19.6.2019 | 17:04
Quo vadis?
minn gamli Sjálfstæðisflokkur?
Nú er búið að að ákveða að þú fáir frest til Ágúst-loka til að koma O3 í gegn um þingið.
Leysir þetta eitthvað fyrir þig og þína bandamenn?
Ég á enn erfitt með að skilja hvers vegna þú ætlar að berja þetta ofan í mig og fleiri. Hvers vegna er svona nauðsynlegt að stuðla að verslun með orku yfir landamæri Evrópusambandsins með því að samþykkja þingsályktun þar að lútandi sem ekki verður skotið í dóm þjóðarinnar?
Ég var að lesa Bændablaðið þar sem H.Kr. skrifar svo:
"Það er dapurlegt til þess að hugsa að eftir meira en 100 ára baráttu íslensku þjóðarinnar fyrir sjálfstæði og 75 ára baráttu við að verja það sjálfstæði, þá virðist meirihluti alþingismanna nú ætla að vinna hörðum höndum í þágu erlends ríkjabandalags og ofurfjárfesta fyrir fordæmalausu valdaframsali vegna okkar orkumála.
Í meira en öld hefur baráttan fyrir óskoruðum rétti Íslendinga yfir auðlindum sínum verið sem rauður þráður í gegnum pólitík allra stjórnmálaafla á Íslandi. Þar hefur landhelgisbaráttan staðið upp úr.
Vissulega hafa menn staðið misfast í ístöðunum, en oftast hefur þjóðinni samt auðnast að leiða menn á rétta braut, hafi einhverjir farið út af þessu spori.
Það er því hryggilegt að nú hyggist meirihluti alþingismanna samþykkja orkupakka þrjú án þess að þjóðin hafi nokkru sinni farið fram á það, frekar en orkupakka tvö og eitt. Þarna er samt um ákvarðanatöku að ræða sem varðar yfirráðum yfir orkumál Íslendinga eins og þau leggja sig.
Menn hljóta að spyrja sig hvers vegna líklega 52 af 63 þingmönnum er svo mikið í mun að koma í gegn máli sem þjóðin hefur alls ekki óskað eftir?
Vissulega erum við aðilar að EES-samningnum en einhliða innsetningar á tilskipunum ESB allar götur síðan hafa verið innleiddar hér meira og minna möglunarlaust án þess að íslenska þjóðin hafi nokkuð haft um það að segja.
Hvers vegna vilja þessir þingmenn ekki að þjóðin hafi síðasta orðið í þjóðaratkvæðagreiðslu í orkupakkamálinu? Hvers vegna er málið lagt fram sem þingsályktunartillaga sem vitað er að forseti getur ekki áfrýjað til þjóðarinnar? Við hvað eru menn hræddir og hvaða hagsmunir eru þarna í húfi sem þeir eru að verja?
Enginn hefur getað sýnt fram á að þjóðin hafi hag af þessum gjörningi heldur þvert á móti. Á Íslandi hækkaði orkukostnaður almennings verulega við innleiðingu á orkupökkum 1 og 2 þegar uppskipti urðu milli flutnings og framleiðslu á raforku.
Yfirlýstur tilgangur orkupakka þrjú er að samræma orkumarkaðinn og verðlagningu raforku í öllum ESB- og EES-ríkjunum. Samt reyna menn að halda því fram að orkupakki þrjú feli í sér svo mikla neytendavernd!
Fyrir liggur að einkafjárfestar íslenskir og erlendir sjá í þessu stóra máli gróðamöguleika sem og erlenda ríkjasamsteypan ESB sem leggur nú hart að Íslendingum að samþykkja þetta.
Hvaða hagsmuni eru þessir trúlega 52 þingmenn að verja fyrst íslenska þjóðin hefur ekki óskað eftir þessu? Hvað gengur þeim eiginlega til?
Hvers vegna hreyfir heldur enginn legg né lið í að koma á reglum varðandi kaup útlendinga á jörðum á Íslandi líkt og Danir hafa gert?
Hefur ESB kannski eitthvert óútskýrt tangarhald á okkur sem þjóðin hefur ekki verið upplýst um? Hvernig geta tveir flokkar á Alþingi sem sérstaklega kenna sig við alþýðuna, tekið að sér að berjast kinnroðalaust fyrir hagsmunum erlendrar valdablokkar og fjármálaburgeisa gegn íslenskri alþýðu og um leið gegn yfirlýstri stefnu Alþýðusambands Íslands í þessu máli?
Hvernig getur flokkur sem alla tíð hefur gefið sig út fyrir að vera skjöldur íslenskra bænda í landinu, leyft sér að taka upp baráttu gegn t.d. garðyrkjubændum í þessu máli og það þvert á afgerandi samþykktir sama flokks um að gera það ekki? Hvernig getur flokkur sem alla tíð hefur kennt sig við sjálfstæði þjóðarinnar, leyft sér að berjast fyrir erlent ríkjabandalag gegn hagsmunum Íslands og sjálfsákvörðunarrétti íslensku þjóðarinnar?
Ekki síst þar sem það er líka þvert á aðalfundarsamþykkt og fyrri yfirlýsingar formanns. Er kannski einhver von til að þjóðin verði upplýst um hvað þarna liggur að baki? /HKr."
Ég get illa dæmt þessi skrif sem afturhalds-og einangrunarhyggju ef yfirlýstur tilgangur ályktunarinnar er ekki að koma slíkum orkuviðskiptum á?
Hvað liggur að baki þeirrar brennandi nauðsynjar fyrir Sjálfstæðisflokkinn að samþykkja þessa þingsályktun sem margir telja jafngildi flokkslegs Hara-Kiri fyrir vöxt og velgengi sjálfstæðistefnunnar sem sögulega má illa án vera?
Quo vadis X-D?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Þessarar spurningar var nafni minn spurður fyrir nær 2000 árum og honum var vísað af guði til Rómar þar sem hann stofnaði kirkju kristinna manna og endaði sína ævi krossfestur af keisarahirðinni og það með höfuðið niður, honum til smánar af yfirvöldum.
Hvað við eigum að gera Halldór minn, er að gera bara rétt og þola ei órétt. Og berjast gegn fjandans faríseum og tollheimtumönnum Rómar brusselska keisarahirðar heimsveldisins og mest gegn pótintátum þeirra hér á landi. Leyfum þeim að fremja sitt harakiri.
Sjálfstæðisstefnan mun lifa ganga í endurnýjun lífdaga eftir að forystan hefur endanlega framið sitt harakiri. Barátta okkar, Halldór minn, er eilíf. Ekkert fær stöðvað hana. Hún lifir.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 19.6.2019 kl. 20:02
Góð grein Halldór. Hvað getur maður sagt.?
Kannski Gull og grænir skógar fyrir þingmenn og auðvita fallorku eigendur hvað þá vindmillu búskapurinn sem menn vilja komast í.
Eitt er víst það glittir í gull hjá elítunni.
Valdimar Samúelsson, 19.6.2019 kl. 20:37
Þú ert ekki eini sanni Sjálfstæðismaðurinn, sem klórar sér í hausnum yfir hamskiptum forystu Sjálfstæðisflokksins nafni. Ég er kominn langt inn fyrir kollvik í klórinu, nánast sköllóttur orðinn, en þessir kúvendingar gera ekki svo mikið sem láta sjá sig, heyra í sér, eða útskýra stökkbreytingu eigin skoðana, sem hnutu af vörum formanns Sjálfstæðisflokksins, fyrir aðeins rétt rúmu ári síðan!. Þó óopinberlega einn þingmaður flokksins hafi hótað að greiða ekki atkvæði með þessu, hefur sá tæpast heimildir til að taka annan rúnt um landið og kynna afstöðu sína. ´´You know what I mean´´
Þetta er með öllu óskiljanlegt og engin furða að grasrót sannra Sjálfstæðismanna ólgi af bræði og krefjist svara. Svara frá fólki sem lætur ekki einu sinni svo mikið sem sjá sig í fjölmiðlum, umpólun sinni til útskýringar, hvað þá ávarpa, eða útskýra fyrir almennum flokksfélögum sínum, algera kúvendingu í þessu mikilvæga máli?
Hvað gerðist á fundi þingmanna Norðvesturkjördæmis Sjálfstæðisflokksins vestur í Dölum um daginn?. Svo spyr Styrmir Gunnarsson.
Hvar er formaður Sjalfstæðisflokksins, hvar er Gulli utanríks, sem í þrælsótta (eða hagsmunavímu) lagði fram þetta mál sem þingsályktunartillögu en ekki frumvarp til laga?. Ertu maður eða mús Guðlaugur, ertu formaður Sjálfstæðisflokksins Bjarni,.....eða ekki?.
Hvar er forysta Sjálfstæðisflokksins?
´´Quo vadis´´?
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 20.6.2019 kl. 01:58
Blessaður Halldór.
Svona skrif les maður með andakt.
Hógværðin, rökfestan, hinn þungi undirtónn.
Hafðu mikla þökk fyrir.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 20.6.2019 kl. 08:33
Heyr, heyr!! Mæl þú manna heilastur. Þetta er hverju orði sannara. Það er með öllu óskiljanlegt, að flokkar, sem hafa alla tíð verið yfirlýstir andstæðingar ESB-aðildar, skuli bjóða landanum upp á annað eins og þvílíkt, og svíkja eigin málsstað með þessum hætti. VG hefur í stefnuskrá sinni að hafna öllu, sem frá ESB kemur, og aðild að þeim félagsskap. Þess vegna er það óskiljanlegt, að þeir skuli nú endilega vilja svíkja sjálfan sig og stefnu sína með þessum hætti. Sjálfstæðisflokkurinn hefur að vísu verið klofinn, eins og flestir flokkar eru, í þessu efni, en yfirlýst stefna hans er dagljós. Bjarni á að vísu erfitt núna í andstöðu sinni, þar sem Björn frændi hans hefur snarsnúist um 90 gráður og gott betur en það til þess að hjálpa tengdasyni sínum, og vill því sjálfsagt, að Bjarni hjálpi til með því að troða þessu í gegnum þingið, hvað sem hver segir, enda segir Björn nú, að skoðanakannanir séu ómarktækar, sjálfsagt illa fengnar líka. Framsókn má muna fífil sinn fegurri og er ekki svipur hjá sjón. Það var eitthvað annað, þegar Steingrímur Hermannsson réði þar ríkjum, svo og Sigmundur Davíð. Framsóknarmenn virðast ekki vita í dag, í hvorn fótinn þeir eiga að stíga í ESB-málunum. Það er erfitt að sjá fyrir, hvar þetta endar, en mér verður ekki skemmt í haust, frekar en svo mörgum öðrum, ef tekst að koma þessu gegnum þingið og Björn fær vilja sínum framgengt. Það segi ég satt. Þetta er hryllingur.
Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 20.6.2019 kl. 12:00
Sammála þér, Halldór.
Og snillingur er rökhyggjumaðurinn Hörður Kristjánsson, ritstjóri og ábyrgðarmaður Bændablaðsins.
Jón Valur Jensson, 21.6.2019 kl. 04:10
Sæll Halldór.
Sjálfsagt hafa þér engin svör borist
fremur en þau lágu djúpt hjá Járnhausnum
þeirra bræðra Jónasar og Jóns, sona Árna í Múla.
Undarlegt að koma nærri flokki sem skeytir engu
um vilja kjósenda í þeim þremur málum sem efst hafa
verið á baugi: fóstureyðingar, innflytjendamál, op. 3.
Heimastjórnarmaðurinn Hannes Hafstein
orti ljóðið Áfram, boðskapur skýr og tær.
Kynni þá þetta að verða útfallið:
Flokkurinn og ég fundum ei hvort annað
fórum því hvort sinn veg
Nú tel ég það nokkurn veginn sannað
næsta vist mér reynist prýðileg
Húsari. (IP-tala skráð) 22.6.2019 kl. 10:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.