Leita í fréttum mbl.is

Á hvaða leið er Björn?

þegar hann skrifar eftirfarandi til að sýna stuðning landsmanna við EES?

"Drjúgur meirihluti landsmanna telur hagsæld Íslands byggjast að miklu leyti á alþjóðlegri samvinnu (73,6%) og alþjóðlegum viðskiptum (78,3%).

Norrænt samstarf á sérstakan stað í hugum landsmanna en 92% eru jákvæð gagnvart virkri þátttöku Íslands í Norðurlandasamstarfi.

Þátttaka Íslands í störfum Sameinuðu þjóðanna (77,9%) og mannréttindaráðsins (80,8%) nýtur einnig fylgis meðal landsmanna sem telja jafnframt að seta Íslands í mannréttindaráðinu geti haft jákvæð áhrif á þróun mannréttinda á heimsvísu (70,3%).

Þetta kemur fram í könnun sem fyrirtækið Maskína gerði fyrir utanríkisráðuneytið undir lok maí og birt var 21. júní.

Könnunin er liður í markmiði utanríkisþjónustunnar að bæta upplýsingamiðlun til almennings um störf og stefnu utanríkisþjónustunnar. EES-samstarfið Evrópumálin voru skoðuð sérstaklega og er stuðningurinn við EES-samninginn mikill að mati ráðuneytisins.

Rúm 55% landsmanna eru jákvæð gagnvart aðild Íslands að EES-samningnum en eingöngu 11,8% eru neikvæð gagnvart henni.

Aðildin að EES hefur verið rædd mikið undanfarin misseri vegna ágreinings um þriðja orkupakkann, það er innleiðingu á nýjum ákvæðum um orkumarkaðinn sem hér varð til með raforkulögunum frá 2003.

Þessi innleiðing núna krefst einnar lagabreytingar sem eykur sjálfstæði Orkustofnunar til neytendaverndar á íslenska orkumarkaðnum.

Norska stórþingið samþykkti innleiðingu þriðja orkupakkans með góðum meirihluta 22. mars 2018 eftir nokkrar deilur og umræður. Ný skoðanakönnun í Noregi sýnir nú meiri stuðning við aðild að EES en nokkru sinni fyrr eða rúm 60%.

Samtökin Nei til EU vilja Noreg úr EES. Þau börðust hart gegn því að stórþingið samþykkti þriðja orkupakkann. Katherine Kleveland, formaður samtakanna, sá eina von eftir atkvæðagreiðsluna þar.

Hún skrifaði baráttukveðju á vefsíðu samtakanna 24. mars 2018 og sagði: „Kanskje er det likevel vår gode nabo Island som berger oss. Alle vedtak innenfor EØS-avtalen krever at de innføres i både Norge, Island og Liechtenstein.“

Til þess að sameiginleg EES-ákvörðun sé gild verður að innleiða hana í Noregi, á Íslandi og í Liechtenstein. Kleveland sagði að góðir nágrannar á Íslandi kynnu að bjarga Norðmönnum í þessu máli.

Síðan varaði hún norsk yfirvöld við, hvorki Norðmenn né Íslendingar þyldu þrýsting þeirra á „íslensku bræðraþjóðina eða alþingi“.

Í bréfi sem vefsíðan Kjarninn birti 30. maí 2019 segjast Morten Harper, rannsóknar- og fræðslustjóri Nei til EU, og Kathrine Kleveland „uppfull af áhuga“ fylgjast „vel með beina streyminu“ af umræðum á alþingi um þriðja orkupakkann og „það væri frábært ef það tækist að fá ákvörðun í málinu frestað“.

Þau segja einnig: „Afstaða og framganga utanríkisráðherra, Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, er mjög vafasöm.“ Og spyrja: „Getur verið að málflutningur utanríkisráðherra Íslands endurspegli þrýstinginn frá norsku ríkisstjórninni?“

Kenning samtakanna er að vegna þrýstings gæti íslensk stjórnvöld í raun hagsmuna norskra stjórnvalda en ekki Íslendinga. Þetta eru fordæmalaus afskipti erlendra samtaka af íslenskum stjórnmálum.

Samtökin Nei til EU berjast eins og áður sagði gegn aðild Noregs að EES samstarfinu og vilja hverfa aftur til tvíhliða viðskiptasamninga.

Verulegur stuðningur Íslendinga við EES-samstarfið eftir umræðurnar um þriðja orkupakkann sýnir að EES-samningurinn stendur hér á traustum grunni. Sé aðild að EES hafnað yrði annaðhvort horfið aftur til fortíðar og tvíhliða viðskiptasamninga eða að nýju stefnt að ESB-aðild...."

Er það sæmandi Birni Bjarnasyni að skrifa svona?

Bera saman fylgi landsmanna  við NATO sem eru 2/3 og fylgi við EES sem er rúmur helmingur, án vikmarka, og segja þetta sambærilegt? Og svo að við verðum að samþykkja O3 þó ekki nema Norðmanna vegna?

Á hvaða leið eru Sjálfstæðisflokkurinn og Björn Bjarnason?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei til EU eru norsk samtök sem eru andvíg því að Noregur gangi í ESB.

Það er athyglisvert að við enga fjandskapist Björn Bjarnason og Guðlaugur Þór Þórðarson meira við en samtök sem eru andvíg því að Noregur gangi í ESB.

Má búast við sama fjandskap Björns og Guðlaugs Þórs og jafnvel alls þingflokks Sjálfstæðisflokksins í garð allra þeirra Íslendinga sem vilja ekki að Ísland gangi í ESB?

Það má nú öllum vera orðið ljóst að helsti brusselski búrakrata ESB flokkurinn er þingflokkur Sjálfstæðisflokksins, sem má þó furðu sæta því yfirgnæfandi meirihluti kjósenda þess flokks hafa hingað til verið - og eru- andsnúnir því að Ísland gangi í ESB.

Varist brusselsku búrakrata ESB slysin í næstu kosningum.  Kaupum ekki köttinn í möðkuðu méli þingflokks Sjálfstæðisflokksins.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 28.6.2019 kl. 08:57

2 identicon

Sammála. Ég skil ekki, á hvaða vegferð Björn er eiginlega nú um stundir. Þau voru algerir andstæðingar í Evrópumálum, systkinin, Valgerður og hann, en nú eru þau allt í einu eins sammála og hægt er að hugsa sér, og bara út af því, eins og margir hafa bent á,að tengdason Björns langar svo skelfing ósköp mikið að leggja sæstreng héðan og út í heim, og selja rafmagnið okkar og orku frá okkur. Haldið það sé nú?!!! Og þetta er lýðveldisbarnið Björn Bjarnason! Ætli faðir hans sé ekki farinn að snúa sér við í gröfinni út af þessu? Ekki kæmi mér það á óvart. Nei, gamanlaust, þetta er ömurlegt. Ég get ekki sagt annað. Hvar endar þetta eiginlega?

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 28.6.2019 kl. 10:51

3 identicon

Sæll gamli félagi

Samtökin Nei til EU berjast gegn aðild Noregs að EES samstarfinu og vilja hverfa aftur til tvíhliða viðskiptasamninga. Sé aðild að EES hafnað yrði annaðhvort horfið aftur til fortíðar og tvíhliða viðskiptasamninga eða að nýju stefnt að ESB-aðild. – Er þetta ekki bara laukrétt? En við þetta er einu að bæta: Eftir upplausn EES liggur leið Íslands (með smákrók) lóðbeint í ESB. "Be careful wht you wish for ... it might come true."

Og já, það ekki bara sæmandi Birni Bjarnasyni að skrifa svona. Það ber brýna nauðsyn til að ná áttum.

EINAR S. HÁLFDÁNARSON (IP-tala skráð) 28.6.2019 kl. 15:54

4 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Bjarni Benediktsson, núverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, er langt kominn með að leiða flokkinn í algerar ógöngur. Aldrei hefur maður kynnst öðru eins.

Tómas Ibsen Halldórsson, 28.6.2019 kl. 16:16

5 identicon

Það gleymist oft þegar verið er að dásama ESS samninginn að hann var ekki ókeypis frekar en neitt annað.

Að vísu benti Óli Björn á það í aðsendri grein 19 júní

Fullveldi í samskiptum við aðrar þjóðir

Eftir Óla Björn Kárason: "Það gerðist ekki af sjálfu sér að eitt fátækasta ríki Evrópu varð að einu mesta velmegunarríki heims og raunar sögunnar. Til þess þurfti framsýni."

Grímur (IP-tala skráð) 28.6.2019 kl. 16:44

6 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Halldór gott málefni og stóra spurningin er hvort Björn B sé ekki komin á spena ESB. Það er vitað að bæði þeir ESB og Soros borga góðum skrifurum með þá ú huga. Þetta er bara partur af áróðurskerfi þeirra og Björn er ekki eini landráðamaðurinn enda heyrst í nokkrum hér.

Valdimar Samúelsson, 28.6.2019 kl. 20:31

7 Smámynd: Sigurður Antonsson

Björn Bjarnason þorir að hafa aðra skoðun en flestir á Moggablogginu. Oft mjög upplýsandi sem hann skrifar um íslensk og erlend stjórnmál. Með öllu meinlaust að ítreka það sem kemur upp úr aðkeyptri könnun Maskínu.

Viðskipti byggjast mest á samvinnu og verða blómleg þegar frjálsræði og samkeppni eru á markaði. Utanríkisráðherra Samfylkingar Össur að nafni vissi þetta og feldi niður múra í viðskiptum til Kína. Trump kallinn er aftur á móti að setja alla heimsverslunina í steik í samskiptum við Kína með tollamúrum. Kínverjar eru framarlega í allri þjónustu og verslun, en Bandaríkin draga sig inn í skel.

Samþykkt orkupakka 3 er aftur á móti mál sem má fresta og skaðar engan. Sérstaða  Íslands í rafmagnsmálum er mikill. Á meðan við ráðum ekki að beisla vindorku eða byggja upp betra dreifikerfi raforku liggur ekki á að taka upp reglur meginlandsins? 

Sigurður Antonsson, 28.6.2019 kl. 21:38

8 Smámynd: Halldór Jónsson

Einar minn S.

Eftir upplausn EES liggur leið Íslands (með smákrók) lóðbeint í ESB. "Be careful wht you wish for ... it might come true."

Helvítisspámenn eins og þú hafa yfirleitt haft rangt fyrir sér.

Við getum alveg kifað utan þessa tollabandadlags 400 milljóna Evrópubúa gegn restinni af heiminum. 

Viðskiptafrelsið er okkur allt sagði Jón Sigurðsson.

Halldór Jónsson, 28.6.2019 kl. 22:42

9 Smámynd: Halldór Jónsson

lifað átti að standa en ekki kifað

Halldór Jónsson, 28.6.2019 kl. 22:43

10 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Halldór tek undir síðustu athugasendunum. Menn gleyma alltaf að það eru aðrir kaupendur en ESB menn og þar er Trump búinn að tilkynna að þeir vilji auka verslun við Ísland  

Valdimar Samúelsson, 28.6.2019 kl. 23:10

11 identicon

Í hvert sinn sem minnst er hér á Björn Bjarnason

og ESB ákefð hans 

birtist þá alltaf með hástöfum enn ESB ákafari

EINAR S. HÁLFDÁNARSON og minnir á hundinn sem gelti í stíl við His Master's Voice.

How Come?

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 28.6.2019 kl. 23:39

12 identicon

Ætli maður verði svo ekki að óska þeim Einari S., Birni Bjarnasyni, Guðlaugi Þór og ESB þingflokki þeirra og Junior Bjarna til hamingju með léttadrengi þeirra í ESB ákefð og trúboði þeirra, þá ungliðana í flokksstarfi þeirra ... Jón Frímann og Steina Briem.  Ákafa stuðningsmenn Junior Bjarna og búrakratanna í samfylktum brusselskum "Sjálfstæðisflokknum"

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 29.6.2019 kl. 00:04

13 identicon

Satt segið þið. Já, Bjarni blessaður. Ég get nú ekki annað en fundið til með honum þessa dagana, eins og hann hefur átt erfitt, eins og milli steins og sleggju, með frændfólkið annars vegar og flokkinn í uppnámi og þingflokkinn eins og hann er hins vegar. Bjarni sjálfur með sína ákveðnu sannfæringu í anda samþykktar Landsfundar flokksins, veit sjálfsagt ekki í hvorn fótinn hann á að stíga í þesswarri aðstöðu. Þetta er mjög flókin aðstaða fyrir formann flokks að vera í. Það verð ég að segja. Þess vegna á hann alla mína samúð núna. Hann verður að fara að taka til ráða Ljósvetningagoðans og leggjast undir feld og hugsa sitt ráð. Það er samt erfitt að ráða í það, hvað er best til ráða í þessu efni, eins og staðan er í dag. Það verð ég að segja.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 29.6.2019 kl. 12:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 3420142

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband