með skipulagðri brotastarfsemi. Mál sem lögregla hefur haft til rannsóknar sýna að nokkrir meðlimir þessara hópa hafi nýtt sömu kennitölu og þannig m.a. getað leynt veru sinni í landinu en stundað „svarta vinnu“ á sama tíma. Leiðtogi eins hópsins hefur á síðustu misserum sent tugi milljóna króna úr landi. Sami maður hefur þegið félagslega aðstoð af margvíslegu tagi, þ.á m. fjárhagsaðstoð á sama tíma.

Fyrirliggjandi upplýsingar eru á þann veg að innan hópa þessara sé að finna réttnefnda „kerfisfræðinga“; einstaklinga sem búa yfir yfirgripsmikilli þekkingu á kerfum opinberrar þjónustu og félagsaðstoðar hér á landi. Hátt flækjustig innan opinberra kerfa á Íslandi nýta þessir menn til fullnustu, m.a. með notkun á fölsuðum skilríkjum og fjölda tilbúinna nafna.

Með þessu móti getur það kostað mikla vinnu að afla grundvallarupplýsinga um viðkomandi svo sem rétts nafns, fæðingarlands og þess háttar.“

Eins og af ofangreindu má sjá snýst svarta skýrslan um fleira en fíkniefni og vændi. Efni hennar lýtur að verulegu leyti að því hvernig staðið er að úrlausn mála á vettvangi stjórnsýslunnar. Þegar kemur að kennitölum gegnir Þjóðskrá til dæmis lykilhlutverki.

Spyrja má hvort samskiptanetið innan opinbera kerfisins í tengslum við hana virki sem skyldi miðað við lýsingar greiningardeildarinnar. Almenna löggæslu ber að efla en hitt skiptir ekki síður máli að allar stjórnsýslustofnanir hafi að markmiði að sporna gegn skipulagðri glæpastarfsemi.

Eftir Björn Bjarnason"(Leturbreytingar eru bloggarans og greinaskil líka)

Mér finnst kveða við nokkuð nýjan tón hjá Birni Bjarnasyni í þessari grein.Hann víkur nú að auknu landamæraeftirliti sem mér finnst að hann hafi lítt stutt til þessa en fremur bent á Schengenaðildina sem næga vörn fyrir Ísland.  'eg fagna þessari tillögugerð Björns sem mér finnst að liggi beint við að taka upp.

Ekki kemst ég úr landi eða til baka til Íslands án þess að hafa vegabréfið mitt til að sýna.

Hér er hópur lögfræðinga sem hefur sitt brauð af því að tefja öll mál hælisleitenda og hefur Helga Vala Helgadóttir Alþingismaður  verið þar framarlega í flokki að því sagt hefur verið.

Leikmanni sýnist fremur auðvelt að beita valdheimildum til að minnka það sem Björn segir:

"Þessir menn koma hingað til að stunda farandþjófnað, ræna og rupla um land allt, á meðan embættismenn fara yfir tilhæfulausar hælisumsóknir þeirra. „Skipulagi þessara farandbrotahópa má líkja við „vinnuhópa“ sem hafa með sér vaktaskipti, einn hópur leysir annan af hólmi, e.t.v. með einhverri skörun á dvöl“, segir greiningardeildin."

Fleira viðist blasa við að gera sem fagfólk er fullfært um að framkvæma til að greiða úr þeim síaukna vanda sem við virðist blasa.

Það er fagnaðarefni þegar svo reyndur maður  sem Björn Bjarnason bregst við í máli sem þessu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Góð grein og þörf og í raun þýðir að að fólk verður að vopnast því engin miskunn er hjá þessum glæpahringjum. Ég vil láta breyta lögum varðandi varnir manna á sér fjölskyldu og eignum.

Það er ekkert grín að fá þessa gesti ef þeir gerast flóttamenn frá lögreglu og þá leggjast á sumarbústaði eða bændabýli því sumir eru kókaín neytendur og eru ekki í raunheimi.Allir þessir menn eru vopnaðir gegn öðrum klíkum það eitt er víst.

Vopnaleitin er ekki meiri en það að þeir hafa ráð að koma vopnum inn í landið. Ég reikna með að það sé gámur með vopnum til staðar í transit fyrir ákveðna þegar kallið kemur. Halldór þetta er ekkert grín það eitt veit ég.    

Valdimar Samúelsson, 31.5.2019 kl. 15:11

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Það er vandinn að Helga Vala lifir á því að teygja úr ónauðsynlegum dvölum hælisleitenda sem streyma hingað í styttri þj´æofaheimsóknir.Kerfið okkar er ónýtt og við verjum st ekk vegna Pírata og No Borders liðsins sem vilja fjölga sem allara mest í þeim hópum sem fá að vera héðan í málaflækjum

Halldór Jónsson, 31.5.2019 kl. 15:29

3 identicon

BJÖRN BJARNASON fær HRÓS fyrir að taka undir með FÁMENNI ÍSLENDINGA varðandi þá OPINGÁTT og "stjórnleysi", sem liggur yfir okkar DUGANDI ÍSLANDI. Við köllum á STERKA VEGABRÉFASKOÐUN og LÖGGÆSLU og LANDSSTJÓRN.

Allar ábendingar eru sannar frá reglulausri Evrópu ESB og Norðurlanda. SKÖMM skal fylgja þeim einstaklingum og stjórn-mála flokkum, sem nú "góla" hæst fyrir EVRU og INNGÖNGU til ESB VISTUNNAR.

ÞAÐ ER EINA LEIÐIN frá "logandi" ESB,EES SCHENGEN og öllum öðrum skammstöfunum evrópumála og þar með ORKUNNI OKKAR. Yfirgefum stjórnleysi Evrópumála og miljarða kostnað og skuldbyndingar, sem fylgja BRUSSEL.

NATO-Atlantshafsbandalagið með styrk (KEFLAVÍKURFLUGVALLAR) þar, sem við erum dáðir og virtir og allt frítt. 

GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráð) 31.5.2019 kl. 15:43

4 identicon

Mér er það ánægjuefni að tilkynna hér

að hvað umfjöllunarefni pistils dagsins varðar

er ég algjörlega sammála Birni Bjarnasyni og Halldóri Jónssyni.

Mætti Björn skrifa oftar af slíku viti, og einbeita sér að því,

en sleppa þráhyggju sinni varðandi það að hleypa hér inn erlendu valdi til að stela, ræna og rupla, með því yfirráðum okkar, sem þjóðar, yfir orkuauðlindum okkar.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 31.5.2019 kl. 16:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 3419866

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband