Leita í fréttum mbl.is

Ísafjarðarbær býr til snjóflóðavá

á fréttum sjónvarps frá byggingu snjóflóðavarna.

Nýleg fjölbýlishús upp á einar 4 hæðir standa þversum undir hlíðinni þar sem hún er bröttust.

Af hverju fær bærinn að úthluta svona byggingum. Af hverju snéru þær ekki stafni í flóðastefnuna og byggðar í spíss?

Eru bæjarfélög bara stikkfrí en ríkið á að sjá um snjóflóðavarnirnar? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

1997 fór ég að skoða snjóflóðavarnarstöðina í Davos í Sviss og snjóflóðavarnir þar í landi.  Þær voru í grófum atriðum svona: 

1. Svo góðar snjóflóðavarnir ofan við byggðina að ekki þurfti að hafa áhyggjur af. 

2. Byggingar byggðar þannig að þær voru sérstyrktar og klufu hugsanleg snjóflóð. Íbúum gert að fara úr þeim hætta væri. 

3. Sama, nema íbúar máttu ráða því hvort þeir dveldu í snjóflóðaheldum kjöllurum með nægar vistir, eða hvort þeir rýmdu húsið strax á meðan hættuástandi ver lýst yfir. 

Fyrir 1994-95 þegar þrenn mannskæð snjóflóð urðu á Vestfjörðum gerðu menn sér ekki grein fyrir hættunni. Hús og blokkir byggðar í samræmi við það. Þá var byrjað á að setja upp snjóflóðavarnir eftir svissneska módelinu sem væru það góðar, að snjóflóð féllu ekki.  

Það er ekki hægt að kenna sveitarstjórnum um það að menn gerðu sér ekki grein fyrir hættunni fyrr en 1996. Engir ráðamenn gerðu það fyrir 1996, hvorki hjá ríki né sveitarfélögum 

Ómar Ragnarsson, 18.7.2019 kl. 23:16

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Pétur Þorsteinsson á Tálknafirði byggði sitt hús sem fleysg með spíss í fjallið.  Ég veit ekki hvort reyndi á það nokkrun tíma það sem af er? En Pétur var afbragð annarra manna á ótal sviðum.En honum þótti góðir vindlar man ég, kannski um of.

Halldór Jónsson, 19.7.2019 kl. 08:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband