Leita í fréttum mbl.is

Konungsgarður þröngur útgöngu?

er Pétur á Sögu að velta fyrir sér og vill yfirfæra það á það að Sjálfstæðisflokkurinn haldi alltaf sínu í skoðanakönnunum. Hann spurði hvort það væri svona erfitt að ganga úr flokknum?

Það er ekki svo Pétur góður.

Bjarni Ben sagði við okkur i Sjálfstæðishúsinu í gamla daga með Jóhann Hafstein sér við hlið: " Munið þið  piltar að þó við séum vondir þá eru  aðrir verri."

Halda menn virkilega  að nokkur sjálfstæðismaður sem í þeim flokki hefur starfað af hugsjónum sínum að fyrirbrigði eins og þeir Píratar,  Þórhildur Sunna, Björn Leví, Helgi Hrafn, Halldóra Mogensen eða Smári McCarthy geti komið til greina sem valkostur við það að kjósa Sjálfstæðisflokkinn  hvaða frambjóðandi svo  sem í boði væri og hversu slakur? Eða að kjósa Helgu Völu eða Loga Má, Ingu Sæland osfrv.? NEVER!

Sá maður myndi aldrei fara svo á kjörstað að hann tæki upp vopn gegn sínum gamla flokki. Þetta kjarnafylgi fer aldrei frá flokknum sínum, svo gersamlega eru menn handgengnir sjálfstæðisstefnunni sinni.

Lausafylgi flokksins sveiflast til og frá. Það veltur mikið á forystumönnunum hvort þeir sækja inn á þessi svið. Hundleiðinlegt fólk og húmorlaust aflar ekki atkvæða því það hefur ekki kjörþokka sem til þarf.

Davíð sópaði sviðið með sjarma sínum, húmor og hæfileikum. Núverandi forystulið er ekki að takast þetta í neinum mæli heldur búa bara að þessu fastafylgi en afla varla  nýrra liðsmanna þar sem það vantar eitthvað.

Kyrrstaðan í fylginu er ekki af því að það sé svona erfitt að ganga úr  flokknum pappírslega eða konungsgarður sé eitthvað þröngur útgöngu heldur eru valkostirnir sem eru til sýnis niðri á Alþingi svo hræðilegir. 

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 3419716

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband