Leita í fréttum mbl.is

Kjarni O3 málsins

kemur fram í Staksteinum Morgunblaðsins í dag:

"Því er haldið fram að engin hætta sé á ferðum vegna þriðja orkupakkans vegna þess að Alþingi muni ákveða að Alþingi þurfi að veita leyfi fyrir raforkusæstreng, annars verði hann ekki lagður.

Í því sambandi er athyglisvert það sem Arnar Þór Jónsson héraðsdómari ritaði um þetta mál í liðinni viku í framhaldi af viðtali við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, þar sem Katrín sagðist ekki vilja sæstrenginn en að allir lögfræðingar væru sammála um að þriðji orkupakkinn fæli ekki í sér sæstreng nema með ákvörðun þingsins.

Arnar Þór segist ekki treysta sér til að tala fyrir munn allra lögfræðinga eins og forsætisráðherrann, en bendir á:

„Fyrirvarar Alþingis munu engu skipta þegar búið verður að fjármagna þennan sæstreng (hvort sem það verður innlent eða erlent fyrirtæki sem gerir það). Ástæðan er sú að ef íslenska ríkið reynir þá enn að standa í vegi fyrir því að strengurinn verði lagður mun verða höfðað samningsbrotamál gegn Íslandi. Íslenska ríkið mun augljóslega tapa því máli þar sem orka er vara, sbr. fjórfrelsisákvæðið um frjálst flæði á vörum.

Þetta er nokkuð sem menn hefðu þurft að ræða heiðarlega (og ítarlegar) á fyrri stigum. Í framhaldinu hefði þá verið hægt að ræða efnislega um hagkvæmni / kostnað, kosti / galla þess að senda íslenska raforku til annarra landa.

Í þeim þætti umræðunnar hefðu íslenskir stjórnmálamenn a.m.k. fastara land undir fótum en forsætisráðherrann hefur í þessu viðtali.“

Það sem ég hef aldrei skilið í málflutningi stjórnarliða er það, að inntak orkupakkans er að koma á sameiginlegum innri orkumarkaði yfir landamæri. 

Af hverju við erum að samþykkja þessa stefnu ef við ætlum ekki að virða þetta?

Er það heiðarlegt og okkur sæmandi?

Arnar bendir á að hægt sé að lögsækja okkur ef við ætlum að brjóta samninginn eftir að við höfum undirgengist ákvæði hans um frjálst flæði orkunnar sem annarra þátta.

Sæstrengir koma, héðan og frá Grænlandi ef þeir reynast hagkvæmir. Þjóðin mun samþykkja ef hún græðir á þessu í heildina tekið.

Það er kjarni O3 málsins.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 3418408

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 50
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband