Leita í fréttum mbl.is

Hvað vill Björn sjálfur?

þegar hann skrifar um ESB?

"Viðræðurnar sigldu í strand strax á árinu 2011 af því að ESB-menn skiluðu ekki umsögn sem var nauðsynleg til að ræða sjávarútvegsmálin. Lá í augum uppi að Íslendingar yrðu að sætta sig við sameiginlega sjávarútvegsstefnu ESB, afsala sér ráðum yfir 200 mílunum og sætta sig við ákvarðanir ESB um leyfilegan hámarksafla.

Upp úr áramótum 2013 þegar dró að þingkosningum ákvað Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra að setja viðræðurnar á ís í von um að minnka ágreining um málið í kosningabaráttunni.

ESB-flokkarnir fengu mjög slæma útreið í kosningunum vorið 2013 og mynduð var ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks undir forsæti Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þáv. formanns Framsóknarflokksins, Gunnar Bragi Sveinsson, þá í Framsóknarflokki, varð utanríkisráðherra. Saman stóðu þeir að því að draga ESB-umsóknina til baka. Efasemdarmenn telja að ekki hafi verið gengið nægilega tryggilega frá málum með þessum tilkynningum þeirra félaga. Hvað sem því líður líta Brusselmenn ekki þannig á að Ísland sé í hópi umsóknarríkja.

Í Fréttablaðinu er rætt við Jón Steindór Valdimarsson, núv. þingmann Viðreisnar, sem fyrir 10 árum (áður en Viðreisn kom til sögunnar) var formaður samtakanna JÁ Ísland sem börðust fyrir ESB-aðildinni.

Hann efast ekki um réttmæti umsóknarinnar en segir:

„Ríkisstjórnin hefði átt að sýna meiri festu. Miðað við það sem við vitum nú hefði verið skynsamlegt að hafa tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildina. En á þeim tíma var ég sjálfur algjörlega mótfallin því.“

Telur hann trúlegt að Íslendingar hefðu samþykkt aðild í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hann segir röksemdir fyrir inngöngu Íslendinga í ESB sterkari í dag en fyrir 10 árum vegna stöðunnar í heimsmálum. Jón Steindór tekur undir með þeim sem telja að Sigmundur Davíð og Gunnar Bragi hafi ekki bundið enda á tengslin við ESB sem stofnað var til með umsókninni fyrir 10 árum. Hann segir:

„Þó að ferlið hafi verið stöðvað þá verður að líta svo á að Ísland sé enn þá með umsókn inni. Það ætti að vera hægt að endurræsa það án þess að fara í gegnum allt upphafsferlið Evrópusambands megin.“

Hér á landi hefur sú mikilvæga pólitíska breyting orðið að fleiri eru afhuga aðild að ESB en áður og enginn flokka vill hreyfa við þessu máli án þess að hafa fyrst fengið umboð þjóðarinnar til þess."

Hvað skyldi Björn sjálfur vilja gera í sambandi við ESB? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það má hamingjan vita, en hætt er við, að föðurafi hans, formaður lýðveldishátíðarnefndarinnar 1944, myndi nú ekki vera ánægður með afkomendur sína, ef hann liti upp úr gröfinni í dag. Það er alveg með ólíkindum, að Björn skuli allt í einu hafa snúist svona á sveif með ESB-sinnum. Hvað næst? spyr ég bara. Ætli Bjarni frændi hans eigi eftir að falla í þessa gryfjuna líka? Vonandi ekki, en það er mjög aumt upplitið á Sjálfstæðisflokknum í dag. Þetta ESB-brölt í þingmönnum og ráðherrum flokksins á eftir að reynast honum dýrkeypt, er ég hrædd um. Ég get ekki sagt annað.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 16.7.2019 kl. 12:12

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

 Orð í tíma töluð!!

Sigurður I B Guðmundsson, 16.7.2019 kl. 12:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband