Leita í fréttum mbl.is

Hvenær talar Birgir?

Ármannson við Sjálfstæðismenn til að skýra út fyrir þeim hvað standi í 3.Orkupakkanum annað en textinn sem þar er hægt að lesa?

Kollega Friðrik Daníelsson tiltekur í dag hvað hann er að lesa í textum orkupakkans þessa og næstu.

Friðrik segir:

"Óstjórn orkumála er ein af ástæðum viðvarandi efnahagsstöðnunar ESB sem fer versnandi. Orkuverð er orðið of hátt og veldur óeirðum á götum úti, iðnaðarfjárfestingar fara til annarra landa og atvinnuleysi breiðist út.

Afskipti ESB af orkumálum aðildarlanda, draumurinn um „Orkusamband ESB“, koma í formi tilskipana frá Brussel og hafa verið til baga fyrir aðildarlöndin.

Tilskipanapakki 1 og 2 splundraði orkufyrirtækjum, kom á fót sýndarsamkeppni og dýrari rekstri.

3. pakkinn færir orkukerfin beint undir yfirráð og stjórnsýslu ESB og eignarhald og nýtingu einkafjármagns í ESB/EES.

Tilskipun (2009/72) um 3. pakkann segir m.a.: – nýtt stjórnvald verður stofnað hér (raforkumarkaðseftirlit) sem sér um að regluverki ESB sé fylgt, íslensk stjórnvöld hafa engin völd yfir því. Verkefni þess eru m.a.: – framkvæma ákvarðanir ACER og framkvæmdastjórnar ESB – gefa út bindandi ákvarðanir um raforkufyrirtæki – ákvarða eða samþykkja gjaldskrár – virkjanaleyfi á Íslandi skal auglýsa í Stjórnartíðindum ESB

Fyrirtæki í ESB/EES, eða dótturfyrirtæki hér, geta boðið í virkjanaleyfi sem verður úthlutað í samræmi við regluverk ESB/EES.

3. pakkinn einkavæðir fyrirtæki orkukerfisins og veitir einkafjármagni aðgang að orkulindunum.

3. pakkinn setur af stað hömlulausa útþenslu vindorku og sólarorku með útbreiddum landslýtum og umhverfisspjöllum.

Fjárfesting í vatnsorkuverum og jarðorkuverum verður einnig sett í forgang og flýtimeðferð, fjárfestar boðnir velkomnir, fé útvegað. Noregur og Ísland eru helstu skotmörkin.

EES-regluverkið hefur þegar heimilað ESB/EES aðilum að eiga eignir, og land með landkostum, þar með taldar virkjanir, hérlendis.

Með 3. orkupakkanum staðfestist réttur fyrirtækja í ESB/EES til að eiga og reka orkufyrirtæki á Íslandi og nýta orkuauðlindir landsins í sína þágu.

Stefna ESB, eða réttara sagt draumar, er að „nýta orku aðildarlanda í þágu sambandsins“, mynda stórt samtengt orkukerfi ESB/EES með orkuver og orkufyrirtæki í einkaeigu sem lúta stjórnvaldi ESB eingöngu, án afskipta heimamanna.

„Orkustofnunin“ ACER sér um að farið sé eftir fyrirmælum ESB og er með útibú í aðildarlöndum ESB/EES. Venjulegir orkugjafar, gas, olía, kol og úran, falla ekki í kramið hjá ESB, óstöðug og dýr vind- og sólarorka er fyrirskipuð.

Fallvatnsorka og jarðvarmi eru vinsæl þar sem hægt er að ná í þannig orku og hefur ESB í hyggju að nýta orkulindir Noregs og Ísland að fullu í sína þágu. Valdið sem ESB hefur með EES-samningnum gerir ESB fært að setja ráðstöfun á auðlindum þessara landa undir sitt regluverk og stjórnsýslu og nýta orkuna í sína þágu og sinna fyrirtækja.

Orkukerfi aðildarlanda ESB/ EES eru oft góð en af af ýmsum gerðum og hafa verið byggð upp með miklu fé á löngum tíma.

Kjarnorka er víða notuð, Finnar og Bretar eru að reisa ný ver. Gas, kol og olía eru miklir orkugjafar, vatnsorka er á mörgum stöðum. Allir þessir orkugjafar eru aðgengilegir, hagkvæmir og mikil geta og reynsla til við að nýta þá og landslýti og umhverfisáhrif af notkun þeirra þekkt og takmörkuð.

Margir orkugjafar eru til í ofgnótt og skortur ekki í fyrirsjáanlegri framtíð. Almannaeign er á orkufyrirtækjum víða í ESB/EES. Það fyrirkomulag hefur reynst vel að jafnaði þar eð nærþjónusta er hagkvæmasta rekstrarkerfi orkunýtingar.

Hætta á fáokun er mikil þegar orkufyrirtækin eru í einkaeigu. Íslenska orkukerfið var að fullu í almannaeigu fyrir daga EES og eitt það hagkvæmasta. Tilskipanapakkar ESB verða sífellt draumórakenndari.

ESB tók formlega upp 4. orkupakkann 22. maí 2019, hann heitir „Hrein orka fyrir alla Evrópubúa-pakkinn“ og setur kvaðir á aðildarlöndin um að framleiða og nota „hreina“ orku. Kvaðirnar eru óframkvæmanlegar fyrir flestöll ESB-lönd en setja aukinn kraft í að ná orku frá t.d. Noregi og Íslandi til handa ESB-fyrirtækjum.

Orkukreppan fer dýpkandi í ESB. Það er afleiðing afskipta Brussel af orkumálum aðildarlandanna og hefur leitt af sér stöðugt hækkandi orkuverð og rýrnandi lífskjör, vaxandi orkuskort, iðnaðarflótta og atvinnuleysi. Stefnumörkunina skortir raunsæi og stjórnun orkumála er röng.

Ísland hefur vegna EES verið að dragast með inn í orkukreppu ESB og versnar ástandið með hverju nýju valdboði, „orkupökkum“, frá ESB. Pyngjur almennings á Íslandi léttast með hverjum pakkanum."

Nú hlýtur að líða að því að Birgir tali við okkur Sjálfstæðismenn og skýri út fyrir okkur hvernig við eigum að túlka allt það sem í þessum pökkum stendur.

Ég hef verið mikill áhugamaður um að reisa Thoríum-Raforkuver á Skeiðarársandi. Þar er hæfilega afskekkt og vítt til veggja til að reisa slíkt risaorkuver.

Hugsanlega verður auðvelt að afla voldugra bandamanna til að að að fjármagna og reisa slíkt raforkuver þar sem hvergi í Evrópu eru landkostir eins góðir til slíks og þarna og þarna væri komin lausn sem gæti annað Evrópu vel án þess endilega að sprengja upp rafokurverð hér innanlands.

Erum við ekki þegar að selja upprunaábyrgðir sem segja að við notum kjarnorku við orkuframleiðslu svo að þetta er lítið skref að stíga? Hví skyldum við ekki reisa kjarnorkuver eins og bræðraþjóðirnar í ESB?

Varðandi væntanlega vindorkugarða um landið þá hefur það nú yfirleitt gengið þannig fyrir sig að einhver Lovísa að sunnan sem á sumarbústað í margra mílna sjónmáli við væntanlega vindmyllu er svo hrædd um að vindmyllan haldi fyrir sér vöku á kyrrum kvöldum að sveitarstjórnir missa vatnið og engin byggingaleyfi fást. Ég held því að lítil hætta sé á að hér rísi nokkru sinni vindmyllur í þéttbýli. Öðru máli gegnir um virkjanaleyfi á vötnum og lækjum sem verða boðin upp og seld til auðmanna eins og laxveiðijarðirnar.

En bráðum kemur hann Birgir með skilningshjálpina handa okkur sem eru ekki réttilega læsir á Brusselska texta þó að við höfum getað stautað okkur í gegn um sjálfstæðistefnuna frá 1929.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæll Halldór

Litlar líkur eru á um að Birgir taki ykkur tali, a.m.k. ekki um op3, enda hefur hann þar fátt fram að færa. Hitt megi þið vera nokkuð viss um að hann sendir ykkur fallegt kort fyrir næstu kosningar, svona til að minna á sig.

Varðandi vindmilluskóga hér á landi þá er alveg ástæða til að óttast slíkan óskapnað, þ.e. ef op3 verður samþykktur. Svo er komið að mikil andstaða er gegn þessum skógum erlendis og enginn vill hafa þá nærri sér. Margar ástæður eru fyrir þeirri andstöðu, en kannski það sem mestu máli skiptir nú er spanstaumur umhverfis slíka skóga. Mannskepnan á nokkuð auðvelt með að lifa við slíka mengun en annað verður sagt um búpening. Kýr og kindur eru sérlega viðkvæmar fyrir þessu og svo komið að búfellir er orðinn nokkuð mikill víða þar sem skepnur ganga nærri vindmilluskógum, t.d. í Bretlandi.

Þó vindmillur séu fyrst og fremst hagkvæmar þar sem hægt er að láta þær framleiða orku nærri notanda, er víst að með tilkomu op3 muni verð á orkunni hér hækka nægjanlega til að arðbært verði að planta þannig skógum vítt og breytt um Ísland. Það mun gleðja marga innan esb.

Auðnist þingmönnum sú gæfa að endursenda op3 til sameiginlegu ees nefndarinnar til að fá þar trygga undanþágu frá pakkanum, þurfum við hins vegar varla að óttast vindmilluskóga hér á landi.

Kveðja

Gunnar Heiðarsson, 30.7.2019 kl. 11:13

2 identicon

Dóri

Þessir áhugalögfræðingar eru að verða heldur þreytandi. Ekkert í OP3 gerir Ísland að skotmarki; ekki fremur en EES samningurinn í heild. Vitanlega felast ekki bara réttindi heldur líka skyldur í honum rétt eins og öðrum milliríkjasamningum. Mað aðild að NATO er þjóðin skyldug til að segja öðrum stríð á hendur við tilteknar aðstæður. Með EES samningi var m.a. settur á fót dómstóll árið 1994 sem getur sektað Ísland vegna samningsbrota, ekki bara gefið ráðgefandi álit eins og oft er látið í veðri vaka. 

OP3 er ekkert öðru vísi eða meira íþyngjandi en fjölmargt annað í EES samningnum; öðru nær. Í Guðs bænum stundið þessa EES andstöðu á öðrum grunni en með því að hrekja hina úr Sjálfstæðisflokknum. Ef Sjálfstæðisflokkurinn á að verða það afl sem stefnir að útgöngu, þá lætur unga fólkið sig bara hverfa og flestir aðrir með. - Af hverju stofnið þið ekki bara samtök gegn EES aðild og athugið hljómgrunninn í stað þessarar herleiðingar gegn á Sjálfstæðisflokknum?

EINAR S. HÁLFDÁNARSON (IP-tala skráð) 30.7.2019 kl. 12:03

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Við eru ekki síður Sjálfstæðisflokkurinn heldur en þið O3 eintrjáningarnir. Farið bara með flokkinn til fjandans eins og í stefnir. Lítill huggulegur flokkur hæfir ykkur frekar en  fjöldahreyfing eins og þegar þið ætluðuð að keyra Icesave ofan í okkur. Þið eruð bæði blindir og heyrnarlausir sem skiljið greinilega ekkert í pólirík 

Halldór Jónsson, 2.8.2019 kl. 20:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 3419710

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband