Leita í fréttum mbl.is

Helga Vala Helgadóttir

Samfylkingarþingkona, ESB og Orkupakkasinni, skrifar í Morgunblaðið mér lítt skiljanlega grein.

"Ástandið í stjórnmálum er mjög sérstakt víða um hinn vestræna heim. Tekist er á um hugmyndafræði annars vegar og hins vegar hvort ræða megi hugmyndafræði og pólitískar skoðanir.

Umræðan fer oftar en ekki að snúast um það hvort tjáningarfrelsi einstaklinga sé ógnað með skoðanaskiptum, hvort verið sé að takmarka frjálsa hugsun og ræðu þegar skoðunum er mótmælt.

Heima og heiman heyrum við stjórnmálafólk tala af fullri alvöru um það að þegar skipst er á skoðunum um ýmis álitaefni sé andmælandinn að beita frummælandann þöggun og sé við það orðinn oddviti móðgunarkórs góða fólksins.

Þannig er búið að snúa allri umræðu á hvolf. Ekki má lengur fjalla um hatursorðræðu án þess að stimpli um móðgunargirni sé skellt fram, eins og hatur og móðgun eigi sér einhverja samleið. Þetta er rétt eins og þegar því er skellt fram að það að mótmæla afstöðu fólks í einhverju máli sé einelti. Fyrr má nú vera.

Víða um heim er stjórnmálafólk einnig iðið við að endurskrifa söguna. Styttur eru teknar niður af ótta við að þær minni almenning á söguna eins og hún raunverulega var en ekki söguna eins og stjórnmálafólkinu hugnast í dag að láta eins og hún hafi verið.

Frásögnum um byltingar og frelsun þjóða er breytt og kúvent og þá oftar en ekki sögufólkið orðið að hinu góða umbreytandi afli sem kom að málum. Þegar viðkomandi er inntur eftir afstöðu til staðreynda er svarað fullum hálsi með ýmsum útúrsnúningum „þetta gerðist ekki“, „var ekki þar“, „sagði það ekki“ og þar frameftir götunum.

Stjórnmálafólk ítrekar svo hinn nýja veruleika sinn nógu oft til að almenningur fari að efast um að hlutirnir hafi raunverulega verið eins og það varð vitni að og um hefur verið fjallað.

Fjölmiðla- og stjórnmálafólk hristir hausinn og hugsar sitt en ætlar ekki „niður á þetta plan“ á meðan ímyndunarstjórnmálafólkið veður áfram.

Ímyndunarstjórnmálafólkið fordæmir svo gjarnan skoðanaskipti, kallar þau skoðanakúgun, þöggunartilburði, einelti nú eða loftárásir. Hreinskiptnar umræður milli stjórnmálafólks þar sem það skiptist á skoðunum, hlustar hvað á annað, tekur við rökum og vegur og metur eru hluti af því ferli sem nauðsynlegt er í lýðræðisþjóðfélagi.

Hin ógnvekjandi þróun sem orðið hefur víða um hinn vestræna heim í formi stjórnmálaleiðtoga sem endurskrifa söguna til að bæta ímynd sína er það versta sem getur hent lýðræðisríki því með slíkri blekkingu er almenningur afvegaleiddur.

Almenningur verður að fá réttar upplýsingar og læra af sögunni en ekki þola uppspunnar frásagnir ímyndunarstjórnmálafólksins.

Það eru ímyndunarstjórnmálin sem við þurfum að óttast. Ímyndunarstjórnmálafólkið sem semur nýjar og nýjar sögur eftir því sem vindar blása og varðar lítt um staðreyndir mála. helgavala@althingi.is"

Hvaða þingkona stundar ímyndunarstjórnmál ef ekki Helga Vala? Hver snéri gumpnum í Piu Kærsgaard sem var gestur íslenska lýðveldisins á Þingvöllum en mætti svo í brennivínið sem boðið var til? 

Hver vill opna landamæri Íslands og fjölga innflytjendum og stimpla alla sem eru á móti rasista, nasista og hatursfólk? 

Ferst þessari Helgu Völu að senda lítt dulin skeyti á Trump Forseta vegna meintra ímyndarstjórnmála?

Það sem helst hann varast vann, varð þó að koma yfir hann segir sr. Hallgrímur.

Hvað er Helga Vala Helgadóttir annað en sá dæmigerði ímyndarstjórnmálamaður sem hún er að lýsa sem fáu hefur til leiðar komið nema að efla eigin hag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það eina sem ÍSLENDINGAR muna frá 100 ára FULLVELDISDEGINUM 2018 er Helga Vala á "100 miljóna-heiðurspallinum" á ÞINGVÖLLUM sem Ríkisstjórnin lét byggja fyrir Alþingismennina og okkur ÍSLENDINGA,en ENGIN ÍSLENDINGUR lét sjá sig á ÞINGVÖLLUM. ÍSLAND er alvarlega breytt land.

ÞARNA VAR PIA KÆRSGAARD frá Dönsku Alþingi niðurlægð af sömu Helgu Völu og Samfylkingar,sem helst vilja vera "húskarlar" í BRUSSEL undir skipunum ESB sinna.

ESB sinnar verða fáir á ÍSLANDI og vonandi ENGIN á ALÞINGI eftir næstu Alþingiskosningar. 

GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráð) 24.7.2019 kl. 15:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband