Leita í fréttum mbl.is

Mansal

er eitt af því sem fólk virðist hafa áhyggjur af í sambandi við uppgang erlendra glæpagengja og samvinnu þeirra við framtaksama Íslendinga.

Fyrir allmörgum árum lögleiddi ísland vændi í því formi að kaupendur skyldu vera sekir en seljendur ekki. Þetta leiddi til stóraukinnar vændisstarfsemi í landinu og má ætla að Ísland sé í fremstu röð meðal jafningja í þessari elstu atvinnugrein heimsins.

Þetta hefur hinsvegar þær skuggahliðar í för með sér að glæpastarfsemi er lögleidd í landinu og opnað er á fyrirbrigðið Mansal. The Happy Hooker er ekki viðurkennd lengur sem sjálfstæð mannvera heldur skal hún beitt nauðung og vera undir stjórn glæpamanna?

Af hverju má ekki lögleiða þessa starfsemi, sem mikil og stöðug eftirspurn er eftir? Er ekki opinber starfsemi ávallt æskilegri en glæpastarfsemi?

Væri Stéttarfélag vændiskvenna með lífeyrissjóð og ASÍ aðild fyllilega löglegt fyrirbæri þar sem öryggi starfsfólks og viðskiptavina er tryggt með reglum réttarríkisins?

Í Stuttgart var vændishús sem var nærri áfast við Ráðhúsið og starfrækt þar nætur og daga.Kannski er það svo þar enn? Og er ekki Merkel kanslari í því landi? Er henni betur  treystandi í orkumálum ESB en akkúrat svona málum?

Af hverju viljum við heldur þola að Mansal og glæpastarfsemi  eigi sér stað fremur en eðlileg og heiðarleg viðskipti?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband