Leita í fréttum mbl.is

Þversum er Björn

Bjarnason í Orkupakkamálinu. Hann neitar öllu öðru en að samþykkja pakkann af því hann sé skaðlaus.

"Í  lok Staksteina áréttar blaðið þá skoðun sína að með stuðningi við þriðja orkupakkann hafi þingflokkur sjálfstæðismanna ályktun landsfundar að engu og að Bjarni Benediktsson hafi horfið frá yfirlýsingum sínum „á þingi um orkupakkann og enn skýringarlaust“ eins og segir í ritstjórnardálkinum.

Ályktun landsfundarins sem þarna er nefnd snerist um andstöðu við framsal á valdi. Ekkert slíkt felst í tillögum sem nú liggja fyrir alþingi frá ráðherrum Sjálfstæðisflokksins og þingflokkur þeirra hefur samþykkt.

Bjarni Benediktsson hefur oftar en einu sinni skýrt umræddar yfirlýsingar sínar á þing. Hann gaf þær á alþingi þegar hann svaraði fyrirspurn Þorsteins Víglundssonar, þingmanns Viðreisnar, um hvað fælist í landsfundarályktun sjálfstæðismanna. Bjarni skýrði efni ályktunarinnar og þar með andstöðuna við framsal á valdi í orkumálum. Stuðningur við þriðja orkupakkann gengur hvorki gegn orðum flokksformannsins né ályktun landsfundarins. Það hefur margsinnis verið skýrt á skilmerkilegan hátt.

Í tilefni af öllu þessu skal hér ítrekuð spurningin: Hvert er valdaframsalið? Þrjár greinar í Morgunblaðinu þriðjudaginn 30. júlí 2019 geyma því miður engar skýringar á þessu lykilatriði. Ein er til stuðnings upprisu Miðflokksins, önnur um andstöðu við EES og sú þriðja um skort á umræðum innan Sjálfstæðisflokksins. Það leynist margt í þriðja orkupakkanum en þó ekkert valdaframsal."

Björn hefur þó ekki skýrt hvaða kostir fylgja samþykkt pakkans. Hvað samþykktin muni kosta Sjálfstæðisflokkinn í stað þess að beygja hjá?

Þar er Björn aðeins þversum og afþvíbara.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Ekki nokkur einasti fylgjandi 3op hefur sýnt fram á ávinning eigenda orkunnar. OKKAR ávinning. Eigenda orkunnar.

 Björn Bjarnason er risaeðla, sem harðneitar að viðurkenna þá staðreynd, að hann er útdauður. Það er engin eftirspurn eftir nátttröllum og elliærum fullveldisafsalssinnum. Ekki nokkur einasta. Altso eftirspurn.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 30.7.2019 kl. 18:43

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Björn spyr í grein sinni í hverju það valdaframsal felist, sem andstæðingar orkupakkans halda í sífellu fram að leiði af samþykkt hans. Þessari spurningu hefur engum þeirra hins vegar tekist að svara, þeir hamra bara á staðhæfingunni. En hún verður ekkert réttari fyrir það. 

Þorsteinn Siglaugsson, 30.7.2019 kl. 19:17

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Sæll Halldór ágætur! Við eigum nóg af orku og þurfum því hvorki Björn Bjarnasson né orkupakka. vinnum bara vinunna okkar og borðum matinn okkar og skilum verki, þetta er ekki flóknara.

Hrólfur Þ Hraundal, 30.7.2019 kl. 19:58

4 identicon

Já, Halldór, það má með sanni segja, og ekki er Haraldur Benediktsson skárri með sitt nýjasta útspil, og segir fólk bæði snúa út úr og ekki skilja málið almennilega, og gera alltof mikið úr þessum orkupökkum. Sjálfur virðist hann ekki skilja, að þetta frumvarp hans hefur ekkert að segja, því að ESB gerir ekkert með það og tekur ekkert mark á því, ef þeir vilja sinn sæstreng, en bæði Björn og þetta þinglið flokksins minnir mig dálítið á einvaldskóngana, sem sögðu: Vér einir vitum. Mér líst afar illa á þetta, og kvíði útkomunni úr atkvæðagreiðslunni í haust. Hvað þá? Það verður stóra spurningin. En hvað er til ráða, þegar okkur vantar forseta eins og Ólaf Ragnar á Bessastaði, sem stendur með þjóðinni og getur komið vitinu fyrir þingið og ríkisstjórnina, eins og í Icesavemálinu. Ég treysti ekki þessum strák, sem situr á Bessastöðum í dag til að standa með þjóðinni, þegar á þarf að halda. Mér líst afar illa á þetta allt saman og óttast afleiðingarnar, ef þetta þinglið verður svo vitlaust að samþykkja orkupakkann. Svo er fréttastofa Rúv að segja, að lítið gengi Sjálfstæðisflokksins í skoðanakönnunum geti tæplega verið út af orkupökkunum, sem mér finnst léleg afsökun og tómt rugl, því að það er tæpast tilviljun, að Miðflokkurinn skuli vera að sækja svona á allt í einu, og Sjálfstæðisflokkurinn á hraðleið niðurávið. Eins og Styrmir kom inn á, þá þarf Sjálfstæðisflokkurinn að fara í ærlega naflaskoðun. Þetta er tæpast einleikið, hvernig ástandið er þar inni. Staðan er mjög alvarleg hjá öllum stjórnarflokkunum, og mig furðar stórum, ef þeir ætla í alvörunni að þvinga þetta í gegnum þingið, - flokkar, sem allir eru andstæðir EES/ESB og hafa hingað til séð allt svart og rautt, þar sem sá félagsskapur er annars vegar, og vilja ekkert með hann hafa, en eru núna eins og illa gerðir hlutir, sem vita ekkert hvar þeir eiga að standa. Þetta er alveg hræðilegt fyrir þjóðina að hafa svona stjórnvöld. Ég segi ekki annað.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 30.7.2019 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband