6.7.2019 | 15:02
Fjarðarheiðargöng
Það var mikill hátíðisdagur laugardaginn á vopnahlésdaginn í stóra stríðinu 1918 þann 11. nóvember 2017 þegar Norfjarðargöngin voru formlega vígð. Verktakafyrirtækin Suðurverk og tékkneska fyrirtækið Metrostav unnu verkið sem hefur staðið yfir í rétt liðug 4 ár..
Áætlaður heildarkostnaður við Norðfjarðargöngin, er núna 13,9 milljarðar króna.
Göngin sjálf eru 7.566 metrar í bergi, vegskáli Eskifjarðarmegin er 120 metrar og Norðfjarð armegin 222 metrar. Heildarlengd ganga með vegskálum er því 7.908 metrar.
Norðfjarðargöng eru mikil samgöngu- og öryggisbót, en þau leysa af hólmi Oddsskarðsgöng og erfiðan fjallveg að þeim beggja vegna. Oddsskarðsgöng voru byggð á árunum 1972-77 og eru einbreið, 640 metra löng og liggja í um 610 metra hæð.
Í nýju göngunum eru 14 útskot, þar af fjögur snúningsútskot. Inni í göngunum eru fjögur steypt tæknirými og tvö við hlið vegskála utan ganga. Flóttarýni vegna slysa eru fyrir um 150 manns og eru við hvert tæknirými inni göngunum.
Vegurinn í gegnum göngin er 6,5 metra breiður milli steyptra upphækkaðra gangstétta. Gangamunninn Eskifjarðarmegin er í 15 m hæð yfir sjó rétt innan við gamla Eskifjarðarbæinn. Gangnamunninn Norð fjarðarmegin er í 126 metra hæð yfir sjó í Fannardal. Gólfið í göngunum fer mest í 170 metra hæð yfir sjó þannig að vatn getur ekki safnast fyrir í þeim.
Nýir aðfærsluvegir gangnanna Eskifjarðarmegin eru um tveir kílómetrar en Norðfjarðarmegin um 5,3 km, samtals um 7,3 kílómetrar. Í tengslum við vegagerð að göngunum voru byggðar nýjar brýr. Annars vegar 44 metra löng á Norðfjarðará og 58 metra löng brú á Eskifjarðará. Vélsmiðja Hjalta Einarssonar í Hafnarfirði byggði brýrnar.
Framkvæmdir á verkstað hófust í september 2013.
Einasta óskynsemin í þessari glæsilegu jarðgangnagerð að mati þess sem hér skrifar er að ekki skuli vera innheimt gangnagjald frekar en í Héðinsfjarðargöngum. Væri slíkt gert sem meginregla í íslenskri jarðgangnagerð væri mun hraðar hægt að ráðast í gerð samgöngumannvirkja en nú er.
Nú þegar þessum mikla áfanga hefur verið náð með Norðfjarðargöngum þá er ekki að efa að sjónir manna beinist að næsta verkefni. Sem er enn tröllauknara en þetta. Það er gerð Fjarðarheiðagangna.
Fjarðarheiðargöng fljótlega eða ekki?
Ekki er að efa að Fjarðarheiðargöng eru ofarlega í hugum Austfirðinga. Umræður eru hinsvegar oftar en ekki slegnar út af borðinu vegna þess að þau séu svo hræðilega dýr að þjóðin hafi engin ráð á að byggja þau. Það eru nefndar tölur meira en 30 milljarða.
Það er sagt að alltof lítil umferð sé um Fjarðarheiði til að standa undir svona dýrum göngum. En meðalumferð er um 500 bílar ADU en SDU eða sumarumferð um 800 bílar á sólarhring. Svo vissulega er þetta hindrun. Og alger ef mönnum dettur í hug að innheimta ekki veggjöld.
Gangnagjald til að standa undir 3% vöxtum og 30 ára niðurgreiðslu af 30 milljörðum og rekstrarkostnaði sem væri hugsanlega 4.0 milljarður á ári, sem dreift á 180.000 bíla gæfu 22.000 kr. kostnað á bununa. Það er greinilega hærra en hægt er að innheimta áður en menn keyra ekki frekar gamla veginn þó vondur sé.
Hvað er þá til ráða?
Gæti komið til greina að gera aðeins einbreið göng till að byrja með ?
Þá yrði heildarrúmál útgrafið úr einbreiðum göngum hugsanlega um 320.000 m3 á móti 650.000 m3 í tvíbreiðum göngum. Kostnaður við einbreið göng gæti þá verið farinn að nálgast 15.milljarðana sem lækkar þá gjaldið niður í 11.000 krónur á bununa.
Þá er það spurningin hvort ríkið ætlar að niðurgreiða gjaldið með hliðsjón af fríkeypis göngum annarsstaðar svo sem í Héðinsfirði og á Vestjörðum? Hvað þolir vegfarandinn að borga? Ef gjald ytði tekið upp í þeim göngum og öðrum myndi allur þessi róður léttast. Og því skyldi kostnaðnum ekki vera jafnað milli gangna eins og öðrum samkostnaði?
Ég var í rauninni óánægður með að fá ekki að borga til þessa mikla mannvirkis Héðinsfjarðargangna þegar ég fór þau í fyrsta sinn s.l.sumar. Eitthvað sem geti komið því til góða. 500 krónur fyrir bununa þætti mér lítið og vildi glaður greiða það til þessa stórvirkis því til heilla. Nú fara þúsund bílar um þau göng á sólarhring. Hálfmilljón myndi nýtast til að gera göngin betri og viðhalda gæðunum.
Ég vil líka fá að greiða í Hvalfjarðargöngin áfram til þess að önnur samsíða verði grafin sem gera þetta betra fyrir þjóðina. Það er hreinlega ósanngjarnt að við sem notum greiðum ekki til framtíðarinnar í samgöngumálum. Engin ókeypis göng meira vildi ég að yrðir regla en ekki undantekning.
Og ef við gerðum göng undir Fjarðarheiði sem einbreið til að byrja með, þá yrði það pólitísk ákvörðun hversu hátt gjaldið gæti orðið án niðurgreiðslu.
Af hverju ekki gjaldtaka?
að er ofarlega í mörgum að mega ekki heyra minnst á veggjöld öðruvísi en að rjúka upp í fússi og segja að það sé búið að stela svo og svo miklu af okkur af skattfénu sem átti að renna í vegina en endaði í niðurgreiðslum af lambaketi. Það er allt rétt.
En við af minni kynslóð sem erum búnir að borga allan þennan tíma í Hvalfjarðargöng erum bráðum dauðir. Það er komið nýtt fólk sem hefur ekki borgað neitt. Af hverju á það að fá allt frítt núna?
Hversvegna á ekki að láta það borga fyrir alla notkun en ekki vera með þennan gamla söng um peningana sem var stolið af okkur þeim gömlu úr framkvæmdunum sem létu okkur hossast í holunum allt okkar blómaskeið?
Þess vegna vil ég fá að borga strax í öll jarðgöng á Íslandi sanngjarnt gjald í hvert sinn sem ég nota þau. Annað er bara virðingarleysi við gengnar kynslóðir sem lögðu á sig að byggja þau. Og það er bara skömm fyrir þá sveitavargaþingmenn sem misnotuðu aðstöðu sína til að þeirra atvæði kæmust hjá að borga eins og Vestfjarðagöngin og Héðinsfjarðargöngin eru góð dæmi um.
Sjáum Hvalfjarðargöngin sem dæmi. Hversvegna á 17 ára krakki sem er nýbúinn að fá bíl og bílpróf að fara að keyra þau frítt af því að einhver lán séu uppgreidd? Er ekki réttara að hann greiði eins og við erum búin að gera í tuttugu ár? Og gröfum þá jafnvel önnur göng samsíða fyrir aurinn? Og göng í gegn um Reynisfjall og Fjarðarheiði með sömu aðferð.
Hættum þessu væli um liðinn tíma og tökum gjald af umferðinni án þess að stela því í annað eins og Alþingis er háttur sbr. bensíngjöldin.
Og hvernig kæmi þetta út?
Ef við gerðum ráð fyrir 60 km hraða ökutækja þá tæki það segjum 15-20 mínútur að fara göngin. Þau yrðu þá opin á svona 30 mínútna fresti í hvora átt. Það ætti að vera lítið mál að bíða eftir grænu ljósi að meðaltali í kortér í 10-20 bíla röð?
Ekki finnst mér ólíklegt að umferð myndi aukast talsvert frá því sem nú er yfir Fjarðarheiði þannig að göngin yrðu hagkvæmari eftir því sem tímar líða. Og önnur samsíða göng síðar virðast vera auðveldari í framkvæmd með þá þekkingu sem fengist við gerð fyrri gangnanna.
Er þarna hugsanlega kostur á að fá þessa nauðsynlegu samgöngubót fyrr en menn hafa verið að velta fyrir sér. Eða er þetta bara músarholusjónarmið sem eiga ekki við stórhuga Íslendinga? Eða er þetta bara svo miklu óhagkvæmara í framkvæmd, sem það áreiðanlega er að hlta til, að það tekur því ekki að hugsa svona smátt?
Er hægt að hugsa sér að gera þetta í einkaframkvæmd svipað og Spölur gerði í Hvalfirði?
Hvað með Suðurverk og Metróstav? Gætu þeir kannski hugsað sér að gera Fjarðarheiðargöng á eigin spýtur?
FJARÐARHEIÐARGÖNG KOMA SVO MIKIÐ ER VÍST. þAÐ ER AÐEINS VOTTUR UM LINKU NÚVERANDI VALDAMANNA EÐ GERA EKKERT Í MÁLINU.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.4.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 3420652
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
-
ghe13
-
sigurjonth
-
andrigeir
-
annabjorghjartardottir
-
ansigu
-
agbjarn
-
armannkr
-
asdisol
-
baldher
-
h2o
-
bjarnihardar
-
dullur
-
bjarnimax
-
zippo
-
westurfari
-
gattin
-
bryndisharalds
-
davpal
-
eggman
-
greindur
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
eeelle
-
sunna2
-
ea
-
fuf
-
fhg
-
vidhorf
-
gerdurpalma112
-
gilsneggerz
-
gudni-is
-
lucas
-
zumann
-
gp
-
gun
-
topplistinn
-
tilveran-i-esb
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
gustaf
-
heimssyn
-
diva73
-
helgi-sigmunds
-
hjaltisig
-
minos
-
hordurhalldorsson
-
astromix
-
fun
-
jennystefania
-
johanneliasson
-
johannvegas
-
jonatlikristjansson
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonlindal
-
bassinn
-
jvj
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
juliusbearsson
-
katagunn
-
kje
-
ksh
-
kristinn-karl
-
kristinnp
-
kristjan9
-
loftslag
-
altice
-
ludvikjuliusson
-
maggij
-
magnusthor
-
mathieu
-
nielsfinsen
-
omarbjarki
-
huldumenn
-
svarthamar
-
pallvil
-
peturmikli
-
valdimarg
-
ragnarb
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
siggus10
-
sisi
-
siggisig
-
ziggi
-
siggith
-
stjornlagathing
-
pandora
-
spurs
-
kleppari
-
saethorhelgi
-
tibsen
-
ubk
-
valdimarjohannesson
-
skolli
-
valurstef
-
vilhjalmurarnason
-
vey
-
postdoc
-
thjodarheidur
-
icerock
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
icekeiko
Athugasemdir
Til upprifjunar:
Vaðlaheiðargöng
verða fullgrafin 7.206 metra löng. Kostnaður við þau verður rúmir ellefu milljarðar króna á verðlagi í árslok 2011. Verkið er núna sagt vera komið allt að 30 prósentum fram úr þeirr áætlun. Rúma 3 milljarða króna vantar enn upp á upphaflega áætlun..
Búinn að borga tæpa 8 milljarða af kostnaði. Margvísleg áföll hafa dunið á verkefninu, sem talin eru valda um 30% kostnaðarauka auk verðbóta á framkvæmdatíma. Kostnaðurinn vegna leka báðum megin er endanlegur kostnaður liggur ekki fyrir enn enda ekki séð fyrir endann á honum. Áætluð verklok eru sumarið 2018.
Þegar fyrsta sprenging ganganna fór fram í júlí 2013 áttu þau að vera tilbúin í desember síðastliðnum. Vatnsleki báðum megin í göngunum og hrun úr gangnaloftinu hafa seinkað verkinu um bráðum tvö ár. Þessi óvænti leki olli slíkum ófyrirséðum og óhemju vandræðum sem varla nokkur verktaki hefur þurft að horfast í augu við.
Alþingi samþykkti 8,7 milljarða króna ríkislán í júní 2012. Gert ráð fyrir að lífeyrissjóðir tækju þátt í fjármögnun Vaðlaheiðarganga en af því varð ekki. Þáverandi ríkisstjórn ákvað að lánið yrði fjármagnað úr ríkissjóði til skamms tíma eða til ársins 2018. Það yrði þá endurfjármagnað með útgáfu verðtryggðs skuldabréfs en göngin áttu þá að vera orðin sjálfbær með innheimtu veggjalds.
Fjármálafyrirtækið Gamma mat þjóðhagsleg áhrif Vaðlaheiðarganga og samkvæmt því mun þjóðhagslegt tap þeirra nema rúmum átta milljörðum króna.
Lengi hefur verið ljóst að framkvæmdin ætti eftir að verða kostnaðarsamari en áætlanir gerðu ráð fyrir. Í febrúar 2014 opnaðist stór heitavatnsæð í göngunum Eyjafjarð armegin. Afköst í borun ganganna hrundu þá um rúmlega helming og verkið byrjaði að tefjast stórlega vegna þessa. . Rúmu ári síðar fór kalt vatn að leka úr stórri sprungu í lofti Fnjóskadalsmegin. Vinna við að loka henni hófst í febrúar 2016. Vatnið sem þá hafði safnast saman í göngunum varð svo djúpt að bát þurfti til að sigla inn að sprengistafni.
Göngin eru nú að verða um 6900 metra löng og því búið að grafa megnið af lengdinni. Vonandi verður gegnumslag í júní- mánuði næstkomandi.
Spurningin sem og seint er að svara nún er hvort yfirleitt hafi verið vit í að ráðast í þessi göng. Heefðu ekki Fjarðarheiðargöng verið þjóðahgslega mun brýnni framkvæmd? Þau þarf nú helst að hanna þannig að vatn geti ræst sig út til beggja átta ef Fjarðarheiði tæki upp á því að leka niður eins og Vaðlaheiðin gerði.
Nú er hinsvegar það sem stöku menn velta fyrir sér hvort einhverjum þingmönnum detti ekki í hug að sleppa gjaldtöku í Vaðlaheiðargöngum sér til vinsælda og vitna í Héðinsfjarðargöng þar sem 740 bílar fara frítt í gegn á hverjum degi og ekki greiðir umferðin krónu í veggjald í Vestfjarðagöngum.Þetta má ekki gerast.
Menn mega velta fyrir sér hvort ekki eigi að ríkja sú almenna stefna að veggjald sé greitt í öll jarðgöng á Íslandi en á mót komi að framkvæmdum við gerð þeirra sé flýtt af öllum mætti? Væri slík flýting framkvæmda ekki velkominn þáttur í að gera Ísland byggilegra sem fyrst og ekki bíða árum saman eftir að einhver afgangur sé á fjárlögum eins og verið hefur. Biða árum saman í umferðarbasli sem hægt er að enda miklu fyrr.-HJ
Halldór Jónsson, 6.7.2019 kl. 15:15
VEGGJÖLD Í ÖLL JARÐGÖNG ÁN TAFAR OG GRÖFUM MINNT EIN Á HVERJUM 5 ÁRUM
Halldór Jónsson, 6.7.2019 kl. 15:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.