Leita í fréttum mbl.is

Ánægjulegt á Austurvelli

fannst mér að sjá sjónvarpið frá75 ára lýðveldishátíðinni â Austurvelli á 17. júní. Prúðubúin fyrirnmenni þjóðarinnar voru til sóma og allt sem fram fór.

Forsætisráðherra flutti ágætt ávarp ótrufluð. Satt að segja var ég að bíða eftir mótmælaliðinu sem myndi birtast með sína forgangs-tjáningarþörf til að skemma fyrir okkur hinum gamaldags föðurlandsvinum. 

En einhver snjall skipuleggjandi hefur komið í veg fyrir allt þetta og maður sá ekki neina skuggabaldra á ferð sem þurfa að vera öðruvísi en allir hinir og koma í veg fyrir að þeir úreltu  fái að vera í friði með sitt.

Ég vil lýsa sérstöku þakklæti mínu til þeirra allra, -líka mótmælendanna sem stilltu sig-,  sem áttu þátt í því að gera þessa virðulegu 75-ára afmælishátíð lýðveldisins Íslands ánægjulega á Austurvelli að veruleika fyrir okkur sem enn munum 17.júní, lýðveldisstofnunina og rigninguna á Þingvöllum þennan stórkostlega dag fyrir öllum þessum árum síðan, sem þjóðin fékk að njóta þarna ótrufluð.

Þetta var ánægjuleg athöfn. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.11.): 1117
  • Sl. sólarhring: 1151
  • Sl. viku: 5037
  • Frá upphafi: 2721152

Annað

  • Innlit í dag: 901
  • Innlit sl. viku: 4024
  • Gestir í dag: 760
  • IP-tölur í dag: 707

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband