28.6.2019 | 22:34
Ómar á villigötum
sem og oft áður í orkumálum, rafhjólahugsjón og CO2 dellunni.
Ómar Þ.Ragnarsson skrifar fjálglega um þessi mál en bara út frá röngum forsendum:
"
Nú nýlega ræddi David Attenborough um tölur sem varða lífmassa jarðarinnar. Þær voru sláandi og komu á óvart. Ef ég man rétt eru maðurinn sjálfur og þau dýr sem hann lifir á, 80 prósent af lífmassanum sem í þessu formi er til á jörðinni.
Maðurinn hefur nýtt sér hugvit sitt til þess að búa til efnahagskerfi, sem byggjast á veldisvaxandi hraða svonefnds hagvaxtar, en stærstur hluti hans er ósjálfbær, það er, rányrkja eins og það heitir á góðri íslensku.
Tegundum dýra, fugla og annarra lífvera fækkar með vaxandi hraða í takt við fjölgun mannanna, sem hver um sig þarf æ meira umleikis í bruðli og neyslu til þess að viðhalda skammtímagræðginni og hagvextinum.
Þótt trúarbrögð heimsins séu með meginstef um frið og náungakærleika, finna öfgatrúarmenn afmarkaðar setningar í trúarritunum, sem snúið er í andhverfu trúarbragðanna, ófrið, átök, manndráp og eyðileggingu.
Helstu stórveldin, sem stóðu að upphafi og drápsrekstri Fyrri heimsstyrjaldarinnar, voru kristin og sendu unga menn hundruðum þúsundum saman út í opinn dauðann í nafni réttlætis og undir söngvum á borð við "Áfram, Kristmenn, Krossmenn!"
Í Seinni heimsstyrjöldinni margfaldaðist grimmdin og illskan hjá sömu stórveldum og fyrr.
Óþarfi ætti að vera að minnast á skelfilegustu ógnina, sem oft hefur verið fjallað um hér á síðunni, MAD (Mutual Assured Destruction); á íslensku GAGA ( Gagnkvæm Altryggð Gereyðing Alls).
Aðeins nokkrir dagar síðan því var lýst yfir, að aðeins 10 mínútum hefði munað, að ráðist hefði verið á Íran vegna eins dróna, og að ef úr slíkri árás yrði, myndi hún fela í sér "gereyðingu Írans".
Íransmegin telja öfgafullir klerkar flest réttlætanlegt fyrir sinn mikla Allah.
Minnisverð er ein athugasemd hér á síðunni fyrir nokkrum misserum, að fyllilega réttlætanlegt væri fyrir þá jarðarbúa, sem nú fara með völd á jörðinni, að gera hvað sem þeim sýndist og með hvaða afleiðingum, sem væri, vegna þess að "kynslóðir framtíðarinnar eru ekki til."
Í gær var frétt um þá nauðsyn okkar Íslendinga að verða "Kúveit norðursins" í því æ hraðara kapphlaupi um neyslu orku, sem keyrð er áfram þrátt fyrir allt talið um að taka í taumana.
Kúveit framleiðir víst 7 prósent af allri olíuorku jarðar, og öll vatnsorka og jarðvarmaorka Íslands er langt innan við eitt prósent af því.
Samt er talað um að við stefnum sem óðast að því að verða stórveldi í að seðja óseðjandi orkuhungur jarðarbúa með því að fara út í stórfellda framleiðslu vindorku upp á þúsundir megavatta.
Það mun væntanlega þýða að allt landið verði þakið vindmyllum.
Að sjálfsögðu, því að í vaxandi eftirsókn eftir orku, sjá menn aðeins þá lausn að auka framleiðslu hennar með veldishraða en sýnast ekki detta í hug gera neitt til þess að ráðast að réttum enda á vandamálinu og minnka neysluna og bæta nýtingu orkugjafanna. "
Öll þessi framtíðarsýn er byggð á sandi þar sem forsenduna vantar.
Vandamálið er stjórnlaus fólksfjölgunin.
Ef ekki tekst að stöðva hana er allt annað unnið fyrir gíg.
Eitt og eitt gereyðingarstríð duga hvergi til að leysa málið.
Það verður að gera eitthvað til að stöðva brjálæðið sem stefnir í að fjölga mannkyni og örbirgðinni um milljarða á næstu árum.Allt útblásturstalið og olíubrennsla er píp ef það tekst ekki.
Mannkynið stefnir beint til glötunar og allar umhverfisráðstafnir eru gagnslausar ef ekki tekst að ná böndum á mannfjölguninni.
Þreföldun fjölda mesta villidýrsins á 70 árum gengur ekki upp og Ómar ætti að velta þeirri villigötu mannkyns fyrir sér.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 3420142
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Stjórnlaus mannfjölgunin með veldishraða er algerlega af sama toga og allt annað sem ég nefni í pistlinum. Um mannfjölgunina er ég alveg sammála þér. Krafan um endalausan hagvöxt er fylgifiskur þess að sífellt þurfi að auka neysluna.
Ómar Ragnarsson, 29.6.2019 kl. 00:21
Þú ert sannarlega hluti af vandanum Ómar, enda áttu fullt af börnum.
Jónas (IP-tala skráð) 29.6.2019 kl. 10:03
Það er ekki einungis út af loftslagsmálum sem brýnt er að þróa og stórauka nýtingu á sjálfbærum og heimafengnum orkugjöfum.
Ef íbúar Afríku gætu framleitt sína sólarorku, hver fyrir sig, gætu þeir stórbætt lífskjör sín, menntun og sjálfstæði.
Í Marokkó er unnið að byggingu sólarorkuvera og það hafa komið fram hugmyndir um að "flísaleggja" stór svæði í Sahara eyðimörk með sólarsellum.
Áhrif olíufursta og auðhringa sem byggja völd sín á olíu eru gríðarleg og tengjast auk þess vopnasölu. T.d. hafa Bandaríkjamenn og Sádi-Arabar gert með sér viðskiptasamning um olíu og vopn sem er svo hár að Bandaríkjamenn hafa ekki efni á að rifta honum.
Þau eru ótalin stríðsátökin og hörmungarnar sem tengjast ásókn í olíuna.
Væri ekki heimurinn friðsælli ef hann væri óháður olíunni?
Eða er það bara útópía?
Hörður Þormar (IP-tala skráð) 29.6.2019 kl. 15:23
Halldór góð grein.Þótt þetta sé ekki í takt þá langar mér að sína þetta.
Hér er dálítið merkileg grein um áróður ESB í Tékkóslóvakíu á sínum tíma Eigin kona mesta áróðurspólitíkus fékk stöðu áróðursdeildar ESB þar í landi Er ekki þetta að ske á Íslandi. https://www.brugesgroup.com/media-centre/papers/8-papers/786-federalist-thought-control-the-brussels-propaganda-machine?fbclid=IwAR0ZBaOb2NNkaox_YilN-w_pj2u2uiOeNf-os8Xp1cWDVihJVGKr6Gv5kzU
þetta er hreint ótrúlegt en sama og manni grunaði. Geymið greinina í hið minnsta.
Valdimar Samúelsson, 29.6.2019 kl. 22:30
Nei, kumpánar, "stjórnlaus fólksfjölgun" er EKKI mesta vandamál heimsins, og raunar er hún alls ekki stjórnlaus. Vesturlandamönnum og Bandaríkjamönnum þykir alveg nauðsynlegt að hafa stjórn á hlutunum, og þeir verstu þeirra reyna það á þessu sviði með óhugnanlegum mannvígum á ófæddum börnum og borga "læknum" há laun fyrir þá óhæfu (á sama tíma og refsað er fyrir stund á skjaldbökueggi með fangelsisvist og stórsektum!) -- og hafa einnig þreifað fyrir sér með því að narra fólk í 3. heiminum til ófrjósemisaðgerðar. En náttúran sér um sinn gang sjálf: Fæðingartíðnin hefur farið jafnt og þétt lækkandi, giftingaraldur hækkað og betri afkoma fólks (já, jafnvel í 3. heiminum og í Kína) og betri læknishjálp leiðir til þess, að foreldrar telja sig ekki lengur þurfa að tryggja sig í ellinni með eins mörgum barneignum og áður.
Ómar endar þarna á einhverri abstrakt hugsun um "kröfu um endalausan hagvöxt", en sú krafa er allsendis fjarri fólki í 3. heiminum. Þið eruð báðir einfaldlega að tjasla hér upp einhverjum módelum um ykkar ranghugmyndir.
Jón Valur Jensson, 30.6.2019 kl. 03:55
(á sama tíma og refsað er fyrir stuld á skjaldbökueggi ...
Jón Valur Jensson, 30.6.2019 kl. 03:58
Jón minn Valur
Fósturdráp eru allt annars eðlis en að stuðla ekki aðm fækkun fæðinga. Mér finnst þú ekki beita rökhyggju þinni í þessu máli rétt:
Hannes Pétursson segir;
"Íbúafjöldi t.d. Nígeríu er rúmar 200 milljónir í dag og spár S.Þ gera ráð fyrir tvöföldun íbúa þess lands fyrir miðja öldina og verður þetta vanþróaða Afríkuríki þá orðið fjölmennara en Bandaríkin.
Íbúfjöldi álfunnar er núna um 1.3 milljarðar og mun tvöfaldast á næstu 30 árum gangi spár S.Þ. eftir. Íbúafjöldi sumra Asíuríkja stækkar líka ört, áætlar S.Þ. að íbúafjöldi Pakistan verði um 400 milljónir um miðja öldina. Það hljóta allir að sjá að í óefni stefnir.
Mig grunar að pólitísk rétthugsun Vesturlandabúa hindri umræðu og gagnrýni á þessa þróun - þú gagnrýnir ekki fólksfjölgum í 3ja heiminum. Hvernig á að fæða og klæða 9.7 milljarða árið 2050 og á sama tíma draga úr eldsneytiseyðslu mannkyns?
Aukin landnýting, auknar fiskveiðar, auknir vöruflutningar og aukin eldsneytiseyðsla er sennilegri þróun.
Flóttamannastraumurinn til Evrópu mun trúlega margfaldast og verða stjórnlaus eins og fólksfjölgunin.
Mikið er fjallað um áhrif mannanna á náttúruna í fjölmiðlum og á meðal stjórnmálamanna á Vesturlöndum. Það er hins vegar eins og menn forðist að fjalla um mannfjölda sprengjuna og hvaða afleiðingar hún mun hafa."
Þetta finnst mér spaklegt hjá Hannesi og spyr hvernig þú mótmælir þessu Jón minn Valur?
Halldór Jónsson, 30.6.2019 kl. 09:33
Húsari,
geturðu ekki umskrifað innsneda athugasemd þína. Hún er allof rætin til að ég geti birt hana, því miður
Halldór Jónsson, 30.6.2019 kl. 14:27
Fósturdráp stuðla vissulega að fækkun fæðinga, Halldór. Barn, sem drepið er í móðurkviði, fæðist ekki. En þetta má ræða nánar.
Afríka er mjög auðug að náttúruauðlindum og stór svæði hennar vel fallin til landbúnaðar og matvælaframleiðslu. Hún getur leikandi borið miklu fleira fólk en 1,3 milljarða.
Jón Valur Jensson, 30.6.2019 kl. 20:15
Ég held að menn ættu ekki að skipta sér af mannfjölgun en þessi afskipti gera ekkert annað en að trygglyndu vesturlöndin hætti að eiga börn en svokölluðu vanþróuðu löndin munu engu breyta og valtra svo yfir okkur enda eru þau komin með reynsluna sem við sjáum allstaðar.
Valdimar Samúelsson, 30.6.2019 kl. 20:50
Athugasemd #3.
Jónas..!
Sjaldan séð eins ömurlega og vanþroska athugasemd
sem þú settir hér inn hjá Ómari.
Ef eihver á heiður skilið fyrir að reyna að fjölga
Íslendingum, þá er það Ómar.
Greinilegt er af þinni athugasemd, að þú hefur
ekki það kaliber til að gera slíkt hið sama.
Vonlausari sál/bloggara er varla hægt að finna
eins og í þessari athugasemd þinni.
Sigurður Kristján Hjaltested, 30.6.2019 kl. 21:11
Halldór minn, ég mislas athugasemdina og
tók þetta fyrir síðu Ómars.
En mín skoðun á þessari athugasemd stendur.
M.b.kv. ávallt.
Sigurður Kristján Hjaltested, 30.6.2019 kl. 21:14
Jón minn Valur
Hversvegna er betra að Afríkubæuum fjölgi´æistaðþess að gera það ekki?
Það eru ákveðin gæði í boði. Deilt með hærri tölu þýir minnaí hvers hlut. Með lægri tölu meira í hvers hlut.
Tvöfaldaðu íbúa fjölda Íslands með innflutningi frá Afríku og þú hlýtur að sjá að við töpum þá helmingi velferðar okkar á hvert mannsbarn,
Hvervegna viltu fjölga Afríkubúuun ef hægt er að komast hjá því?.Margfaldist og uppfyllið jörðina?
Halldór Jónsson, 1.7.2019 kl. 07:08
Það er mannauður í hverju barni, Halldór, að Afríkubörnum meðtöldum, þau eru Guðsbörn eins og þú og ég og eiga það ekki skilið að vera deydd í móðurkviði eða öðruvísi. En það mun draga stórlega úr fæðingum í Afríku, eins og annars staðar hefur gerzt með aukinni menntun (sem seinkar giftingaraldri og fækkar þar með fæðingum) og bættum lífskjörum. Og það er, þvert á móti spám manna um 1960, engin almenn hungursneyð í Afríku þrátt fyrir mikla fjölgun.
Jón Valur Jensson, 1.7.2019 kl. 16:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.